Hoppa yfir valmynd

Skipulagsstofnun aukin framleiðsla Ískalk beiðni um umsögn

Málsnúmer 1607009

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

16. ágúst 2016 – Bæjarráð

Lagt fram bréf dags. 4. júlí frá Skipulagsstofnun með beiðni um umsögn á aukinni framleiðslu Íslenska Kalkþörungafélagsins á Bíldudal. Elfar Steinn Karlsson, forstm. tæknideildar sat fundinn undir þessum lið dagskrár.
Í ljósi þess að ekki er fyrirhugað að auka heildarefnisnám telur bæjarráð að umrædd framkvæmd sé ekki frekar háð mati á umhverfisáhrifum í dag en á árinu 2003 m.t.t. efnisnáms. Bæjarráð leggur þó áherslu á að verksmiðjan starfi innan þess leyfis- og lagaramma sem um starfsemi fyrirtækisins gildir.




15. ágúst 2016 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Skipulagsstofnun. Óskað er umsagnar á aukinni framleiðslu Íslenska Kalkþörungafélagsins á Bíldudal, skv. bréfi dags. 04.07.2016 og greinargerð unnin af Verkís, dags. 24.06.2016. Erindi tekið fyrir aftur eftir umfjöllun bæjarráðs sem vísað erindinu til skipulags- og umhverfisráðs á 772. fundi sínum þann 26.07.2016.

Í greinagerð Verkís dags. 24.06.2016 er ágætlega gert grein fyrir efnistöku og umhverfi. Þó bendir ráðið á mótsagnir í kafla 3.10.1, Ryk og kafla 7.2, Mótvægisaðgerðir en í kafla 3.10.1 segir að vatnsskortur hafi hamlað fullkominni virkni vothreinsibúnaðar, en í kafla 7.2 segir að nýtt afar fullkomið rykhreinsivirki hafi nýverið verið tekið í notkun og hafi verið að skila tilætluðum árangri.
Lesa má í eftirlitsskýrslum Umhverfisstofnunar að Íslenska Kalkþörungafélagið hefur ekki náð nægum tökum á hreinsun útblásturs og leggur skipulags- og umhverfisráð þunga áherslu á að útblástur verði innan marka útgefins leyfis sem og að hávaði sé í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 933/1999, um hávaða.

Skipulagsstofnun birti með úrskurði sínum þann 3. mars 2003 að efnisnám úr Arnarfirði í Vesturbyggð og Ísafjarðarbæ hefði ekki í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, einnig kom fram í þeim úrskurði að verksmiðjan félli ekki undir ákvæði 1. og 2. viðauka við lög nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum.

Áform Íslenska Kalkþörungafélagsins eru að auka árlegt efnisnám til fullnýtingar á vinnsluleyfi, en á fyrstu árum verksmiðjunnar var efnisnám minna en leyfið tiltók.

Í ljósi þess að ekki er fyrirhugað að auka heildarefnisnám telur skipulags- og umhverfisráð Vesturbyggðar að umrædd framkvæmd sé ekki frekar háð mati á umhverfisáhrifum í dag en á árinu 2003 m.t.t. efnisnáms. Ráðið leggur þó áherslu á að verksmiðjan starfi innan þess leyfis- og lagaramma sem um starfsemi fyrirtækisins gildir.

Guðmundur V. Magnússon vék fund undir afgreiðslu málsins.




26. júlí 2016 – Bæjarráð

Lagt fram bréf dags. 4. júlí sl. frá Skipulagsstofnun með beiðni um umsögn á aukinni framleiðslu Íslenska Kalkþörungafélagsins á Bíldudal, sbr. greinargerð unnin af Verkís, dags. 24.06.2016.

Í greinargerð Verkís er ágætlega gert grein fyrir efnistöku og umhverfi. Þó bendir bæjarráð á mótsagnir í kafla 3.10.1, Ryk og kafla 7.2, Mótvægisaðgerðum, en í kafla 3.10.1 segir að vatnsskortur hafi hamlað fullkominni virkni vothreinsibúnaðar en í kafla 7.2 segir að nýtt afar fullkomið rykhreinsivirki hafi nýverið verið tekið í notkun og hafi verið að skila tilætluðum árangri.

Lesa má í eftirlitsskýrslum Umhverfisstofnunar að Íslenska Kalkþörungafélagið hefur ekki náð nægum tökum á hreinsun útblásturs og leggur bæjarráð Vesturbyggðar þunga áherslu á að útblástur verði innan marka leyfis sem og að hávaði sé í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 933/1999 um hávaða.

Bæjarráð telur að umrædd framkvæmd sé háð mati á umhverfisáhrifum í flokki B m.t.t. viðauka I reglugerðar nr. 660/2015, en áætlanir Kalkþörungafélagsins um efnistöku eru um 82.500m3 á ári til ársins 2033.

Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins, óskar eftir frekari gögnum og vísar erindinu til skipulags- og umhverfisráðs.




25. júlí 2016 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Skipulagsstofnun. Óskað er umsagnar á aukinni framleiðslu Íslenska Kalkþörungafélagsins á Bíldudal, skv. bréfi dags. 04.07.2016 og greinargerð unnin af Verkís, dags. 24.06.2016.

Í greinagerð Verkís dags. 24.06.2016 er ágætlega gert grein fyrir efnistöku og umhverfi. Þó bendir ráðið á mótsagnir í kafla 3.10.1, Ryk og kafla 7.2, Mótvægisaðgerðum en í kafla 3.10.1 segir að vatnsskortur hafi hamlað fullkominni virkni vothreinsibúnaðar en í kafla 7.2 segir að nýtt afar fullkomið rykhreinsivirki hafi nýverið verið tekið í notkun og hafi verið að skila tilætluðum árangri.
Lesa má í eftirlitsskýrslum Umhverfisstofnunar að Íslenska Kalkþörungafélagið hefur ekki náð nægum tökum á hreinsun útblásturs og leggur Skipulags- og umhverfisráð þunga áherslu á að útblástur verði innan marka leyfis sem og að hávaði sé í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 933/1999, um hávaða.

Skipulags- og umhverfisráð telur að umrædd framkvæmd sé háð mati á umhverfisáhrifum í flokki B m.t.t. viðauka I reglugerðar nr. 660/2015, en áætlanir Kalkþörungafélagsins um efnistöku eru um 82.500m3 á ári til ársins 2033.