Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #695

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 16. desember 2013 og hófst hann kl. 09:00

    Fundargerð ritaði
    • Þórir Sveinsson skrifstofustjóri

    Til kynningar

    1. NAVE fundargerð stjórnar nr. 87

    Lögð fram fundargerð 87. fundar stjórnar NAVE frá 28. nóvember sl.
    Lagt fram til kynningar.

      Málsnúmer 1312036

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Velferðarráðuneyrið skýrsla um þjónustu við fatlað fólk

      Lagður fram tölvupóstur frá velferðarráðuneytinu þar sem tilkynnt er að gefin hafi verið út skýrsla með tölfræðilegri samantekt um þjónustu við fatlað fólk árið 2011.
      Lagt fram til kynningar.

        Málsnúmer 1312033

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Velferðarnefnd beiðni um umsögn vísindarannsóknir mál 159.

        Lagður fram tölvupóstur dags. 19. nóvember sl. frá velferðarnefnd Alþingis með beiðni um umsögn um frumvarp til laga um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði (heildarlög), 159 mál.
        Lagt fram til kynningar.

          Málsnúmer 1312013

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Velferðarnefnd beiðni um umsögn um lífsýnasöfn mál 160

          Lagður fram tölvupóstur dags. 19. nóvember sl. frá velferðarnefnd Alþingis með beiðni um umsögn um frumvarp til laga um lífsýnasöfn (söfn heilbrigðisupplýsinga og leitargrunnar), 160. mál.
          Lagt fram til kynningar.

            Málsnúmer 1312012

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Velferðarnefnd beiðni um umsögn húsaleigubætur námsmanna mál 147.

            Lagður fram tölvupóstur dags. 6. desember sl. frá velferðarnefnd Alþingis með beiðni um umsögn um frumvarp til laga um húsaleigubætur (námsmenn), 147. mál.
            Lagt fram til kynningar.

              Málsnúmer 1312043

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Umhverfis-og samgöngunefnd beiðni um umsögn meðhöndlun úrgangs mál 215.

              Lagður fram tölvupóstur dags. 9. desember sl. frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis með beiðni um umsögn um frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs (verndun umhverfis og heilsu, EES-reglur), 215. mál.
              Lagt fram til kynningar.

                Málsnúmer 1312048

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                7. Umhverfis og samgöngunefnd plastpokanotkun beiðni um umsögn mál.102

                Lagður fram tölvupóstur dags. 6. desember sl. frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis með beiðni um umsögn um þingsályktun um könnun á hagkvæmni þess að draga úr plastpokanotkun, 102. mál.
                Lagt fram til kynningar.

                  Málsnúmer 1312038

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  8. Umhverfis og samgöngunefnd beiðni um umsögn frumvarp um náttúruvermd mál nr.167

                  Lagður fram tölvupóstur dags. 25. nóvember sl. frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis með beiðni um umsögn um frumvarp til laga um náttúruvernd (brottfall laganna), 167. mál.
                  Lagt fram til kynningar.

                    Málsnúmer 1312011

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    9. Allsherjar-og menntamálanefnd beiðni um umsögn seinkun klukku mál 197.

                    Lagður fram tölvupóstur dags. 6. desember sl. frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis með beiðni um umsögn um þingsályktun um seinkun klukkunnar og bjartari morgna, 197. mál.
                    Lagt fram til kynningar.

                      Málsnúmer 1312045

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      10. SÍS ályktun sveitarstjórnarvettfangs EFTA

                      Lagt fram bréf dags. 5. desember sl. frá Sambandi ísl. sveitarfélaga með ályktunum Sveitarstjórnarvettvangs EFTA um endurskoðun evrópskra reglna um úrgangsmál og tilskipunar um endurnýtingu opinberra upplýsinga.
                      Lagt fram til kynningar.

                        Málsnúmer 1312053

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        11. SÍS fundargerð stjórnar nr.810

                        Lagt fram tölvubréf dags. 27. nóvember sl. varðandi fundargerð 810. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga sem haldinn var 22. nóvember sl.
                        Lagt fram til kynningar.

                          Málsnúmer 1312015

                          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                          13. NAVE fundargerð stjórnar nr.86

                          Lögð fram fundargerð 86. fundar stjórnar NAVE frá 25. nóvember sl.
                          Lagt fram til kynningar.

                            Málsnúmer 1312035

                            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                            14. NAVE fundargerð stjórnar nr. 85

                            Lögð fram fundargerð 85. fundar stjórnar NAVE frá 31. október sl.
                            Lagt fram til kynningar.

                              Málsnúmer 1312034

                              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                              15. KPMG endurskoðun hjá Vesturbyggð uppfært hlutverk með hliðsjón af breyttum lögum.

                              Lagt fram bréf dags. 29. nóvember sl. frá KPMG, löggildum endurskoðendum sveitarfélagsins, varðandi vinnu við endurskoðun hjá Vesturbyggð.
                              Lagt fram til kynningar.

                                Málsnúmer 1312061

                                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                16. AndraútgerðByggðakvóti2014

                                Lagt fram bréf dags. 4. desember sl. frá Andraútgerðinni ehf, Bíldudal með ábendingum um byggðakvóta 2014.
                                Bæjarráð felur skrifstofustjóra að afla frekari upplýsinga og frestar erindinu til næsta fundar.

                                  Málsnúmer 1312066 2

                                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                  Fundargerðir til kynningar

                                  12. Bæjarráð - 694

                                  Lögð fram funduargerð 694. fundar bæjarráðs frá 5. desember sl.
                                  Lagt fram til kynningar.

                                    Málsnúmer 1312001F 2

                                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                    Almenn erindi

                                    17. Sýslumaðurinn Pf. beiðni um niðurfellingu gjalda

                                    Lagt fram bréf dags. 6. desember sl. og 11. desember sl. frá Sýslumanninum á Patreksfirði með ósk um heimild til afskriftar á óinnheimatanlegum þing- og sveitarsjóðsgjöldum.
                                    Bæjarráð samþykkir erindið. Fært í trúnaðarbók.

                                      Málsnúmer 1312060

                                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                      18. Sýslumaðurinn beiðni um umsögn rekstrarleyfi fyrir Stiklusteina ehf

                                      Lagt fram bréf dags. 6. desember sl. frá Sýslumanninum á Patreksfirði með ósk um umsókn um rekstrarleyfi fyrir fyrirtækið Stiklusteina ehf.
                                      Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við umsókn um rekstrarleyfi Stiklusteina ehf um gistiheimili í flokki III.

                                        Málsnúmer 1312032

                                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                        19. Staðir 2014

                                        Tekið fyrir erindi sem lagt var fram á 693. fundi bæjarráðs 26. nóv.sl. vegna myndlistartvíæringsins STAÐIR.
                                        Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að vera í sambandi við bréfritara um mögulega aðkomu Vesturbyggðar að myndlistartvíæringnum STAÐIR fyrir sumarið 2014.

                                          Málsnúmer 1311091 3

                                          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                          20. Bæjarmálasamþykkt Vesturbyggðar

                                          Lagt fram drög að Samþykkt um stjórn Vesturbyggðar, byggt á fyrirmynd Sambands ísl. sveitarfélaga um bæjarmálasamþykktir.
                                          Bæjarráð vísar Samþykkt um stjórn Vesturbyggðar til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

                                            Málsnúmer 1312062 4

                                            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                            21. Fjárhagsáætlun 2014.

                                            Lagðar fram tillögur S-lista Samstöðu um breytingar að frumvarpi fjárhagsáætlunar 2014 við seinni umræðu.

                                            Tillaga S-lista í 1.tölul.: "1. Lagt er til fækkun bæjarfulltrúa úr sjö í fimm. 2. Bæjarráð verði lagt niður og verkefni þess færist á fimm manna bæjarstjórn sem fundi tvisvar sinnum í mánuði."
                                            Bæjarráð felur skrifstofustjóra að fá álit lögmanna Sambands ísl. sveitarfélaga á tillögunni.

                                            Lögð fram svör við 2.tölul. varðandi launakostnað í Vinnuskóla: "Undir liðnum fundargerð bæjarráðs nr. 694 liður 3 í fjárhagsáætlun 2013, viðaukar. Að liðurinn viðbótarfjármagn í Vinnuskóla deild 06027 verði lækkaður sem nemur xx kr. og færist á Minjasafnið á Hnjóti deild 05032 og yy kr. færist undir ferðamál deild 13061 og þeir liður verði hækkaðir til samræmis." Lækkun launakostnaðar nemur 4,2 millj.kr.

                                            3. tölul. varðandi kostnað vegna SEED hópa sumarið 2013:"Tekið verði saman kostnaður við Seeds hópa í Vesturbyggð sumarið 2013" Kostnaður nemur 1,6 millj.kr.

                                            Bæjarráð vísar tillögunni í 1 tölul. til seinni umræðu við gerð fjárhagsáætlunar 2014.

                                            Elsa Reimarsdóttir, félagsmálastjóri og frístundafulltrúi kom inná fundinn til að ræða tillögu um tímabundna ráðningu verkefnastjóra í átaksverkefni um íþrótta- og æskulýðsmál í sveitarfélaginu í samvinnu við Táknafjarðarhrepp.
                                            Bæjarráð felur frístundafulltrúa og bæjarstjóra að útfæra verkefnið með fyrirvara um samþykkt bæjarstjórnar í fjárhagsáætlun 2014.

                                              Málsnúmer 1308059 14

                                              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                              Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00