Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #716

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 22. október 2014 og hófst hann kl. 08:30

    Fundargerð ritaði
    • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri

    Almenn erindi

    1. Byggðakvóti 2014-2015

    Lagt fram bréf dags. 20. okt. sl. frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu varðandi umsókn um byggðakvóta fiskveiðiársins 2014/2015.
    Bæjarráð Vesturbyggðar samþykkir samhljóða að við úthlutun byggðakvóta í Vesturbyggð (Patreksfjörður, Bíldudalur og Brjánslækjarhöfn) þá verði farið eftir reglugerð atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins frá 4. júlí 2014 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2014-2015 með eftirfarandi breytingum:

    - Brjánslækjarhöfn:
    Ásgeir Sveinsson tók ekki þátt í afgreiðslu málsins undir þessum málslið dagskrár og vék af fundi.
    1. Í 6. gr., 1. mgr. (1. lína), breytist orðalagið úr “innan hlutaðeigandi byggðarlags” í “innan hlutaðeigandi sveitarfélags". Breyting er gerð vegna þess að engin vinnsla er starfandi í “byggðarlaginu”.

    - Patrekshöfn
    Magnús Jónsson og Ásthildur Sturludóttir tóku ekki þátt í afgreiðslu málsins undir þessum málslið dagskrár og viku af fundi.
    Bæjarráð gerir engar breytingar á reglugerðinni.

    - Bíldudalshöfn
    1. Í 1. gr. b-liður, breytist orðalagið úr ”eru skráð í viðkomandi byggðarlagi 1. júlí 2014”, verði “1. okt. 2014”.
    2. Í 1. gr. c-liður, breytist orðalagið úr, “eru í eigu eða leigu einstaklinga eða lögaðila með heimilisfang í viðkomandi byggðarlagi 1. júlí 2014”, verði “1. okt. 2014”. Miðað skal við lögheimili einstaklinga samkvæmt þjóðskrá og heimilisfang lögaðila samkvæmt fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra.
    3. Í 4. gr. 1. mgr., breytist orðalagið úr ”á tímabilinu 1. september 2013 til 31. ágúst 2014" í ”á tímabilinu 1. september 2014 til 31. september 2014“.
    4. Í 6. gr., 1. mgr. (1. lína), breytist orðalagið úr “innan hlutaðeigandi byggðarlaga” í “innan hlutaðeigandi sveitarfélags". Breyting er gerð vegna þess að engin vinnsla er í byggðarlaginu en til stendur að sett verði á stofn vinnsla á Bíldudal en ekki liggur fyrir hvenær framkvæmdum við breytingar á húsnæði verði lokið.

    Að öðru leyti er vísað í reglugerð nr. 652/2014.“

      Málsnúmer 1410042 4

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Gjaldskrár 2015

      Lögð fram drög að gjaldskrá bæjarsjóðs og stofnana hans fyrir fjárhagsárið 2015. Arnheiður Jónsdóttir, félagsmálafulltrúi sat fundinn undir þessum lið. Elfar Steinn Karlsson, forstm. tæknideildar sat fundinn undir þessum lið.
      Bæjarráð vísar drögunum að gjaldskrá 2015 til næsta fundar.

        Málsnúmer 1410101 8

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Fjárhagsáætlun 2015

        Lögð fram vinnuskjöl um sérgreind verkefni/beiðnir forstöðumanna/deildarstjóra vegna fjárhagsáætlunar 2015 ásamt stöðuyfirliti frumvarps, þ.e. rekstrarreikningi, rekstraryfirliti og efnahag. Elfar Steinn Karlsson, forstm. tæknideildar sat fundinn undir þessum lið.
        Lagt fram til kynningar.

          Málsnúmer 1408037 12

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00