Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í Ráðhúsi Vesturbyggðar, 12. mars 2020 og hófst hann kl. 16:00
Nefndarmenn
- Barði Sæmundsson (BS) aðalmaður
- Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
- Jóhanna Gísladóttir (JG) aðalmaður
- Jón Garðar Jörundsson (JGJ) aðalmaður
Starfsmenn
- Elfar Steinn Karlsson (ESK) byggingafulltrúi
- Óskar Örn Gunnarsson (ÓÖG) skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
- Elfar Steinn Karlsson byggingarfulltrúi
Almenn erindi
1. Strandgata 10-12. Umsókn um byggingarleyfi, vatnshreinsistöð.
Erindi frá Arnarlax hf, dags. 14.febrúar 2020. Í erindinu er sótt um að fá að bæta við þriðja tankinum undir meltu við NV-horn meltu- og vatnshreinsistöðvar við Strandgötu 10-12 á Bíldudal. Áður var búið að samþykkja uppsetningu á þremur tönkum, tveimur undir meltu og einum jöfnunartanki fyrir vatnshreinsistöð. Erindinu fylgir uppdráttur unnin af hugsjón, dags. 14.02.2020.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti með fyrirvara um jákvæða niðurstöðu grenndarkynningu og vísar erindinu áfram til hafna- og atvinnumálaráðs.
2. Patrekshöfn, umsókn um lóð undir meltutank.
Erindi frá Arctic Protein ehf, dags. 11. mars 2019. Í erindinu er sótt um að heimild til að breyta deiliskipulagi við Patrekshöfn. Breytingin felur í sér breytta afmörkun lóða sem skapar svæði undir meltutanka. Umsókninni fylgir breytingartillaga að deiliskipulagi, unnin af Landmótun, dags. 4. mars 2020.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir tillöguna fyrir sitt leiti og vísar erindinu áfram til hafna- og atvinnumálaráðs.
3. Leyfi landeiganda eða annara rétthafa utan skipulagðra tjaldsvæða - Félag húsbílaeigenda
Erindi frá félagi húsbílaeigenda dags. 18 febrúar 2020, þar sem óskað er leyfis landeigenda vegna notkunar tjaldvagna, fellihýsa, hjólhýsa og húsbíla utan
skipulagðra tjaldsvæða.
Skipulags- og umhverfisráð hafnar erindinu fyrir sitt leyti og vísar því áfram til bæjarráðs.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:40
Óskar Örn Gunnarsson skipulagsfulltrúi og Friðbjörg Matthíasdóttir voru viðstödd fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.