Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 21. október 2014 og hófst hann kl. 16:30
Fundargerð ritaði
- Elsa Reimarsdóttir Félagsmálastjóri
Almenn erindi
1. Auglýsing um styrki vegna námskostnaðar eða verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks
Velferðarráð upplýst um að auglýst hefur verið á heimasíðum sveitarfélaganna og á facebook.
2. Stjúptengsl - fyrir fagfólk
Lagt fram til kynningar bréf frá Valgerði Halldórsdóttur félagsráðgjafa MA.
Félagsmálastjóra falið að kanna hvort hægt verði að bjóða upp á námskeiðið "Fjölskyldustefna - börn með tvö heimili" í fjarfundabúnaði fyrir fulltrúa ráðsins.
3. SÍS málþing um stöðu innflytjenda 14.nóv.2014
4. Rannsóknin Ungt fólk 2013
Nefndinni bent á að kynna sér rannsóknina Ungt fólk 2013
Nefndarfólki bent á að kynna sér niðurstöður úr rannsókninni Ungt fólk 2013.
6. Stefna og framkvæmdaáætlun Barnaverndarnefndar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps.
Eins og kveðið er á um í 9. gr. Barnaverndarlaga ber sveitarstjórnum að marka sér stefnu og framkvæmdaáætlun fyrir hvert kjörtímabil á sviði barnaverndar innan sveitarfélagsins. Á 1. fundi Velferðarráðs sem haldinn var 16. þ.m. var stefna síðasta kjörtímabils lögð fram til kynningar.
Umræða.
Félagsmálastjóra falið að vinna drög að stefnu og framkvæmdaráætlun fyrir kjörtímabilið 2014-2018.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 00:00
Berglind Eir boðaði forföll. Varamaður Jenný boðaði einnig forföll.