Stjórn foreldra­fé­lags

Stjórn foreldra­fé­lagsins skipa sjö foreldrar/forráða­menn. Aldrei skulu fleiri en fjórir ganga úr stjórn í einu. Stjórn­ar­kjör fer fram á aðal­fundi sem haldinn er í maí ár hvert og er boðað til hans samkvæmt lögum félagsins. Fráfar­andi formaður foreldra­fé­lagsins skal boða til fyrsta stjórn­ar­skipta­fundar ekki seinna en tveimur vikum frá aðal­fundi. Á fundinn mæta nýir stjórn­ar­menn sem og þeir sem ganga úr stjórn.

Á stjórn­ar­skipta­fundi afhendir fráfar­andi formaður nýrri stjórn gögn félagsins. Nýkjörin stjórn skiptir með sér verkum á fund­inum og tilkynnir í kjöl­farið skóla­yf­ir­völdum og öðrum samstarfs­að­ilum um þær breyt­ingar sem hafa orðið á stjórn. Full­trúar foreldra í skóla­ráðum eru á vegum foreldra­fé­lagsins og þarf að tryggja tengsl þessara aðila við formann og stjórn foreldra­fé­lagsins.

Stjórn 2023-2024

Formaður: Lilja Sigurð­ar­dóttir

Ritari:

Gjald­keri: