Íþrótta­skóli

Íþrótta­skóli er starf­andi í samfellu við grunn­skóla­hald alla virka daga á Patreks­firði, Bíldudal og Tálkna­firði. Hann er ætlaður börnum í 1.–4. bekk. Auk þeirra boltaí­þrótta sem í boði eru hjá HHF eru aðrar íþróttir kynntar fyrir börn­unum í íþrótta­skól­anum.

 

Íþrótta­skólinn sækir fyrir­mynd sína til HSV en þar hefur íþrótta­skóli verið starf­ræktur frá hausti 2011. Kennsla í skól­anum skiptist í tvennt, annars vegar grunn­þjálf­un­ar­þátt og hins vegar bolta­skóla sem kenndur er í lotum, það er ein grein í einu. Boltaí­þróttir sem aðilda­félög HHF hafa í boði eru í hávegum hafðar auk þess sem að aðrar greinar eru kynntar fyrir börn­unum, sem eru ekki í boði á svæðinu.

Markmið skólans eru eftir­far­andi:

  • Auka fjölda barna sem iðka íþróttir
  • Að fyrstu kynni barna af íþrótta­iðkun séu jákvæð
  • Að börn fái að njóta eins mikillar fjöl­breytni og kostur er
  • Auka gæði þjálf­unar og auka samræm­ingu þjálf­unar á svæðinu
  • Lækka kostnað heimila við íþrótta­iðkun barna
  • Auka grunn­þjálf­un­ar­hluta æfinga sem tengjast almennum hreyfi­þroska
  • Að börn læri frá upphafi skóla­göngu að hreyfing er hluti af daglegu lífi

Gjaldskrá

Haustönn14.862 kr.
Vorönn19.807 kr.
Systkinaafsláttur, barn 225%
Systkinaafsláttur, barn 350%