Hoppa yfir valmynd

Atvinnu og menningarráð #11

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 21. nóvember 2016 og hófst hann kl. 17:00

    Fundargerð ritaði
    • Gerður Björk Sveinsdóttir verkefnastjóri

    Almenn erindi

    1. Atvinnu-og nýsköpunarráðuneytið - úthlutun byggðakvóta fiskveiðiárið 2016-2017.

    Vegna úthlutunar á byggðakvóta til Patreksfjarðar, Bíldudals og Brjánslækjar leggur Atvinnu- og menningarráð Vesturbyggðar til að farið verði eftir fyrirmynd að almennum reglum sem gilda um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa í sveitarfélaginu fiskveiðiárið 2016/2017. En þó með þeirri undantekningu að gert verði ráð fyrir að afli verði unninn innan sveitarfélagsins í stað byggðalags þar sem við á.

    Samkvæmt ákvörðun Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis er byggðakvóti á landsvísu skertur um 21%. Samtals byggðakvóti Vesturbyggðar fyrir fiskveiðiárið 2016/2017 er 164 þorskígildistonn sem er skerðing um 73 tonn frá fyrra ári. Atvinnu- og menningarráð Vesturbyggðar mótmælir skerðingunni harðlega og lýsir yfir miklum vonbrigðum með niðurstöðuna.

      Málsnúmer 1611018 3

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Styrkbeiðni vegna verkefnis um Jón úr Vör

      Styrkbeiðni frá Hauki Má Sigurðssyni lögð fram. Atvinnu- og menningarráð telur verkefnið verðugt og leggur til að það fái viðeigandi stuðning. Ráðið tekur því vel í erindið og vísar því áfram til fjárhagsáætlunarvinnu.

        Málsnúmer 1611034

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        4. Jón úr Vör - málþing á Patreksfirði

        Fyrirhugað er að halda málþing á Patreksfirði í janúar 2017 í tilefni 100 ára afmælis Jóns úr Vör. Stofnaður hefur verið verkefnahópur um verkefnið sem samanstendur af fulltrúm frá Vesturbyggð, Sögufélagi Barðastrandasýslu og Rithöfundasamandi Íslands. Af sama tilefni stendur til að vígja hluta af verki sem verið hefur í vinnslu hjá Hauki Má Sigurðssyni þar sem ljóð Jóns úr Vör verða í hávegum höfð.

          Málsnúmer 1611014 2

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          Til kynningar

          3. Strandv.fél.Krókur ályktun aðalfundar 17.09.2016

          Lagt fram til kynningar.

            Málsnúmer 1609048 2

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00