Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð #86

Fundur haldinn í fjarfundi, 3. júlí 2021 og hófst hann kl. 11:00

Nefndarmenn
  • Ásdís Snót Guðmundsdóttir (ÁSG) varamaður
  • Barði Sæmundsson (BS) aðalmaður
  • Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
  • Jóhann Pétur Ágústsson (JPÁ) aðalmaður
  • Jón Garðar Jörundsson (JGJ) aðalmaður
Starfsmenn
  • Elfar Steinn Karlsson (ESK) byggingafulltrúi

Fundargerð ritaði
  • Elfar Steinn Karlsson byggingarfulltrúi

Almenn erindi

1. Örlygshafnarvegur - umsókn um framkvæmdaleyfi

Lagt fram erindi Vegagerðarinnar frá 1. júlí 2021 þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi til Vesturbyggðar skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir nýbyggingu Örlygshafnarvegar (612) um Hvallátra. Um er að ræða nýbyggingu á um 2 km kafla á Örlygshafnarvegi um Hvallátra. Tilgangur framkvæmdarinnar er að auka umferðaröryggi í gegnum húsaþyrpingu á Hvallátrum og færa umferðina úr byggðinni. Framkvæmdin er í samræmi við Aðalskipulag Vesturbyggðar 2006-2018 sem og deiliskipulag Látrabjargs. Ákvörðun um matsskyldu lá fyrir 7. ágúst 2020 þar sem framkvæmdin var ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Meðfylgjandi umsókninni er framkvæmdalýsing og uppdrættir af fyrirhuguðum framkvæmdasvæðum.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn með fyrirvara um samþykki landeigenda að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Málsnúmer 2106070 2

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Vestfjarðavegur (60) um Dynjandsheiði, Penna - Þverdalsvatn - umsókn um framkvæmdaleyfi

    Lagt fram erindi Vegagerðarinnar frá 28. júní 2021 þar sem sótt er um viðbót við framkvæmdaleyfi sem samþykkt var í bæjarstjórn 19. ágúst 2020. Um er að ræða framlengingu á núverandi framkvæmd upp fyrir Norðdalsá á Dynjandisheiði frá stöð 9.450 að stöð 10.900 á Vestfjarðavegi. Einnig þarf að breyta vegi við gatnamót Bíldudalsvegar á um 600 metra kafla.

    Meðfylgjandi umsókninni eru uppdrættir af fyrirhuguðum framkvæmdasvæðum.

    Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita viðbót við núverandi framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

      Málsnúmer 2007046 4

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. Endurnýjun á veiðihúsi, Pennunes.

      Jóhann Pétur Ágústsson vék af fundi við afgreiðslu á málinu.

      Erindi frá Flugu og net ehf, dags. 2.júlí. Í erindinu er óskað eftir samþykki fyrir endurnýjun á veiðihúsi sem staðið hefur við Pennunes frá 2003. Erindinu fylgja aðaluppdrættir unnir af teiknistofu Ginga dags. 2. júlí 2021, samþykki landeigenda dags. 1. júní 2021 sem og samþykki Umhverfisstofnunar frá 31. júlí 2003.

      Skipulags- og umhverfisráð samþykkir áformin.

      Jóhann Pétur Ágústsson kom aftur inn á fundinn.

        Málsnúmer 2107005

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        4. Aðalstræti 128. Umsókn um lóð.

        Erindi frá Steinunni Sigmundsdóttur, dags. 22. júní 2021. Í erindinu er sótt um lóðina að Aðalstræti 128 til byggingar parhúss.

        Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að úthlutunin verði samþykkt. Grenndarkynna þarf byggingaráformin áður en til framkvæmda kemur.

          Málsnúmer 2106052 2

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          Til kynningar

          5. Vinnuskóli hreinsun í Sauðlauksdal samkomulag við ScaleAQ

          Lagt fram til kynningar samkomulag dags. í júní 2021 á milli Vesturbyggðar og ScaleAQ um hreinsun á vinnusvæði við flugvöll í Sauðlauksdal, Patreksfirði.

          Verkið er hluti af stærra samkomulagi milli notanda svæðisins og Umhverfisstofnunar um hreinsun á svæðinu. Hreinsunin verður hluti af vinnu unglingavinnu Vesturbyggðar.

            Málsnúmer 2106042

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:25