Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 23. nóvember 2016 og hófst hann kl. 16:30
Fundargerð ritaði
- Arnheiður Jónsdóttir Félagsmálastjóri
Til kynningar
1. Samband ísl. sveitarfélaga - umsögn um lágmarksíbúafjölda þjónustusvæða í málaflokki fatlaðs fólks.
2. Samstarfssamningur sveitarfélaga BsVest.
Velferðarráð fór yfir samstarfssamning sveitarfélaga við BsVest og ræddu okkar hlut í samningnum.
4. Gráu svæðin í velferðarþjónustu
Samband Íslenskra sveitarfélaga gaf út bækling um gráu svæðin í velferðarþjónustu. Velferðarráðið fór yfir þessa þætti í þjónustu okkar.
5. Málefni aldraðra í Vesturbyggð
Farið var yfir þjónustu við aldraða í Vesturbyggð.
Starfandi er félagsstarf á þrem stöðum í sveitarfélaginu á Patreksfirði, Bíldudal og á Barðaströnd.
Félagsleg heimaþjónusta er í nokkuð föstum skorðum.
Samningur hefur verið við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Patreksfirði um heimsendan mat til eldri borgara.
Keyrsta eldri borgara í félagsstarfið á Patreksfirði hefst um leið og breytingar á bílnum sem ætlaður er í verkið eru tilbúnar.
Almenn erindi
3. Úrskurðarnefnd velferðamála kæra vegna S.G.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30