Hoppa yfir valmynd

Umsókn um byggðakvóta fiskveiðiársins 2015/2016

Málsnúmer 1510082

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

8. desember 2015 – Bæjarráð

Lögð fram bréf dags. 20.október sl. frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu og svarbréf Vesturbyggðar dags. 10. nóvember sl. varðandi umsókn um byggðakvóta fiskveiðiársins 2015-2016.
Bæjarráð leggur til eftirfarandi breytingar á sérreglum fyrir úthlutun byggðakvóta á Bíldudal.

1 gr. b. liður:

b) Eru skráð í viðkomandi byggðarlagi 1.des. 2015.

4. gr.

Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipt hlutfallslega af því aflamarki sem fallið hefur til viðkomandi byggðarlags, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið á tímabilinu 1.- 30. nóv. 2015.

6. gr.

Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan hlutaðeigandi sveitarfélags á tímabilinu frá 1. september 2015 til 31. ágúst 2016.




10. nóvember 2015 – Bæjarráð

Lagt fram bréf dags. 20. október 2015 frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu varðandi umsókn um byggðakvóta fiskveiðiársins 2015/2016.
Bæjarráð Vesturbyggðar samþykkir samhljóða að við úthlutun byggðakvóta í Vesturbyggð (Patreksfjörður og Brjánslækjarhöfn) þá verði farið eftir reglugerð atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins nr. 605/2015 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2015-2016 með eftirfarandi breytingum:
- Brjánslækjarhöfn:
1. Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður:
Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipt hlutfallslega, af því aflamarki sem fallið hefur til viðkomandi byggðarlags, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorsk­ígildisstuðla, í þorsk­ígildum talið, innan sveitarfélagsins á tímabilinu 1. september 2014 til 31. ágúst 2015.
2. Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður:
Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu frá 1. september 2015 til 31. ágúst 2016.
- Patrekshöfn
Magnús Jónsson og Ásthildur Sturludóttir tóku ekki þátt í afgreiðslu málsins undir þessum málslið dagskrár og viku af fundi.
Bæjarráð gerir engar breytingar á reglugerðinni, nr. 605/2015.
- Bíldudalshöfn
Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja um frest til ráðuneytisins til 1. desember nk. um sérreglur varðandi úthlutun byggðakvóta á Bíldudal.




9. nóvember 2015 – Atvinnu og menningarráð

Lagt fram erindi sem vísað var til atvinnu- og menningarráðs af bæjarráði á 747. fundi þess 27. október sl. með beiðni um umsögn varðandi umsókn um byggðakvóta fiskveiðiársins 2015/2016.
Atvinnu- og menningarráð mælir með að sömu reglur og giltu fiskveiðiárið 2014/2015 um úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins gildi á fiskveiðiárinu 2015/2016.




3. nóvember 2015 – Bæjarráð

Mættur til viðræðna við bæjarráð Björn Magnússon, útgerðarmaður Bíldudal um byggðakvóta.




27. október 2015 – Bæjarráð

Lagt fram bréf dags. 20. október sl. frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu vegna umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2015/2016. Byggðakvótar sveitarfélagsins eru þessir: Brjánslækur 15 þorskígildistonn, Patreksfjörður 96 þorskígildistonn og Bíldudalur 126 þorskígildistonn.
Bæjarráð vísar erindinu til atvinnu- og menningarráðs til umsagnar.




15. janúar 2016 – Bæjarráð

Mættur til viðræðna við bæjarráð Ómar Sigurðsson, útgerðarmaður Bíldudal varðandi úthlutun byggðakvóta og sérreglur Vesturbyggðar fyrir Bíldudal. Hjörtur Sigurðsson, form. atvinnu- og menningarráðs sat fundinn undir þessum lið.