Hoppa yfir valmynd

Fjárhagsáætlun 2015 - viðaukar.

Málsnúmer 1506004

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

29. desember 2015 – Bæjarráð

Lagður fram viðauki við fjárhagsáætlun nr. 6, fyrir árið 2015.
Hækkun skatttekna 34.690 kr.
Hækkun framlags úr Jöfnunarsjóði 7.826 kr.
Lækkun framlags til Fasteigna Vesturbyggðar -2.000 kr.

Hækkun launa og launakostnaður 63.352 kr
Lækkun verðbóta á löng lán -20.835 kr.
Lækkun framlags til Fasteigna Vesturb. -2.000 kr

Nettóáhrif samtals kr. 0.

Bæjarráð Vesturbyggðar samþykkir viðaukann og felur skrifstofustjóra að senda viðaukann til Innanríkisráðuneytisins.




21. september 2015 – Bæjarráð

Lagður fram viðauki við fjárhagsáætlun 2015, viðauki 4, vegna viðbótarframlags til kaupa leiktækja á útileikvöll á Patreksfirði, sbr. 7.tölul. 735 fundar bæjarráðs frá 9. júní sl., og kaupa á og reksturs bifreiðar til aksturs fatlaðra og aldraða, sbr. 2. tölul. 741. fundar bæjarráðs frá 8. september sl., alls að fjárhæð 8,9 millj.kr.
Bæjarráð samþykkir viðaukann og heimilar lántöku til að mæta viðbótarframlaginu.




6. ágúst 2015 – Bæjarráð

Lagður fram viðauki við fjárhagsáætlun 2015, viðauki 3, vegna 13,0 millj.kr. viðbótarframlags til snjómokstur vegna slæms tíðarfars liðins vetrar.
Bæjarráð samþykkir viðaukann og heimilar lántöku til að mæta viðbótarframlaginu.




21. júlí 2015 – Bæjarráð

Lagður fram viðauki við fjárhagsáætlun 2015, viðauki 2, vegna 8,5 millj.kr. viðbótarframlags til reksturs Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks.
Bæjarráð samþykkir viðaukann og heimilar lántöku til að mæta viðbótarframlaginu.




9. júní 2015 – Bæjarráð

Lagður fram kaupsamningur og afsal dags. 26. maí sl. fyrir fasteigninni Aðalstræti 75, Patreksfirði ásamt viðauka við fjárhagsáætlun 2015 þar sem gert er ráð fyrir lántöku til að fjármagna kaupin á eigninni.
Bæjarráð samþykkir kaupin á Aðalstræti 75 og viðaukann við fjárhagsáætlun 2015.