Hoppa yfir valmynd

Atvinnu og menningarráð #8

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 31. maí 2016 og hófst hann kl. 09:00

    Fundargerð ritaði
    • Gerður Björk Sveinsdóttir, Verkefnastjóri

    Kristín Bergþóra Pálsdóttir, María Ragnarsdóttir og Víðir Hólm Guðbjartsson boðuðu forföll.
    Varamenn á fundinum voru Matthías Ágústsson og Ólafur H. Haraldsson varamenn sátu fundinn.

    Almenn erindi

    1. Atvinnumálastefna Vesturbyggðar

    Unnin var Atvinnumálastefna fyrir Vestur Barðastrandasýslu árið 2004 sem var svo endurnýjuð árið 2007. Sú stefna gilti til ársins 2011. Atvinnu- og menningarráð leggur áherslu á það að sett verði í gang vinna við að endurgera atvinnumálastefnuna.

      Málsnúmer 1605068 2

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Kynningarferð á Austfirði

      Fyrirhuguð kynningarferð til Austurlands í haust kynnt fyrir Atvinnu og menningarráði.

        Málsnúmer 1605067

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Samgöngur innan svæðis

        Á íbúaþingi sem haldið var í apríl síðastliðin kom fram skýr krafa um að komið verði á almenningssamgöngum innan svæðis. Nú þegar eru margir aðilar að ferðast á milli staða svo sem fyrirtæki, grunnskólarnir, íþróttafélögin ofl. Atvinnu og menningarráð leggur áherslu á að nauðsynlegt sé að fara í þá vinnu að kortleggja þörfina, kostnaðargreina og skoða hvort forsendur séu fyrir almenningssamgöngum hér á svæðinu og þá mögulega aðkomu fyrirtækja og stofnanna að verkefninu.

          Málsnúmer 1605066 3

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Vinabæjarsamstarf.

          Samstarfsverkefni í listum með tilliti til náttúru og umhverfisverndar sem lagt var fyrir Atvinnu og menningarráð á fundi nefndarinnar 31.mars síðastliðinn og var vísað til Norræna félagsins var tekin fyrir á aðalfundi félagsins sem tók vel í erindið. Tekin hefur verið ákvörðun um að vinna að verkefninu í samstarfi við hlutaðeigandi aðila og mun Gerður Björk Sveinsdóttir sjá um samskipti við listamennina fyrir hönd Vesturbyggðar.

            Málsnúmer 1603084 3

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00