Hoppa yfir valmynd

Kosn­ingar til heima­stjórna

Kosning til heima­stjórna í Sameinuðu sveit­ar­fé­lagi Tálkna­fjarð­ar­hrepps og Vest­ur­byggðar hefst í ráðhúsi Vest­ur­byggðar föstu­daginn 19. apríl kl. 10:00.


Skrifað: 15. apríl 2024

Auglýsingar

Kosið verður til allra fjögurra heimastjórnanna í hinu nýja sveitarfélagi í ráðhúsi Vesturbyggðar á opnunartíma ráðhússins, mánudaga til fimmtudaga kl. 10.00-12.30 og 13.00-15.00 og föstudaga kl. 10.00-13.00 fram til föstudagsins 03. maí en á kjördag verður kosið í fjórum kjördeildum eins og hefðbundið er.

Íbúar sem verða 16 ára á kjördag og fyrr mega kjósa til heimastjórna en kjörgengir til setu í heimastjórn eru allir íbúar sveitarfélaganna 18 ára og eldri sem eru á kjörskrá þann 27. mars 2024 og með lögheimili á starfssvæði viðkomandi heimastjórnar.

Sjái íbúi sér ekki fært að mæta á kjörstað er hægt að óska eftir því að greiða atkvæði sitt með póstkosningu. Slík beiðni skal berast skrifstofu Vesturbyggðar í tölvupósti eða í sími og skal taka fram hvort kjörgögn eigi að berast til viðkomandi aðila í almennum bréfpósti eða í tölvupósti. Sé kosið í póstkosningu ber íbúi ábyrgð á að koma kjörseðli á kjörstað fyrir lokun kjörstaða, 4. maí.

Kjósendur  geta sent beiðni á netfangið sameining@vesturbyggd.is eða haft samband í síma 450 2300.