Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #742

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 21. september 2015 og hófst hann kl. 09:00

    Fundargerð ritaði
    • Þórir Sveinsson skrifstofustjóri

    Almenn erindi

    1. Atvinnuvegaráðuneytið efni: Byggðakvóti 2015-2016

    Lagt fram bréf dags. 2. sept. sl. frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu þar sem auglýstar eru umsóknir um byggðakvóta fiskveiðiársins 2015-2016.
    Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja um byggðakvóta.

      Málsnúmer 1509018 2

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. EBE styrkumsókn vegna bókar um gömguleiðir í Barðastrandarhreppi

      Lagt fram bréf dags. 14. sept. sl. frá Elvu Björgu Einarsdóttir með beiðni um styrk til bókargerðar um gönguleiðir í fyrrum Barðastrandahreppi.
      Bæjarráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar 2016.

        Málsnúmer 1509048 3

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Viðauki við fjárhagsáætlun-kaup á skiptitjaldi fyrir Bröttuhlíð

        Lagt fram tölvubréf ásamt fylgiskjali dags. 8. sept. sl. frá forstöðumanni íþróttamiðstöðvarinnar Bröttuhlíðar vegna kaupa á skiptitjaldi í íþróttasal miðstöðvarinnar.
        Bæjarráð samþykkir viðauka að upphæð 2,8 millj.kr. og heimilar lántöku til að mæta viðbótarframlaginu.

          Málsnúmer 1509033

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Fjárhagsáætlun 2015 - viðaukar.

          Lagður fram viðauki við fjárhagsáætlun 2015, viðauki 4, vegna viðbótarframlags til kaupa leiktækja á útileikvöll á Patreksfirði, sbr. 7.tölul. 735 fundar bæjarráðs frá 9. júní sl., og kaupa á og reksturs bifreiðar til aksturs fatlaðra og aldraða, sbr. 2. tölul. 741. fundar bæjarráðs frá 8. september sl., alls að fjárhæð 8,9 millj.kr.
          Bæjarráð samþykkir viðaukann og heimilar lántöku til að mæta viðbótarframlaginu.

            Málsnúmer 1506004 5

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Rekstur og fjárhagsstaða 2015.

            Lagt fram yfirlit rekstrar fyrir janúar-ágúst 2015 ásamt útkomuspá ársins 2015.

              Málsnúmer 1504051 8

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              9. Atvinnulíf í Vesturbyggð

              Mættur til viðræðna við bæjarráð Sigurður Viggósson framkv.stj. Odda um málefni fiskvinnslu og útgerðar í sveitarfélaginu.

                Málsnúmer 1509063

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                10. Málefni Skrímslaseturs

                Mættur til fundar (í síma) við bæjarráð Valdimar Gunnarsson, forsvarsmaður Skrímslasetursins á Bíldudal. Rætt um málefni Skrímslasetursins, starfsemi í húsnæðinu og nýtingu þess og framtíð setursins.

                  Málsnúmer 1509062

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  Til kynningar

                  6. Boð á Umhverfisþing 9.okt.2015

                  Lagt fram bréf dags. 1. sept. sl. frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu með boð á IX. Umhverfisþing 9. október nk.
                  Lagt fram til kynningar.

                    Málsnúmer 1509047

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    7. Forsætisráðuneytið lög um verndarsvæði í byggð-innleiðing

                    Lagt fram bréf dags. 3. sept. sl. frá forsætisráðuneytinu varðandi fundi með fulltrúum sveitarfélaga um innleiðingu laga um verndarsvæði í byggð.
                    Lagt fram til kynningar.

                      Málsnúmer 1509016

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      8. SÍS fundargerð stjórnar nr.830

                      Lögð fram fundargerð 830. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 11. sept. sl.
                      Lagt fram til kynningar.

                        Málsnúmer 1509049

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00