Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #772

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 26. júlí 2016 og hófst hann kl. 16:00

    Fundargerð ritaði
    • Þórir Sveinsson skrifstofustjóri

    Fundargerðir til staðfestingar

    1. Skipulags og umhverfisráð - 24

    Lögð fram fundargerð 24. fundar skipulags- og umhverfisráðs frá 25. júlí sl. Elfar Steinn Karlsson, forstm. tæknideildar sat fundinn undir þessum lið dagskrár. Bæjarráð bendir á að misritað var í fundargerð skipulags- og umhverfisráðs að Guðmundur V. Magnússon hafi vikið undir 4.tölul. dagskrár. Þetta átti að vera að hann hafi vikið undir 5.tölul. dagskrár.

    1.tölul. Umsókn um lóð - Engjar 3, fastanr. 212-3885.
    Bæjarráð samþykkir útleigu lóðar undir hesthúsið Engjar 3, Patreksfirði og felur byggingarfulltrúa að útbúa lóðaleigusamning.

    2.tölul. Umsókn um lóð - Engjar 4, fastanr. 212-3886.
    Bæjarráð samþykkir útleigu lóðar undir hesthúsið Engjar 4, Patreksfirði og felur byggingarfulltrúa að útbúa lóðaleigusamning.
    Bæjarráð samþykkir að fasteignin verði skráð sem veiðafærageymsla.

    Bæjarráð felur byggingarfulltrúa að útbúa einnig lóðaleigusamninga við eigendur hesthúsanna við Engja 1, fastanr. 212-3880 og Engja 2, fastanr. 212-3884.

    4.tölul. Umsókn um lóð - kassaverksmiðja.
    Bæjarráð tekur jákvætt í erindið um útleigu á 2.000 m2 iðnaðarlóð á svæði merktu I1 á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 á Bíldudal til óstofnaðs félags, Kassagerðar Vestfjarða, forsvarsmenn Jens H. Valdimarsson og Valdimar Gunnarsson.
    Bæjarráð óskar eftir frekari upplýsingum um framleiðsluferli slíkrar kassaverksmiðju, umfang og framtíðarhugmyndir.

    9.tölul. Skipulagsstofnun ? aukin framleiðsla Ískalks, beiðni um umsögn. Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins og óskar eftir frekari gögnum um málið og vísar erindinu til skipulags- og umhverfisráðs.

    10.tölul. Óveruleg breyting á aðalskipulagi - iðnaðarsvæði við Bíldudal I1.
    Lögð fram greinargerð um tillögu að skipulagsbreytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins á reit I1 á Bíldudal. Breytingin felur í sér lagfæringu á afmörkun og stærð reits í samræmi við deiliskipulag sem unnið er að samtímis.
    Bæjarráð samþykkir samhljóða að breytingin fari til Skipulagsstofnunar með ósk um heimild til þess að auglýsa hana. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

    11.tölul. Deiliskipulag iðnaðarsvæðis við Bíldudal.
    Tekið fyrir eftir auglýsingu deiliskipulag iðnaðar- og hesthúsasvæðis við Bíldudal. Tillagan var auglýst frá 22. apríl 2016 til 9. júní 2016. Engar athugasemdir bárust innan auglýsts tímafrests.
    Tillagan var send til umsagnar til eftirfarandi aðila:
    - Veðurstofa Íslands.
    - Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða.
    - Minjastofnunar Íslands.
    - Umhverfisstofnun.
    - Vegagerðin.
    Umsagnir bárust frá Vegagerðinni með tölvupósti, Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða og frá Minjastofnun. Veðurstofa og Umhverfisstofnun skiluðu ekki inn umsögnum. Umsagnir gáfu ekki tilefni til breytinga á tillögunni. Fyrir liggur fornleifaathugun og hættumat frá Veðurstofunni sem gert var fyrir viðkomandi svæði.

    Uppdráttur og greinargerð voru lagfærð m.t.t. athugasemda Skipulagsstofnunar dagsett 24. júní 2016.

    Eftirfarandi leiðréttingar voru gerðar:
    1. Lóðanúmerum var bætt við á geymslu-, gámasvæði og á hesthúsalóðir. Bætt var við texta um fjölda lóða í kafla 1.2.
    2. Gerð var grein fyrir núverandi byggingum í kafla 1.3 um staðhætti.
    3. Bætt var við texta í kafla 1.6 um hættumat um kvaðir vegna ástreymisþrýstings, sbr. reglugerð nr. 495/2007 um hættumat vegna ofanflóða.
    4. Bætt var við kafla um umhverfisáhrif.
    5. Felldur var út texti í kafla 2.3 um að hægt sé að sækja um frávik hæða á byggingum.
    6. Bætt var við hámarkshæð hesthúsa í kafla 2.4.
    7. Bætt var við hámarkshæð girðinga í kafla 3.5.
    8. Bætt var við kafla 3.6 um gróður og manir.
    9. Skilti og merkingar skulu koma fram á aðaluppdráttum.
    10. Tilvísun í eldri byggingareglugerð löguð.
    11. Umfjöllun um fornleifar löguð.
    Bæjarráð samþykkir deiliskipulagið og áorðnar lagfæringar og felur skipulagsfulltrúa að afgreiða hana skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    12.tölul. Breyting á aðalskipulagi - Brjánslækur.
    Vesturbyggð vinnur nú að breytingum á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018. Tekin er fyrir skipulagslýsing dagsett 5. júlí 2016.
    Ástæða breytingarinnar er sú að gert er ráð fyrir uppbyggingu fyrir ferðaþjónustu á lóð vestan við prestsetrið þar sem reisa á 16 smáhýsi/gistihús fyrir ferðamenn ásamt þjónustuhúsi. Prestbústaðnum verður breytt í sýningarrými og kaffihús. Skilgreina þarf svæði fyrir frístundabyggð fyrir umrætt svæði.

    Bæjarráð samþykkir skipulagslýsinguna og felur skipulagsfulltrúa að óska umsagnar og auglýsa lýsinguna skv. 30 gr. skipulagslaga nr.123/2010.

    Fundargerðin samþykkt samhljóða.

      Málsnúmer 1607003F 2

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Hafnarstjórn - 145

      Lögð fram fundargerð 145. fundar hafnarstjórnar frá 14. júlí sl. Lögð fram tillaga um breytingu á 4. gr. gjaldskrár Hafnasjóðs Vesturbyggðar nr. 1262/2015 um skipagjöld vegna lestagjalda og bryggjugjalda af skipum yfir 80 brt, flóabátum og ferjum sem viðkomu hafa í Brjánslækjarhöfn.

      2.tölul. Vegagerðin ? rekstur Brjánslækjarhafnar 2016.
      Bæjarráð samþykkir tillögu hafnarstjórnar á breytingu á gjaldskrá Hafnasjóðs Vesturbyggðar nr. 1262/2015.

      Fundargerðin samþykkt samhljóða.

        Málsnúmer 1607001F 2

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        Almenn erindi

        3. Sýslumaðurinn beiðni um umsögn rekstrarleyfi Grýta Mikladalsvegur 7

        Lagt fram bréf ásamt fylgiskjölum dags. 10. júlí sl. frá Sýslumanninum á Vestfjörðum með beiðni um umsögn vegna umsóknar um nýtt rekstrarleyfi að reka gistingu samkvæmt gistiflokki III í Gistiheimilinu Grýtu, Mikladalsvegi 7, Patreksfirði.
        Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu nýs rekstrarleyfis að reka gistingu samkvæmt gistiflokki III í gistiheimilinu Grýtu, Mikladalsvegi 7, Patreksfirði.

          Málsnúmer 1607012 2

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Sýsluamðurinn beiðni um umsögn rekstarleyfi Sigtún 65

          Lagt fram bréf ásamt fylgiskjölum dags. 10. júlí sl. frá Sýslumanninum á Vestfjörðum með beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi að reka heimagistingu samkvæmt gistiflokki I við Sigtún 65, Patreksfirði.
          Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu nýs rekstrarleyfis að reka gistingu samkvæmt gistiflokki I við Sigtún 65, Patreksfirði.
          Bæjarráð bendir á að mögulega sé ástæða til grenndarkynningar vegna of fárra bílastæða við raðhúsin við Sigtún 57-67.

            Málsnúmer 1607011 2

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Skipulagsstofnun aukin framleiðsla Ískalk beiðni um umsögn

            Lagt fram bréf dags. 4. júlí sl. frá Skipulagsstofnun með beiðni um umsögn á aukinni framleiðslu Íslenska Kalkþörungafélagsins á Bíldudal, sbr. greinargerð unnin af Verkís, dags. 24.06.2016.

            Í greinargerð Verkís er ágætlega gert grein fyrir efnistöku og umhverfi. Þó bendir bæjarráð á mótsagnir í kafla 3.10.1, Ryk og kafla 7.2, Mótvægisaðgerðum, en í kafla 3.10.1 segir að vatnsskortur hafi hamlað fullkominni virkni vothreinsibúnaðar en í kafla 7.2 segir að nýtt afar fullkomið rykhreinsivirki hafi nýverið verið tekið í notkun og hafi verið að skila tilætluðum árangri.

            Lesa má í eftirlitsskýrslum Umhverfisstofnunar að Íslenska Kalkþörungafélagið hefur ekki náð nægum tökum á hreinsun útblásturs og leggur bæjarráð Vesturbyggðar þunga áherslu á að útblástur verði innan marka leyfis sem og að hávaði sé í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 933/1999 um hávaða.

            Bæjarráð telur að umrædd framkvæmd sé háð mati á umhverfisáhrifum í flokki B m.t.t. viðauka I reglugerðar nr. 660/2015, en áætlanir Kalkþörungafélagsins um efnistöku eru um 82.500m3 á ári til ársins 2033.

            Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins, óskar eftir frekari gögnum og vísar erindinu til skipulags- og umhverfisráðs.

              Málsnúmer 1607009 4

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Framkvæmdasýsla ríkisins- tilboð í snjósöfnunargrindur.

              Lagt fram bréf frá Framkvæmdasýslu ríkisins dags. 11. júlí sl. með tilboði í kaup á efni í snjósöfnunargrindur ofan Urða og Klifs, Patreksfirði að upphæð 16.836.000 kr. frá Mair Wilfried GmbH-Srl. FSR leggur til að tilboðinu verði tekið.
              Bæjarráð samþykkir tilboðið.

                Málsnúmer 1607033

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                Til kynningar

                7. Vesturbotn - eignarhald og landamerki jarðarinnar.

                Lagt fram minnisblað dags. 21. júlí sl. ásamt fylgiskjölum frá skrifstofustjóra um eignarhald Vesturbyggðar af jörðinni Vestur-Botn í Ósafirði, Patreksfirði og um landamerki við jörðina Skápadal.
                Lagt fram til kynningar.

                  Málsnúmer 1607035

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  8. SÍS fundargerð sveitarstjórnarvettfangs EFTA haldinn í Stykkishólmi 06.-07.júní 2016.

                  Lögð fram fundargerð sveitarstjórnarvettvangs EFTA haldinn í Stykkishólmi 6. - 7. júní sl.
                  Lagt fram til kynningar.

                    Málsnúmer 1607034

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    9. Fjórðungssamband Vestfirðinga- fundargerð stjórnar 14.07.2016.

                    Lögð fram fundargerð stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga haldinn á Ísafirði 14. júlí sl.
                    Lagt fram til kynningar.

                      Málsnúmer 1607036

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00