Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #804

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 26. júní 2017 og hófst hann kl. 09:00

Fundargerð ritaði
  • Þórir Sveinsson skrifstofustjóri

Almenn erindi

1. Fjárhagsáætlun 2017 - viðaukar.

Lagður fram viðauki 4 við fjárhagsáætlun 2017 að upphæð 1,4 millj.kr. vegna breytinga á fyrirkomulagi kennslu- og skrifstofurýmis í Bíldudalsskóla. Viðaukinn lækkar handbært fé.
Bæjarráð samþykkir viðauka 4 við fjárhagsáætlun 2017 og vísar erindinu til bæjarstjórnar

Málsnúmer5

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Rekstur og fjárhagsstaða 2017.

Mættur til viðræðna við bæjarráð Elfar Steinn Karlsson, forstm. tæknideildar um stöðu framkvæmda í sveitarfélaginu.
Lagt fram minnisblað skrifstofustjóra dags. 20. júní sl. með tillögum um breytingu á leigugjaldi húsaleigu íbúðarhúsnæðis sveitarfélagsins.
Bæjarráð fellst á tillögur um breytingu leigugjalds vegna íbúða í eigu Eignasjóðs og vísar ákvörðun um breytingu á leigugjaldi vegna íbúða Fasteigna Vesturbyggðar ehf til stjórnar félagsins.
Lagt fram yfirlit um sorphirðu í sveitarfélaginu á árunum 2011 til maí 2017.
Bæjarráð felur forstm.tæknideildar, skrifstofustjóra og forstm. þjónustudeildar að ræða við Gámaþjónustu Vestfjarða ehf um framkvæmd sorphirðusamnings aðila.

Málsnúmer19

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Sýslumaðurinn á Vestfjörðum - tækifærisleyfi, tónleikahald á Bíldudal.

Lagt fram tölvubréf ásamt fylgiskjölum dags. 16. júní sl. frá Sýslumanninum á Vestfjörðum með beiðni um umsögn vegna veitingu tækifærisleyfis fyrir Arnfirðingafélagið á Bíldudal vegna tónleikahalds 24. júní 2017.
Bæjarráð samþykkti í tölvupósti föstudaginn 23. júní að gera ekki athugasemd við veitingu tækifærisleyfis fyrir Arnfirðingafélagið á Bíldudal vegna tónleikahalds 24. júní 2017.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Íbúðalánasjóður - Fasteignir til sölu í Vesturbyggð

Lagt fram bréf dags. 8. júní sl. frá Íbúðalánasjóði þar sem sveitarfélaginu eru boðar til kaups fimm eignir sjóðsins í Vesturbyggð.
Bæjarráð óskar eftir frekari upplýsingum um málið og felur bæjarstjóra að ræða við Íbúðalánasjóð.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

5. Atvinnuveganefnd Alþingis - þingsályktun um mótun eigendastefnu ríkisins fyrir bújarðir.

Lagt fram tölvubréf dags. 16. júní sl. frá atvinnuveganefnd Alþingis með beiðni um umsögn um tillögu til þingsályktunar um mótun eigendastefnu ríkisins fyrir bújarðir, 414. mál.
Lagt fram til kynningar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Fjölbrautarskóli Snæfellingar -útskriftargjafir.

Lagt fram bréf dags. 24. maí sl. frá Fjölbrautarskóla Snæfellinga þar sem þakkar eru gjafir til útskriftarnemenda vorið 2017.
Lagt fram til kynningar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. Invalid Date