Stjórn foreldrafélags
Stjórn foreldrafélagsins skipa sjö foreldrar/forráðamenn. Aldrei skulu fleiri en fjórir ganga úr stjórn í einu. Stjórnarkjör fer fram á aðalfundi sem haldinn er í maí ár hvert og er boðað til hans samkvæmt lögum félagsins. Fráfarandi formaður foreldrafélagsins skal boða til fyrsta stjórnarskiptafundar ekki seinna en tveimur vikum frá aðalfundi. Á fundinn mæta nýir stjórnarmenn sem og þeir sem ganga úr stjórn.
Á stjórnarskiptafundi afhendir fráfarandi formaður nýrri stjórn gögn félagsins. Nýkjörin stjórn skiptir með sér verkum á fundinum og tilkynnir í kjölfarið skólayfirvöldum og öðrum samstarfsaðilum um þær breytingar sem hafa orðið á stjórn. Fulltrúar foreldra í skólaráðum eru á vegum foreldrafélagsins og þarf að tryggja tengsl þessara aðila við formann og stjórn foreldrafélagsins.
Stjórn 2023-2024
Formaður: Lilja Sigurðardóttir
Ritari:
Gjaldkeri: