Fundur haldinn í Brellum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 11. janúar 2023 og hófst hann kl. 16:00
Nefndarmenn
- Barði Sæmundsson (BS) aðalmaður
- Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
- Jóhann Pétur Ágústsson (JPÁ) aðalmaður
- Ólafur Byron Kristjánsson (ÓBK) aðalmaður
- Rebekka Hilmarsdóttir (RH) aðalmaður
Starfsmenn
- Elfar Steinn Karlsson (ESK) byggingafulltrúi
- Óskar Örn Gunnarsson (ÓÖG) skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
- Elfar Steinn Karlsson byggingarfulltrúi
Almenn erindi
1. Verndarsvæði í byggð, Milljónahverfi á Bíldudal.
Gunnlaugur Björn Jónsson kom inn á fundinn og fór yfir tillögur að verndarsvæðum í byggð fyrir Milljónahverfið á Bíldudal og Vatneyrina á Patreksfirði, sbr. dagskrárlið 1 og 2.
Lögð fram tillaga að verndarsvæði í byggð fyrir Milljónahverfið á Bíldudal, skv. 4. mgr. 5.gr. laga um verndarsvæði í byggð nr. 87/2015. Tillagan er unnin af Gingi teiknistofa og Landmótun, dagsett nóvember 2022.
Skipulags- og umhverfisráð frestar málinu til næsta fundar ráðsins.
2. Verndarsvæði í byggð - Vatneyri, Patreksfirði
Lögð fram tillaga að verndarsvæði í byggð fyrir Vatneyri á Patreksfirði, skv. 4. mgr. 5.gr. laga um verndarsvæði í byggð nr. 87/2015. Tillagan er unnin af Gingi teiknistofa og Landmótun, dagsett nóvember 2022.
Skipulags- og umhverfisráð frestar málinu til næsta fundar ráðsins.
3. Langi Botn - Umsókn um stofnun vegsvæðis.
Erindi frá Direkta lögfræðiþjónustu f.h. landeigenda Langa Botns, Arnarfirði dags. 21. desember 2022. Í erindinu er sótt um stofnun vegsvæðis um Dynjandisheiði fyrir þjóðveg nr.60 í landi Langa Botns, landeignarnr. 140456. Erindinu fylgir uppdráttur er sýnir vegsvæðið.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.
4. Aðalstræti 124A. Umsókn um byggingaráform
Tekið fyrir eftir grenndarkynningu byggingaráform við Aðalstræti 124A, Patreksfirði. Áformað er að reisa 247 m2 íbúðarhús á lóðinni.
Áformin voru grenndarkynnt fyrir eigendum fasteignanna að Aðalstræti 122, 122A, 124, 126 og 126A frá 16. nóvember 2022 til 16. desember 2022.
Athugasemdir bárust frá tveimur aðilum, athugasemdirnar hafa ekki áhrif á byggingaráformin. Byggingarfulltrúa falið að svara athugasemdum.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir byggingaráformin.
5. Deiliskipulag Krossholt - ósk um breytingu.
Tekið fyrir erindi frá Þórði Sveinssyni og Silju B. Ísafoldardóttur, dagsett 20. desember 2022. Í erindinu er sótt um stækkun og breytingu á afmörkun byggingareitar á lóð með landeignanúmerinu L221595. Um er að ræða óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi Langholts - Krossholts.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að grenndarkynna breytingu á deilskipulagi Langholts - Krossholts. Grenndarkynnt verður fyrir landeigenda Haga, L139802, lóðarhöfum að Langholti 1 L233020, Krossholt L139837 og Krossholt Iðnaðarlóð L139840 og leitað umsagnar hjá Fiskistofu sbr. 33. gr. laga um lax- og silungsveiði nr. 61/2006 vegna fjarlægðar frá fiskveiðiá.
Til kynningar
6. Afrit af bréfi MAST til Votlendissjóðs v. framkvæmda í Fífustaðardal
Lagt fram til kynningar svar Votlendissjóðs við fyrirspurn Matvælastofnunar um framkvæmdir Votlendissjóðs í Fífustaðardal í Arnarfirði og möguleg brot á dýravelferð.
Skipulags- og umhverfisráð felur byggingarfulltrúa að gera úttekt á frágangi framkvæmdasvæðisins.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:27
Óskar Örn Gunnarsson var viðstaddur í gegnum fjarfundarbúnað.