Fundur haldinn í ráðhúsi Vesturbyggðar, 1. september 2022 og hófst hann kl. 15:00
Nefndarmenn
- Jóhann Örn Hreiðarsson (JÖH) aðalmaður
- Maggý Hjördís Keransdóttir (MHK) aðalmaður
- Solveig Björk Bjarnadóttir (SBB) aðalmaður
- Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir (SSS) formaður
Starfsmenn
- Arnheiður Jónsdóttir (AJ) félagsmálastjóri
- Guðmunda Sigurðardóttir (GS) ráðgjafi
Fundargerð ritaði
- Arnheiður Jónsdóttir Sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Almenn erindi
1. Stjórnskipan Vesturbyggðar - skipan í ráð og nefndir 2022
Jóhann Örn setti fundinn sem aldursforseti og bauð fundarmenn velkomna.
Hann lagði til að Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir yrði kosin formaður og Solveig Björk Bjarnadóttir varaformaður.
Samþykkt samhljóða
Svanhvít Sjöfn tók við fundarstjórn.
Til kynningar
2. Erindisbréf nefnda Vesturbyggðar
Velferðarráð fór yfir erindisbréf ráðsins. Velferðarráð leggur til að erindisbréfið verði uppfært í samræmi við lagabreytingar sem taka gildi um áramótin.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:40