Félagsheimilið Birkimelur
451 Patreksfjörður
Sjá á korti
Félagsheimilið Birkimelur er staðsett við Krossholt á Barðaströnd. Birkimelsskóli var lengi í sama húsnæði en frá árinu 2016 hefur skólabörnum á Barðaströnd verið keyrt í skóla og leikskóla á Patreksfirði.
Um vígslu félagsheimilisins sagði í Morgunblaðinu þann 24. ágúst 1961:
Eftir stuttan akstur frá Haga komum við að nýju og myndarlegu félagsheimili, sem vígt var 12. og 13. ágúst sl. Ber það nafnið Birkimelur og er hin reisulegasta bygging. Hófst vígsla þess laugardaginn 12. ágúst með guðsþjónustu, er sr. Grímur Grímsson, prestur í Sauðlauksdal, flutti. Um kvöldið var síðan vígsluhóf, er 150 manns sátu. Voru þar margar ræður fluttar og sungið undir stjórn frú Guðrúnar Jónsdóttur frá Sauðlauksdal. Sr. Grímur Grímsson stjórnaði þessu samkvæmi, en ræður fluttu Karl Sveinsson, oddviti Barðastrandarhrepps, Hákon Kristófersson, hreppstjóri, Guðrún Kristófersdóttir, formaður kvenfélagsins Neista á Barðaströnd, Ari Kristinsson, sýslumaður, og Kristján Þórðarson, bóndi í Breiðalæk, sem er formaður framkvæmdanefndar og eigendafélags hússins.
Hið nýja félagsheimili er ein hæð, steinsteypt og hin vandaðasta. Er það 238 fermetrar að stærð. Samkomusalur er 60 fermetrar, veitingasalur um 30 fermetrar. Rúmgott leiksvið er í húsinu, eldhús, snyrtiherbergi og búningsherbergi fyrir leikara. Ennfremur er í húsinu rúmgott herbergi fyrir heimilisiðnað og bókasafnsherbergi, sem rúmar um 5000 bindi af bókum.
Sunnudaginn 13. ágúst var haldin barnaguðsþjónusta í félagsheimilinu. Ennfremur fór þá fram knattspyrnukappleikur milli Barðstrendinga og Bílddælinga og sigruðu hinir síðarnefndu. Dansað var bæði kvöldin og var talið, að um 700 manns hafi samtals sótt vígsluhátíðina.
Yfirsmiður við bygginguna var Jóhann Pétursson frá Akureyri. Hafa framkvæmdir staðið yfir síðan 1957. Uppdrætti að húsinu gerði Gísli Halldórsson, arkitekt í Reykjavík. Kostnaður við félagsheimilisbygginguna er nú 1 milljón og 70 þúsund krónur, en áætlað er að heildarkostnaðurinn muni nema 1,4 millj. króna, þegar það er fullgert.
Eigendur félagsheimilisins eru Ungmennafélag Barðstrendinga, Kvenfélagið Neisti, Barðastrandarhreppur og Félagsheimilasjóður. Með hinu nýja félagsheimili á Barðaströnd hafa íbúum sveitarinnar skapazt stórbætt skilyrði til félagslegs samstarfs.
Félagsheimili Patreksfjarðar | ||
Stórdansleikir (skemmtun eða borðhald fyrir dansleik) | skiptið* | 106.740 kr. |
Stærri menningarviðburðir og stærri veislur | skiptið* | 93.084 kr. |
Minni menningarviðburðir, fjölskyldusamkomur og fundir | skiptið* | 36.000 kr. |
Frágangur og uppröðun í sal | skiptið | 54.000 kr. |
Langtímaleiga | sólahringur | 53.370 kr. |
Eldhúsaðstaða | skiptið (hámark 6 klst.) | 15.000 kr. |
Stólar og borð úr félagsheimili | pr. stóll eða borð | 800 kr. |
Kaffi á fundum | samkomulag | 0 |
Fundarsalur | skiptið* | 20.000 kr. |
Aðildarfélög félagsheimilis Patreksfjarðar fá 50% afslátt af leigu. *Helgar: miðað við að húsið sé afhent seinnipart föstudags og skilað í hádegi á sunnudegi. Annars nánara samkomulag við forstöðumann. | ||
Félagsheimili Patreksfjarðar - minni salur/anddyri | ||
Stórdansleikir (skemmtun eða borðhald fyrir dansleik) | skiptið* | 71.160 kr. |
Stærri menningarviðburðir og stærri veislur | skiptið* | 52.000 kr. |
Minni menningarviðburðir, fjölskyldusamkomur og fundir | skiptið* | 20.000 kr. |
Frágangur og uppröðun í sal | skiptið | 31.070 kr. |
Langtímaleiga | sólarhringur | 30.907 kr. |
Eldhúsaðstaða | skiptið (hámark 6.klst.) | 15.000 kr. |
Stólar og borð úr félagsheimili | pr. stóll eða borð | 800 kr. |
Kaffi á fundum | samkomulag | 0 |
Aðildafélög félagsheimilis Patreksfjarðar fá 50% afslátt af leigu. *Helgar: miðað við að húsið sé afhent seinnipart föstudags og skilað í hádegi á sunnudegi. Annars nánara samkomulag við forstöðumann. | ||
Hljóðkerfi FHP | ||
Stóra hljóðkerfið | m. vsk. | 69.112 kr. |
Hljóðkerfi með 4 mónitorum | m. vsk. | 34.619 kr. |
Hljóðkerfi með 2 mónitorum | m. vsk. | 17.368 kr. |
Innifalið í „pökkum“ eru míkrafónar, mixer, snúrur, standur og þess háttar. | ||
Baldurshagi | ||
Stórdansleikir | skiptið* | 88.950 kr. |
Stærri menningarviðburðir og stærri veislur | skiptið* | 77.570 kr. |
Minni menningarviðburðir, fjölskyldusamkomur og fundir | skiptið* | 30.000 kr. |
Langtímaleiga | sólarhringur | 44.475 kr. |
Anddyri | skiptið* | 19.463 kr. |
Eldhúsaðstaða | skiptið | 5.000 kr. |
Stólar og borð úr félagsheimilinu | pr. stóll eða borð | 800 kr. |
Kaffi á fundum | samkomulag | 0 |
Frágangur og uppröðun í sal | skiptið | 45.000 kr. |
Sjálfboðaliðafélög á Bíldudal fá 20% afslátt af leigu. *Helgar: miðað við að húsið sé afhent seinnipart föstudags og skilað í hádegi á sunnudegi. Annars nánara samkomulag við forstöðumann. | ||
Birkimelur | ||
Stórdansleikir | skiptið* | 71.160 kr. |
Stærri menningarviðburðir og stærri veislur | skiptið* | 62.056 kr. |
Minni menningarviðburðir, fjölskyldusamkomur og fundir | skiptið* | 24.000 kr. |
Almennir hópar sólarhringsleiga | á mann | 3.615 kr. |
Skóla- og íþróttahópar sólarhringsleiga | á mann | 1.100 kr. |
Langtímaleiga | á sólarhring | 35.580 kr. |
Eldhúsaðstaða | skiptið | 2.142 kr. |
Stólar og borð úr félagsheimili | pr. stóll eða borð | 800 kr. |
Kaffi á fundum | samkomulag | 0 |
Frágangur og uppröðun í sal | skiptið | 36.000 kr. |
Aðildarfélög félagsheimilisins á Birkimel fá 50% afslátt af leigu. *Helgar: miðað við að húsið sé afhent seinnipart föstudags og skilað í hádegi á sunnudegi. Annars nánar samkomulag við forstöðumann. | ||
Félagsheimili Tálknafjarðar | ||
Stórdansleikir | skiptið* | 88.950 kr. |
Stærri menningarviðburðir og stærri veislur | skiptið* | 77.570 kr. |
Minni menningarviðburðir, fjölskyldusamkomur og fundir | skiptið* | 30.000 kr. |
Langtímaleiga | sólarhringur | 44.475 kr. |
Eldhúsaðstaða | skiptið | 5.000 kr. |
Stólar og borð úr félagsheimili | pr. stóll eða borð | 800 kr. |
Kaffi á fundum | samkomulag | 0 |
Frágangur og uppröðun í sal | skiptið | 45.000 kr. |
Sjálfboðaliðafélög á Tálknafirði fá 20% afslátt af leigu. *Helgar: miðað við að húsið sé afhent seinnipart föstudags og skilað í hádegi á sunnudegi. Annars nánar samkomulag við forstöðumann. | ||
Vindheimar | ||
Fundir | skiptið | 10.450 kr. |
Samkomur | skiptið* | 20.900 kr. |
*Helgar: miðað við að húsið sé afhent seinnipart föstudags og skilað í hádegi á sunnudegi. Annars nánar samkomulag við forstöðumann. |