Fólk með fötlun

Vest­ur­byggð vinnur að því að fólki með fötlun sé tryggð sambærileg lífs­kjör og jafn­rétti á við aðra þjóð­fé­lags­þegna. Vest­ur­byggð sér um þjón­ustu við fólk með fötlun samkvæmt þjón­ustu­samn­ingi við Byggða­samlag Vest­fjarða um málefni fatlaðs fólk og er þjón­ustan marg­vísleg og hefur ávalt að mark­miðið að fötluðu fólki séu sköpuð skil­yrði til að lifa sem eðli­leg­ustu lífi miðað við getu hvers og eins.

Fatl­aðir eiga rétt á almennri þjón­ustu og aðstoð samkvæmt lögum um félags­þjón­ustu sveit­ar­fé­laga og skal þeim veitt þjón­usta á almennum stofn­unum eftir því sem unnt er og við á. Að öðru leyti fer um málefni þeirra eftir lögum um málefni fatl­aðra.