Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #751

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 10. nóvember 2015 og hófst hann kl. 13:30

    Fundargerð ritaði
    • Þórir Sveinsson skrifstofustjóri

    Almenn erindi

    1. Landgræðsla ríkisins beiðni um styrk "Bændur græða landið" 2015

    Lagt fram bréf dags. 2. nóvember sl. frá Landgræðslu ríkisins með beiðni um styrk vegna samstarfsverkefnisins "Bændur græða landið" á árinu 2015.
    Bæjarráð samþykkir erindið.

      Málsnúmer 1511012

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Snorraverkefnið 2016 styrkbeiðni

      Lagt fram bréf dags. 30. október sl. frá Ástu S. Kristjánsdóttur f.h. stjórnar Snorraverkefnisins með beiðni um stuðning við Snorraverkefnið 2016.
      Bæjarráð sér sér ekki færð að styrkja verkefni að þessu sinni.

        Málsnúmer 1511013

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Umsókn um byggðakvóta fiskveiðiársins 2015/2016

        Lagt fram bréf dags. 20. október 2015 frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu varðandi umsókn um byggðakvóta fiskveiðiársins 2015/2016.
        Bæjarráð Vesturbyggðar samþykkir samhljóða að við úthlutun byggðakvóta í Vesturbyggð (Patreksfjörður og Brjánslækjarhöfn) þá verði farið eftir reglugerð atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins nr. 605/2015 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2015-2016 með eftirfarandi breytingum:
        - Brjánslækjarhöfn:
        1. Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður:
        Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipt hlutfallslega, af því aflamarki sem fallið hefur til viðkomandi byggðarlags, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorsk­ígildisstuðla, í þorsk­ígildum talið, innan sveitarfélagsins á tímabilinu 1. september 2014 til 31. ágúst 2015.
        2. Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður:
        Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu frá 1. september 2015 til 31. ágúst 2016.
        - Patrekshöfn
        Magnús Jónsson og Ásthildur Sturludóttir tóku ekki þátt í afgreiðslu málsins undir þessum málslið dagskrár og viku af fundi.
        Bæjarráð gerir engar breytingar á reglugerðinni, nr. 605/2015.
        - Bíldudalshöfn
        Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja um frest til ráðuneytisins til 1. desember nk. um sérreglur varðandi úthlutun byggðakvóta á Bíldudal.

          Málsnúmer 1510082 6

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Fjárhagsáætlun 2016

          Rætt um vinnuna við gerð fjárhagsáæltunar 2016.
          Fyrri umræða um fjárhagsáætlun 2016 verður miðvikudaginn 25. nóvember nk. og seinni umræða miðvikudaginn 9. desember nk.

            Málsnúmer 1507059 13

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            Til kynningar

            5. Nave - Þáttur ríkisfjárlaga í Náttúrustofu Vestfjarða

            Lagt fram bréf ásamt fylgiskjölum dags. 12. otkóber sl. frá Náttúrustofu Vestfjarða með upplýsingum um þátt ríkisfjárlaga í NAVE.
            Lagt fram til kynningar.

              Málsnúmer 1510052

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. NAVE eigendafundur aðildarfélaga 04.11.15

              Lögð fram fundargerði eigendafundar Náttúrustofu Vestfjarða (NAVE) haldinn á Hólmavík 4. nóvember sl.
              Lagt fram til kynningar.

                Málsnúmer 1511017

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                7. NAVE fundargerð stjórnar nr.96

                Lögð fram fundargerð 96. fundar stjórnar NAVE frá 19. ágúst sl.
                Lagt fram til kynningar.

                  Málsnúmer 1511014

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  8. NAVE fundargerð stjórnar nr.97

                  Lögð fram fundargerð 97. fundar stjórnar NAVE frá 24. september sl.
                  Lagt fram til kynningar.

                    Málsnúmer 1511015

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    9. NAVE fundargerð stjórnar nr.98

                    Lögð fram fundargerð 98. fundar stjórnar NAVE frá 3. nóvember sl.
                    Lagt fram til kynningar.

                      Málsnúmer 1511016

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      10. Breiðafjarðarnefnd fundargerð stjórnar nr.147

                      Lögð fram fundargerð 147. fundar stjórnar Breiðafjarðarnefndar frá 27. ágúst sl.
                      Lagt fram til kynningar.

                        Málsnúmer 1511002

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00