Fundur haldinn í fjarfundi, 11. nóvember 2020 og hófst hann kl. 15:00
Nefndarmenn
- Bergrún Halldórsdóttir (BH) aðalmaður
- Helga Birna Berthelsen (HBB) aðalmaður
- Jón Árnason (JÁ) aðalmaður
- Heba Harðardóttir (HH) varamaður
- Solveig Björk Bjarnadóttir (SBB) aðalmaður
Starfsmenn
- Arnheiður Jónsdóttir (AJ) félagsmálastjóri
- Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir (SSS)
Fundargerð ritaði
- Arnheiður Jónsdóttir Félagsmálastjóri
Almenn erindi
2. Málefni alraðra á tímum Covidö19
Sviðsstjóri fór yfir starfssemi í málaflokki aldraðra nú á tímum Covid-19.
Eyraseli hefur verið haldið opnu en með takmörkunum og hefur eldri borgurum einungis boðist að vera einn dag í viku til að passa fjölda og að hægt sé að virða tveggja metra regluna.
Félagstarfið Laufið á Barðaströnd er ekki hafið þennan veturinn og verður tekin ákvörðun um hvenær það hefst eftir 17.nóvember.
Búið er að auglýsa eftir starfsmanni til að vinna að málefnum aldraða á Bíldudal og verður það sem hluti af starfi í Muggsstofu.
Vindheimar á Tálknafirði hafa verið opnir eins og hefð er fyrir.
Heimaþjónusta hefur haldist óbreytt og eins heimsendur matur.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00