Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #653

Fundur haldinn í fundarsal bæjarstjórnar að Aðalstræti 63, Patreksfirði, 13. september 2012 og hófst hann kl. 08:30

    Fundargerð ritaði
    • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri

    Fundargerðir til staðfestingar

    1. Bæjarráð - 652

    Fundargerð bæjarráðs nr. 652 lögð fram til kynningar.

      Málsnúmer 1208009F 2

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      Almenn erindi

      2. Matís beiðni um afnot af landi við Þúfneyri

      Lilja Magnúsdóttir frá Matís á sunnanverðum Vestfjörðum kom inn á fundinn og kynnti umsókn Matís um beiðni um afnot af landi austan við Þúfneyri fyrir aðstöðu rannsóknarkvía Matís. Bæjarráð samþykkir erindi Matís og felur bæjarstjóra að útfæra frekari staðsetningu innan Þúfneyri í samráði við Matís og byggingarfulltrúa.

        Málsnúmer 1208042 3

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Frumathugun vegna ofanflóða í Litla-Dal á Patreksfirði

        Lagt fram bréf frá Ofanflóðasjóði þar sem ósk um frumathugunum vegna ofanflólða í Litla-Dal á Patreksfirði er samþykkt.

          Málsnúmer 1209019

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Kvenfélagið Sif varðar aðalfund vestfiskra kvenna

          Lagt fram bréf frá Kvenfélaginu Sif þar sem óskað er eftir styrk vegna kvöldverðar á aðalfundi Sambands vestfirskra kvenna.
          Bæjarráð samþykkir 100 þúsund króna styrk til Kvenfélagsins Sifjar vegna aðalfundar Sambands vestfirskra kvenna.

            Málsnúmer 1208057

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Umhverfisráðuneytið varðar urðun í Vatneyrarhlíðum

            Lagt fram bréf frá Umhverfisráðuneyti þar sem ósk Vesturbyggðar um undanþágu frá starfsleyfi til eins árs fyrir til urðunarstaðinn í Vatneyrarhlíðum er hafnað þrátt fyrir að Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða hafi ekki gert athugasemd við ósk Vesturbyggðar um undanþáguna. Vesturbyggð óskaði eftir undanþágu í maí sl frá starfsleyfi til eins árs meðan deiliskipulagsvinna og framhaldsvinna við starfsleyfið væri unnin þar sem ekki hefði verið gert ráð fyrir deiliskipulagsvinnunn í fjárhagsáætlun 2012. Starfsleyfið rennur út í desember 2012 og hefur tæknideild Vesturbyggðar unnið í samráði við Umhverfisstofnun þau gögn sem fylgja eiga umsókn um starfsleyfið. Bæjarráð samþykkir að unnið verði deiliskipulag fyrir urðunarsvæðið í Vatneyrarhlíðum.

              Málsnúmer 1209002 2

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Beiðni um framlag vegna lokaáfanga gerðar nýtingaráætlunar strandsvæða Arnarfjarðar

              Lagt fram erindi frá Fjórðungssambandi Vestfjarða þar sem óskað er eftir 300 þúsund króna framlagi til lokaáfanga gerðar nýtingaráætlunar fyrir Arnarfjörð.
              Erindið samþykkt.

                Málsnúmer 1209018 2

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                7. Nýting vatnsréttinda jarðarinnar Kross í Vesturbyggð

                Lagt fram bréf frá Ólafi H. Magnússyni fh. landeigenda á Krossi á Barðaströnd þar sem óskað er eftir viðræðum um nýjan samning milli landeigenda og sveitarfélagsins til hagnýtingar vatns í landi jarðarinnar Kross.

                Bæjarstjóra falið að afla frekari gagna og leggja fyrir næsta fund.

                  Málsnúmer 1209017

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  8. Stofnun samtaka sjávarútvegssveitarfélaga

                  Lagt fram bréf frá undirbúningshópi um stofnun Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga. Bæjarráð Vesturbyggðar samþykkir að gerast stofnaðili að Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga.

                    Málsnúmer 1209020

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    9. SÍS fjármálaráðstefna 2012

                    Lögð fram til kynningar dagskrá Fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 2012 sem haldin verður 27.-28. september í Hörpu.

                      Málsnúmer 1206052 2

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      10. Samvinna HSP og Vesturbyggðar

                      Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra vegna samvinnu HSP og Vesturbyggðar í öldrunarmálum. Bæjarstjóra falið að óska eftir fundi með forsvarsmönnum HSP.

                        Málsnúmer 1209023

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        11. Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2012/2013

                        Lögð fram auglýsing vegna umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2012-2013. Umsóknarfrestur er til 28. september 2012. Bæjarstjóra falið að sækja um byggðakvóta fyrir sveitarfélagið Vesturbyggð.

                          Málsnúmer 1209025

                          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                          Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:30