Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #746

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 20. október 2015 og hófst hann kl. 09:00

Fundargerð ritaði
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri

Til kynningar

1. Brunabót - Ágóðagreiðsla 2015

Lagt fram bréf dags. 6. október sl. frá Brunabót þar sem tilkynnt er um ágóðahlutagreiðslu 2015 til Vesturbyggðar að upphæð 725.500 kr.
Lagt fram til kynningar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Almenn erindi

2. Samgöngustofa - ástand gróðurs og umferðaröryggi

Lagt fram dreifibréf til sveitarfélaga dags. 28. september sl. frá Samgöngustofu þar sem því er beint til sveitarfélaga að hugað verði að gróðri í umhverfinu m.t.t. umferðaröryggis íbúa.
Bæjarráð vísar erindinu til tæknideildar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Slysavarnadeildin Unnur Patreksfirði - Slysavarnaganga 2015

Lagt fram bréf dags. 2. október sl. frá Slysavarnardeildinni Unni, Patreksfirði ásamt skýrslunni "Slysavarnaganga 2015".
Bæjarráð þakkar Svd. Unni frábært framtak en í skýrslunni er bent á ýmsar mögulegar slysagildur við fasteignir og mannvirki á Patreksfirði.
Bæjarráð vísar erindinu til tæknideildar.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Strandvf. Krókur - þakkarbréf

Lagt fram bréf ódags. frá strandveiðifélaginu Króki þar sem sveitarfélaginu eru færðar þakkir fyrir stórbætta bryggjuaðstöðu fyrir smábáta á Patreksfirði og Bíldudal.
Lagt fram til kynningar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Mast - Umsögn um aukna framleiðslu Arnarlax hf á laxi í sjókvíum í Arnafirði

Lagt fram bréf dags. 29. september sl. frá MAST þar sem óskað er umsagnar vegna umsóknar Arnarlax hf um rekstrarleyfi til aukinnar framleiðslu á laxi allt að 7.000 tonnum í sjókvíum í Arnarfirði þannig að heildarframleiðslan verði 10.000 tonn.
Friðbjörg Matthíasdóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
Sveitarfélagið Vesturbyggð gerir ekki athugasemd við veitingu viðbótarrekstrarleyfis til Arnarlax hf. Bæjarráð Vesturbyggðar bendir á mikilvægi þess að opinberar eftirlitsstofnanir sinni hlutverki sínu af alúð í þágu umhverfis og lífríkis sjávar m.a. með því að hafa fasta starfsstöð á sunnanverðum Vestfjörðum þar sem á landssvæðinu er eitt umfangsmesta sjókvíaeldi í landinu.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Stígamót - fjárbeiðni fyrir árið 2016

Lagt fram bréf dags. 7. október sl. frá Stígamótum með fjárbeiðni vegna starfsemi félagsins á árinu 2016.
Bæjarráð sér sér því miður ekki fært á að styrkja félagið að öðrum hætti en það sem Vesturbyggð gerir nú þegar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Íbúðalánasjóður - Fasteignir til sölu í Vesturbyggð

Lagt fram bréf dags. 8. október sl. frá Íbúðalánasjóði þar sem sveitarfélaginu eru boðnar til kaups fjórar eignir sjóðsins í Vesturbyggð.
Bæjarráð sér sér því miður ekki fært á að kaupa umræddar eignir af Íbúðalánasjóði enda 26 félagslegar íbúðir í eigu sveitarfélagsins. Bæjarráð bendir á að sveitarfélagið bauð Íbúðalánasjóði að taka þátt í niðurrifi fasteignarinnar Urðargötu 20, Patreksfirði, sem lánasjóðurinn býður nú til sölu, en eignin er nær ónýt og óíbúðarhæf með öllu. Íbúðalánasjóður hafnaði erindinu en bauð eignina til sölu á 1 millj.kr.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Íbúar á Björgum á Patreksfirði - áskorun um uppsetningu hraðahindrana.

Lagður fram undirskriftarlisti 20 íbúa við á "Björgunum", Aðalstræti 112-130 Patreksfirði, með áskorun um að Vesturbyggð setji upp hraðahindranir í götunni.
Bæjarráð þakkar íbúum á "Björgunum" Patreksfirði fyrir framtakið og vísar erindinu til tæknideildar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


9. Fermingarbúðir Vatnaskógi - umsókn um styrk.

Lagður fram tölvupóstur dags. 12. október sl. frá sr. Leifi Ragnari Jónssyni með ósk um styrk vegna ferðar fermingarbarna úr Vesturbyggð í fermingarbúðir í Vatnaskógi dagana 4.-7. okt. sl.
Bæjarráð samþykkir styrkbeiðni að upphæð 55.000 kr.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


10. Leikfélagið Baldur - styrkbeiðni, Dýrin í Hálsaskógi

Lagt fram bréf dags. 5. október sl. frá Leikfélaginu Baldri, Bíldudal með beiðni um styrk vegna sýninga félagsins á leikritinu "Dýrin í Hálsaskógi".
Bæjarráð samþykkir styrkbeiðni með niðurfellingu húsaleigu og fjárframlagi að upphæð 50.000 kr.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


11. Fjárhagsáætlun 2016

Mættur til viðræðna við bæjarráð forstöðumaður tæknideildar, Elfar St. Karlsson til að ræða beiðnir um sérgreind verkefni vegna fjárhagsáætlunar 2016.

Málsnúmer13

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


12. Fundargerð stjórnar FV 8. október

Lagðir fram tölvupóstar dags. 13. október sl. með bókun stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga vegna tillagna um niðurskurð fjárveitinga í samgönguáætlun 2015-2018, og fundargerð stjórnarfundar Fjórðungssambands Vestfirðinga frá 8. október sl. Aukaþing FV verður haldið 4. nóvember nk. á Hólmavík þar sem fjallað verður m.a. um málefni Byggðasamlags um málefni fatlaðs fólks á Vestfjörðum. Allir bæjarfulltrúar auk framkvæmdastjóra eiga rétt á setu á þinginu.
Lagt fram til kynningar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00