Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #794

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 22. febrúar 2017 og hófst hann kl. 09:00

    Fundargerð ritaði
    • Þórir Sveinsson skrifstofustjóri

    Almenn erindi

    1. Sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps - fjallskil.

    Lögð fram bókun frá 508. fundi hreppsnefndar Tálknafjarðarhrepps frá 8. febrúar sl. um fjallskil þar sem sveitarstjórnin samþykkir ekki tillögu frá 792. fundi bæjarráðs Vesturbyggðar um gjaldtöku vegna fjallskilakostnaðar.
    Lagt fram til kynningar.

      Málsnúmer 1702021

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      13. Rekstur upplýsingamiðstöðvar í Vesturbyggð.

      Lagt fram yfirlit rekstrar upplýsingamiðstöðvarinnar á Patreksfirði á árinu 2016.
      Rætt um rekstur upplýsingamiðstöðvar í Vesturbyggð og fyrirkomulag á rekstri hennar sumarið 2017.
      Bæjarráð felur verkefnastjóra samfélagsuppbyggingar að auglýsa styrk til reksturs upplýsingarmiðstöðvar í Vesturbyggð sumarið 2017 til samræmis við drög að verkefnalýsingu.

        Málsnúmer 1702052 2

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        14. Sögufélag Barðstrandarsýslu - styrkumsókn vegna útgáfu árbókar.

        Lagt fram bréf dags. 30. janúar sl. frá Sögufélagi Barðastrandarsýslu með ósk um styrk að upphæð 120.000 kr.
        Bæjarráð samþykkir styrkveitingu að upphæð 120.000 kr. sem bókist á bókhaldsliðinn 05089-9990.

          Málsnúmer 1702009

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          15. Jóhann Halldórsson - umsókn um húsnæði.

          Lagt fram bréf dags. 6. febrúar sl. frá Jóhanni Halldórssyni með umsókn um húsnæði fyrir aldraða/öryrkja á Bíldudal.
          Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.

            Málsnúmer 1702022

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            16. Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið - stefnumótun í fiskeldi, beiðni um upplýsingar.

            Lagt fram bréf dags. 14. febrúar sl. frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu með beiðni um upplýsingar vegna stefnumótunar stjórnvalda í fiskeldi á Íslandi.
            Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera drög að svörum við erindinu.

              Málsnúmer 1702045

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              17. Ungmennafélag Íslands - umsóknir um landsmót.

              Lagt fram tölvubréf dags. 9. febrúar sl. frá Óskari L. Arnarsyni með kostnaðaráætlun um skráningu áhalda og muna í Gömlu smiðjunni á Bíldudal.
              Bæjarráð samþykkir að láta skrá áhöld og muni í Gömlu smiðjunni á Bíldudal og felur bæjarstjóra að ganga til samninga við Óskar L. Arnarson á grundvelli fyrirliggjandi kostnaðaráætlunar. Kostnaður bókist á bókhaldsliðinn 05089-9990.

                Málsnúmer 1702015 2

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                18. Samstarfssamningur sveitarfélaga BsVest.

                Lagt fram bréf dags. 26. október 2016 frá BsVest ásamt samstarfs- og þjónustusamningum aðildarsveitarfélaga Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks með ósk um endurnýjun samninga. Erindinu var vísað til bæjarráðs á fundi bæjarstjórnar 18. janúar sl.
                Bæjarráð samþykkir samningana.

                  Málsnúmer 1611035 3

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  19. Samband ísl. sveitarfélaga - landsþing 2017.

                  Lagt fram tölvubréf dags. 17. febrúar sl. með boð á XXXI. landsþing Sambands ísl. sveitarfélag sem haldið verður í Reykjavík 24. mars nk.
                  Bæjarráð felur formanni bæjarráðs og bæjarstjóra að sækja fundinn.

                    Málsnúmer 1702040

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    20. Íbúðalánasjóður - lóðaframboð og lóðaverð.

                    Lagt fram tölvubréf dags. 9. febrúar sl. frá Íbúðalánasjóði þar sem óskað er upplýsinga um lóðaúthlutanir o.fl.
                    Bæjarráð vísar erindinu til forstöðumanns tæknideildar.

                      Málsnúmer 1702020

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      21. Svæðisskipulagsnefnd Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar - greiningarskýrsla, ósk um umsögn.

                      Lagt fram tölvubréf dags. 2. febrúar sl. þar sem vakin er athygli á greiningarskýrslu vegna svæðisskipulagsgerðar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar með ósk um umsókn.
                      Bæjarrráð bendir á skamman umsagnartíma um greiningarskýrsluna en vísar erindinu til skipulags- og umhverfisráðs.

                        Málsnúmer 1702014 2

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        22. Sýslumaðurinn á Vestfjörðum - ósk um umsögn vegna veitingu gistileyfis, Þverá.

                        Lagt fram bréf ásamt fylgiskjölum dags. 16. febrúar sl. frá Sýslumanninum á Vestfjörðum með beiðni um umsögn vegna umsóknar um nýtt rekstrarleyfi að reka gistingu samkvæmt gistiflokki II að Þverá á Barðaströnd.
                        Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu nýs rekstrarleyfis að reka gistingu samkvæmt gistiflokki II í Þverá, fastanr. 212-3235, Barðaströnd. Jákvæð umsögn Vesturbyggðar er þó skilyrt þannig að rekstraraðili sýni fram á að hann hafi samið við Gámaþjónustu Vestfjarða ehf eða aðra sambærilega aðila um förgun á sorpi sem fellur til við starfsemi gistiheimilisins.

                          Málsnúmer 1702037 2

                          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                          23. Ungmennafélag Íslands - umsóknir um landsmót.

                          Lagt fram tölvubréf ódags. frá UMFÍ þar sem vakin er athygli sveitarfélaga á umsóknum vegna unglingalandsmóts árið 2020 og landsmót 50 ára og eldri árið 2019.
                          Bæjarráð vísar erindinu til fræðslu- og æskulýðsráðs.

                            Málsnúmer 1702015 2

                            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                            24. Alzheimersamtökin - styrkbeiðni.

                            Lagt fram bréf dags. 7. febrúar sl. frá Alzheimer samtökunum með beiðni um styrk vegna málþinga um heilabilun.
                            Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

                              Málsnúmer 1702049

                              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                              25. 9. og 10. bekkur Patreksskóla - styrkbeiðni.

                              Lagt fram tölvubréf dags. 9. febrúar sl. frá forsvarsmönnum nemenda 9. og 10. bekkjar Patreksskóla með ósk um styrk sem nemi húsaleigu og leigu á hljóðkerfi Félagsheimilis Patreksfjarðar vegna grímballs sem haldið verður 25. febrúar nk.
                              Bæjarráð fellst á erindið, leigu húsnæðis og „litla“ hljóðkerfis og bókist kostnaður á bókhaldsliðinn 05089-9990.

                                Málsnúmer 1702019

                                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                Til kynningar

                                2. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða - vatnssýnatökur.

                                Lagðar fram eftirlitsskýrslur vegna vatnssýnistöku á Patreksfirði og á Bíldudal. Vatnssýnin stóðust gæðakröfur.
                                Lagt fram til kynningar.

                                  Málsnúmer 1702041

                                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                  3. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða - fundargerð stjórnar og gjaldskrá.

                                  Lögð fram fundargerð 111. fundar stjórnar Heilbrigðisnefndar Vestfjarðasvæðis frá 10. febrúar 2017.
                                  Lagt fram til kynningar.
                                  Lagt fram drög að gjaldskrá Heilbrigðiseftirlits Vestfjarðasvæðis vegna leyfisveitinga, eftirlits og annarrar gjaldskyldrar starfsemi.
                                  Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja gjaldskrána.

                                    Málsnúmer 1702044

                                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                    4. Landgræðsla ríkisins - skýrsla um lífrænan úrgang.

                                    Lögð fram skýrslan „Lífrænn úrgangur til landgræðslu - tækifæri.“
                                    Lagt fram til kynningar. Bæjarráðs vísar skýrslunni til atvinnu- og menningarráðs til kynningar.

                                      Málsnúmer 1702011 2

                                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                      5. Náttúrustofa Vestfjarða - fundargerð stjórnar.

                                      Lögð fram fundargerð 102. fundar stjórnar Náttúrustofu Vestfjarða frá 3. febrúar 2017.
                                      Lagt fram til kynningar.

                                        Málsnúmer 1702039

                                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                        6. Innanríkisráðuneytið - reglugerð um útlendingamál.

                                        Lagt fram drög að reglugerð um útlendingamál sem sett er á grundvelli nýrra laga sem tóku gildi 1. janúar sl.
                                        Lagt fram til kynningar.

                                          Málsnúmer 1702017

                                          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                          7. Samtök sjávarútvegssveitarfélaga - fundargerð stjórnar.

                                          Lögð fram fundargerð 31. fundar framkvæmdaráðs Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá 3. febrúar 2017.
                                          Lagt fram til kynningar. Bæjarráðs vísar fundargerðinni til atvinnu- og menningarráðs til kynningar.

                                            Málsnúmer 1702018 3

                                            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                            8. Samband ísl. sveitarfélaga - fundargerð stjórnar.

                                            Lögð fram fundargerð 846. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 27. janúar 2017.
                                            Lagt fram til kynningar.

                                              Málsnúmer 1702012

                                              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                              9. Fjórðungssamband Vestfirðinga - fundargerð stjórnar.

                                              Lögð fram fundargerð stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga frá 16. febrúar 2017.
                                              Lagt fram til kynningar.

                                                Málsnúmer 1702050 2

                                                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                                10. Samráðsvettvangur sveitarfélaga á Vestfjörðum - fundargerð.

                                                Lögð fram fundargerð fundar samráðsvettvangs sveitarfélaga á Vestfjarða haldinn á Hólmavík 25. janúar 2017.
                                                Lagt fram til kynningar.

                                                  Málsnúmer 1702023

                                                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                                  11. Fjórðungssamband Vestfirðinga - fundargerðir stjórnar.

                                                  Lagðar fram fundargerðir stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga frá 14. desember 2016 og frá 25. janúar 2017.
                                                  Lagt fram til kynningar.

                                                    Málsnúmer 1702016 2

                                                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                                    12. Fjórðungssamband Vestfirðinga - fundargerð framkvæmdaráðs umhverfisvottunar.

                                                    Lögð fram fundargerð fundar framkvæmdaráðs umhverfisvottunar haldinn á Hólmavík 19. janúar 2017.
                                                    Lagt fram til kynningar.

                                                      Málsnúmer 1702006

                                                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                                      Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:45