Fólk með fötlun
Vesturbyggð vinnur að því að fólki með fötlun sé tryggð sambærileg lífskjör og jafnrétti á við aðra þjóðfélagsþegna. Vesturbyggð sér um þjónustu við fólk með fötlun samkvæmt þjónustusamningi við Byggðasamlag Vestfjarða um málefni fatlaðs fólk og er þjónustan margvísleg og hefur ávalt að markmiðið að fötluðu fólki séu sköpuð skilyrði til að lifa sem eðlilegustu lífi miðað við getu hvers og eins.
Fatlaðir eiga rétt á almennri þjónustu og aðstoð samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga og skal þeim veitt þjónusta á almennum stofnunum eftir því sem unnt er og við á. Að öðru leyti fer um málefni þeirra eftir lögum um málefni fatlaðra.