Hoppa yfir valmynd

Bæjarmálasamþykkt Vesturbyggðar

Málsnúmer 1312062

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

20. desember 2013 – Bæjarstjórn

Lagt fram drög að Samþykkt um stjórn Vesturbyggðar.
Til máls tóku: Forseti, AJ og GE.
Bæjarstjórn vísar drögum að Samþykkt um stjórn Vesturbyggðar til vinnufundar bæjarstjórnar, sem haldinn verður fyrir næsta reglulega fund bæjarstjórnar.




16. desember 2013 – Bæjarráð

Lagt fram drög að Samþykkt um stjórn Vesturbyggðar, byggt á fyrirmynd Sambands ísl. sveitarfélaga um bæjarmálasamþykktir.
Bæjarráð vísar Samþykkt um stjórn Vesturbyggðar til fyrri umræðu í bæjarstjórn.




8. apríl 2014 – Landbúnaðarnefnd

Lögð fram til kynningar ný bæjarmálasamþykkt Vesturbyggðar.




19. febrúar 2014 – Bæjarstjórn

Lagt fram drög að ”Samþykkt um stjórn Vesturbyggðar“.
Til máls tóku: Forseti, GE og ÁS.
Bæjarmálafélagið Samstaða lagði fram tillögu við síðari umræðu fjárhagsáætlunar 2014 er varðar breytingu á 1. gr. Samþykktar um stjórn og fundarsköp Vesturbyggðar:
”1. Lagt er til fækkun bæjarfulltrúa úr sjö í fimm.
2. Bæjarráð verði lagt niður og verkefni þess færist á fimm manna bæjarstjórn sem
fundi tvisvar sinnum í mánuði.“
Bókun Samstöðu: ”Tillagan er í samræmi við heimild í 11. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 þar sem segir til um 5-7 fulltrúa í sveitarstjórn í sveitarfélögum með íbúafjölda undir 2.000 manns.“
Tillagan felld með 4:3.

Bókun D-lista: ”Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Vesturbyggðar telja að tillagan gangi þvert á anda nýrra sveitarstjórnarlaga þar sem hvatt er til aukins lýðræðis í sveitarfélögum. Við teljum fækkun fulltrúa ekki vera skref í lýðræðisátt enda eru sveitarfélög með fleiri íbúa en 800 almennt með 7 fulltrúa í sveitarstjórn og þau sveitarfélög sem íhugað hafa að fara leið fækkunar fulltrúa hafa hætt við þær breytingar. Þá hefur stefnan verið sú að eftir sameiningu sveitarfélaga hefur gjarnan verið horft til þess að hafa heldur fleiri fulltrúa en færri í sveitarstjórn. Með því móti gefst fámennari hlutum sveitarfélags frekar færi á því að eiga fulltrúa í sveitarstjórn. Vesturbyggð er dreift sveitarfélag og fækkun bæjarfulltrúa mun leiða til þess að færri munu eiga sér talsmenn í sveitarstjórn og að umtalsverður lýðræðishalli getur átt sér stað. Þá er hægt að leiða líkum að því að umtalsverður kostnaðarauki verði við þessar breytingar vegna fjölgunar funda og fulltrúa sem þá sitja.“

Samstaða lagði fram andsvar við bókun D-lista: ”Samstaða hafnar rökum meirihlutans um aukinn lýðræðishalla við framkomna tillögu og um aukinn kostnað með fækkun fulltrúa úr 7 í 5 og fækkun funda úr 4 í 2, þau standast ekki skoðun.
En jafnframt lýsum við ánægju með nýjar samþykktir sem unnar voru í sátt og samvinnu.“

Bæjarstjórn samþykkir ”Samþykkt um stjórn Vesturbyggðar“ og felur bæjarstjóra að senda samþykktirnar til innanríkisráðuneytisins til staðfestingar. 47. gr. samþykktarinnar um ”Fastanefndir, aðrar nefndir, stjórnir og ráð sem sveitarfélagið á aðild að.“ taki þó ekki gildi fyrr en þegar ný sveitarstjórn tekur við af núverandi sveitarstjórn að loknum sveitarstjórnarkosningum í maí nk.