Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #809

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 28. ágúst 2017 og hófst hann kl. 15:00

Fundargerð ritaði
  • Friðbjörg Matthíasdóttir bæjarstjóri

Almenn erindi

1. Fiskeldisnám og rannsóknir.

Ann Cecil Hilling kom og kynnti hugmyndir um uppbyggingu náms í Vesturbyggð í sjókvíaeldi í tengslum við framhaldsdeildina á Patreksfirði og Fjölbrautarskóla Snæfellinga. Kostnaðaráætlun vegna verkefnisins samþykkt þar sem fram kemur að hlutur Vesturbyggðar er 500.000,- fyrir árið 2017 og að hámarki 3.500.000,- fyrir árið 2018.

Málsnúmer8

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Vesturbyggð - endurskoðun á aðalskipulag.

Gerð tillaga að vinnuhópum vegna vinnu við endurskoðun Aðalskipulags fyrir Vesturbyggð

Atvinnulíf
Fiskeldi, sjávarútvegur, landbúnaður, ferðaþjónusta, stoðgreinar.

Samgöngur og hafnarmannvirki
Almenningssamgöngur, umferðaröryggi, uppbygging hafnarsvæða.

Byggð, menning og samfélag
Skólar, þjónusta, frítími og varðveisla/uppbygging menningaminja, kirkjur/kirkjugarðar.

Umhverfismál og náttúruvernd
Ásýnd samfélaga og skipulag, sorpmál.

Orku- og auðlindamál
Virkjanakostir, ljósleiðari, hitaveita, raforkumál.

Málsnúmer5

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Innviðauppbygging í Vesturbyggð.

Lagt fram minnisblað frá verkfræðistofunni EFLU þar sem fram kemur tillaga að vinnulagi og drög að kostnaði vegna vinnu EFLU við greiningu á uppbyggingu innviða og mat á aðstöðusköpun í Vesturbyggð.
Bæjarstjóra falið að vinna áfram að verkefninu.

Málsnúmer6

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 00:00