Hoppa yfir valmynd

Vestur-Botn #10

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 5. september 2023 og hófst hann kl. 15:00

Nefndarmenn
  • Arnheiður Jónsdóttir (AJ) aðalmaður
  • Guðrún Eggertsdóttir (GE) varamaður
  • Sigurður Viggósson (SV) formaður
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir (ÞSS) framkvæmdastjóri

Fundargerð ritaði
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarstjóri Vesturbyggðar

Almenn mál

1. Aðalfundur Vestur-Botn ehf.

1. Setning aðalfundar
Formaður stjórnar Sigurður Viggósson setti fundinn eftir að hafa kannað lögmæti fundarins.

2. Kosning fundastjóra og ritara
Formaður lagði til að Þórdís Sif Sigurðardóttir yrði fundarstjóri og Þórdís Sif Sigurðardóttir ritaði fundargerð. Samþykkt samhljóða.

3. Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár
Formaður fór yfir skýrslu stjórnar fyrir liðið starfsár.

4. Ársreikningar áranna 2021 og 2022
Lagðir voru fram ársreikningar áranna 2021 og 2022. Bæjarstjóri fór yfir helstu liði ársreikninganna.
Ársreikningarnir voru ræddir, síðan borin upp til samþykktar. Ársreikningarnir voru samþykktir samhljóða og áritaðir af stjórn og framkvæmdastjóra.

5. Meðferð hagnaðar eða taps félagsins á árinu
Hagnaði verði ráðstafað til hækkunar á eigin fé.

6. Kosning formanns
Endurkjörinn var formaður Sigurður V. Viggósson.

7. Kosning tveggja meðstjórnenda
Arnheiður Jónsdóttir og Guðrún Eggertsdóttir eru kjörnar sem meðstjórnendur. Aðalfundur þakkar Hirti Sigurðssyni fyrir setu sína í stjórn félagsins.

8. Kosning þriggja varamanna í stjórn
Þórkatla Soffía Ólafsdóttir, Jón Árnason og Ásgeir Sveinsson eru kosin í varastjórn.

9. Breyting á samþykktum félagsins
Lögð er fram tillaga að breytingu á samþykktum félagsins þar sem lagt er til að eftirfarandi verði svohljóðandi:
Grein 1.2.:
"1.2.
Heimili félagsins er að Aðalstræti 75, Patreksfirði."

Grein 3.2., e. liður:
"e. Ákvörðun skal tekin um greiðslur til stjórnarmanna og endurskoðenda/skoðunarmanna fyrir störf þeirra á starfsárinu."

Grein 4.1., 1. málsliður:
"Stjórn félagsins skal skipuð þremur mönnum og þremur til vara."

Grein 4.2., 4. málsliður:
"Framkvæmdastjóra ber að veita stjórn og endurskoðendum/skoðunarmönnum allar upplýsingar um rekstur félagsins sem þeir kunna að óska og veita ber samkvæmt lögum."

Grein 6.1., 2. málsliður:
"Heimilt er að boða hluthafafundi með tölvupósti en þá skal óskað eftir að viðtökustaðfesting sé send til baka til stjórnarinnar."

Tillagan rædd og síðan borin upp til samþykktar. Framangreindar tillögur að breytingum á samþykktum Vestur-Botns ehf. samþykktar samhljóða og framkvæmdastjóra falið að tilkynna breytinguna til fyrirtækjaskrár.

Á aðalfundi Vestur-Botns 2020, sem haldinn var 9. júlí 2020 voru eftirfarandi tillögur að breytingum á samþykktum félagsins samþykktar samhljóða og tilkynntar fyrirtækjaskrá:

"5.1.
Á aðalfundi félagsins skal kjósa einn eða fleiri löggilta endurskoðendur eða skoðunarmenn.
Skulu þeir rannsaka reikninga félagsins fyrir hvert starfsár og leggja niðurstöður sínar fyrir
aðalfund. Endurskoðendur eða skoðunarmenn má ekki kjósa úr hópi stjórnarmanna eða
starfsmanna félagsins.

5.2
Starfsár og reikningsár er almanaksárið. Stjórn félagsins skal hafa lokið gerð ársreikninga og
lagt fyrir endurskoðendur eða skoðunarmenn eigi síðar en einum mánuði fyrir aðalfund skv.
grein 3.2. samþykkta þessara."

Framangreindar breytingarnar eru staðfestar að nýju á aðalfundi 5. september 2023. Framkvæmdastjóra falið að færa breytingarnar inn í samþykktir Vestur-Botns ehf. og tilkynna til fyrirtækjaskrár.

10. Kosning endurskoðanda/skoðunarmanns
Lögð var fram tillaga um að KPMG ehf. sinni áfram endurskoðun fyrir félagið. Samþykkt samhljóða.

11. Ákvörðun um þóknun stjórnarmanna, varamanna og endurskoðanda
Lögð fram tillaga um að þóknun stjórnar fyrir fundarsetur verði óbreytt þannig að hún sé sú sama og þóknun til nefndarsetu í nefndum Vesturbyggðar. Greiðsla til löggiltra endurskoðenda skal vera skv. framlögðum reikningi. Samþykkt samhljóða.

12. Önnur mál
Umræður fóru fram um hugsanlegt samstarf við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða um húsnæði vegna félagsstarfs aldraðra. Ákveðið hefur verið að halda stjórnarfund um málið þegar frekari upplýsingar liggja fyrir.

    Málsnúmer 2304035

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Ráðning framkvæmdastjóra Vestur-Botns

    Lagt er til að Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar, verði ráðinn framkvæmdastjóri Vestur-Botns. Enn fremur er lagt til að Þórdís Sif Sigurðardóttir og Gerður Björk Sveinsdóttir verði með prókúru fyrir félagið.
    Samþykkt samhljóða. Framkvæmdastjóra er falið að afturkalla allar aðrar prókúrur fyrir félagið og tilkynna breytingar til fyrirtækjaskrár.

      Málsnúmer 2304053

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:48