Hoppa yfir valmynd

Stoð­þjón­usta

Stoð­þjón­usta er samheiti yfir stuðn­ings­kerfi sem styður við almenna kennslu innan skólans. Stoð­þjón­usta getur falist í ráðgjöf til kennara varð­andi kennslu eða annað er snýr að nemendum. Helstu verk­efni stoð­þjón­ustu snúa þó að nemendum og varða kennslu og stuðning til lengri eða skemmri tíma og/eða mat á stöðu þeirra. Innan stoð­þjón­ust­unnar starfa sérkennari, náms- og starfs­ráð­gjafi, skóla­sál­fræð­ingur, talmeina­fræð­ingur, skóla­hjúkr­un­ar­fræð­ingur og stuðn­ings­full­trúar.