Farsæld í þágu barna

Þann 1. janúar 2022 tóku gildi ný lög um samþættingu þjón­ustu í þágu farsældar barna, svokölluð farsæld­arlög sem varða öll börn og ungmenni á Íslandi frá 0-18 ára aldurs. Megin­markmið laganna er að börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að samþættri þjón­ustu við hæfi án hindrana og draga úr og fækka alvar­legri málum. Í lögunum er kveðið á um stig­skipt­ingu á þjón­ustu; fyrsta, annað og þriðja stig.  


Fyrsta stigið er aðgengi­legt öllum börnum og foreldrum en um er að ræða einstak­lings­bundinn snemm­tækan stuðning. Fyrsta stigið er nýnæmi í lögum og verður mesta kerf­is­breyt­ingin þar.  

Á öðru stigi er mark­vissari einstak­lings­þjón­usta og þriðja stigi er þjón­ustan orðin mun sérhæfðari.  
Samþætt þjón­usta er skipu­lögð og samfelld þjón­usta sem hefur það að mark­miði að stuðla að farsæld barns og er veitt af þeim þjón­ustu­veit­endum sem eru best til þess fallnir að mæta þörfum barns hverju sinni. Til þjón­ustu­veit­enda teljast t.d. leik­skólar, grunn­skólar, félags­mið­stöðvar, fram­halds­skólar, heilsu­gæsla, lögregla, félags­þjón­usta og barna­vernd.