Hoppa yfir valmynd

Ungmennaráð Vesturbyggðar #3

Fundur haldinn í Aðalstræti 75, neðri hæð, 18. nóvember 2015 og hófst hann kl. 16:00

Fundargerð ritaði
  • Elsa Reimarsdóttir Frístundafulltrúi

Almenn erindi

1. Hlutverk Ungmennaráðs Vesturbyggðar

Á 16. fundi fræðslu- og æskulýðsráðs var eftirfarandi bókað:
8. 1509052 - Fulltrúi í Ungmennaráð Vesturbyggðar
Rætt var um að tengiliður Ungmennaráðs við Fræðslu og æskulýðsráð komi úr röðum nefndarmanna í Ungmennaráði. Vísað til næsta fundar Ungmennaráðs.
Tillaga um fulltrúa Ungmennaráðs borin upp. Matthías verði næsti fulltrúi og Guðrún til vara.

Lagt fram til kynningar
Siðareglur kjörinna fulltrúa í Vesturbyggð. Siðareglur þessar gilda einnig um fulltrúa í Ungmennaráði og lásu fulltrúar reglurnar sameiginlega yfir.

Skráning fundargerða - nefndarmenn kynntu sér hvernig skrásetja skal fundargerðir.

Jafnréttisstefna og aðgerðaráætlun 2012-2014 var kynnt fyrir fulltrúum og verður hún tekin til nánari skoðunar á næsta fundi.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Kynning Lindu Kristínar fulltrúa úr Ungmennaráði á vinarbæjarheimsókn til Vadstena

Tveir fulltrúar unga fólksins fóru frá Vesturbyggð, Linda Kristín og Victoría Kristín Geirsdóttir. Mest fór fram á sænsku en krakkarnir frá hinum vinarbæjunum voru dugleg að þýða fyrir þeim það sem fram fór á fundum og á fyrirtækjakynningum. Rætt um málefni ungs fólks, atvinnuleysi, tækifæri í ferðaþjónustu. Farið var í skoðunarferð um Vadstena og margt gert til skemmtunar. Allir krakkarnir kynntust vel og gistu m.a. á sömu heimavist. Skoðuðu framhaldsskólann sem er ferðamálaskóli.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00