Hoppa yfir valmynd

Leikskólinn Araklettur

    • Mánudag 07:45 – 16:15
    • Þriðjudag 07:45 – 16:15
    • Miðvikudag 07:45 – 16:15
    • Fimmtudag 07:45 – 16:15
    • Föstudag 07:45 – 16:15
    • Laugardag Lokað
    • Sunnudag Lokað
  • Strandgata 21, Patreksfjörður
    Sjá á korti

Leikskólinn Araklettur er við Strandgötu á Patreksfirði. Hann var byggður 1984 og tók til starfa í september það ár. Áður en leikskólinn var byggður var starfræktur gæsluvöllur á sama stað frá árinu 1965. Nafnið Araklettur hlaut leikskólinn á 10 ára afmæli sínu þegar efnt var til samkeppni um nafn meðal starfsfólks. Nafnið er dregið af  örnefni í grennd skólans. Þrjár deildir starfa á Arakletti; yngsta deildin Klettur, miðdeildin Krókur og elsta deildin Kot.

Námskrá leikskólans byggir á aðalnámskrá leikskóla frá 2011, lögum og reglugerðum fyrir leikskóla og Skólastefnu Vesturbyggðar.

Uppsagnarfrestur og breytingar á vistunartíma
Uppsagnareyðublöð og umsóknareyðublöð vegna breytinga á dvalartíma eru hjá leikskólastjóra og á vefsíðu leikskólans.