Hoppa yfir valmynd

Ungmennaráð Vesturbyggðar #2

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 12. janúar 2015 og hófst hann kl. 16:00

Fundargerð ritaði
  • Elsa Reimarsdóttir Frístundafulltrúi

Linda Kristín boðar forföll. Varamenn eru fjarverandi.

Til kynningar

1. UMFÍ: Ráðstefna ungt fólk og lýðræði 2015 fundarboð

Lagt fram til kynningar. Ráðstefnan ungt fólk og lýðræði fer fram dagana 25.-27. mars í Stykkishólmi. Ungmennaráð Vesturbyggðar hefur áhuga á því að senda fulltrúa til þátttöku á ráðstefnuna. Nánari upplýsingar um ráðstefnuna aðgengilegar síðar í þessum mánuði.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Almenn erindi

2. Komdu þínu á framfæri

Verkefnið "Komdu þínu á framfæri" er verkefni sem Æskulýðsvettvangurinn (ÆV), samstarfsvettvangur Ungmennafélags Íslands, Bandalags íslenskra skáta, KFUM og KFUK á Íslandi og Slysavarnarfélagsins Landsbjargar fór af stað með haustið 2014. Verkefnið er styrkt af Evrópu unga fólksins.

Markmið og tilgangur verkefnisins er að skapa umræðuvettvang fyrir ungmenni þar sem þau geta látið í sér heyra og komið skoðunum sínum á framfæri við þá sem bera ábyrgð á menntun, íþrótta- og æskulýðsmálum og listum og menningu. Mikilvægt er að ungmenni upplifi sig og séu virkir þátttakendur í samfélaginu. Með verkefninu er ætlunin að brúa bilið milli þeirra sem bera ábyrgð á þessum málaflokkum og ungmennanna sjálfra sem starfið er ætlað fyrir.

Þátttakendur eru á aldrinum 13-30 ára.

Verkefnið felur í sér 6-8 landsfundi. Vesturbyggð hefur ákveðið að taka þátt og verður fundurinn haldinn miðvikudaginn 28. janúar í Félagsheimili Patreksfjarðar.

Áhugasömum er bent á að hafa samband við fulltrúa í Ungmennaráði Vesturbyggðar. Fylgist líka með viðburðinum á facebook Komdu þínu á framfæri.

Kynning á verkefninu fer einnig fram í Framhaldsskóladeild FSN og Grunnskóla Vesturbyggðar.

Önnur mál:
Kannað verður með dagsetningu námskeiðs í fundarsköpum á vegum UMFÍ.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00