Hoppa yfir valmynd

Innviðauppbygging í Vesturbyggð.

Málsnúmer 1701002

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

4. janúar 2017 – Bæjarráð

Mættir til viðræðna við aukið bæjarráð Ingi G. Ingason, Eflu hf, Þórður Reynisson og Sveinn Þorgrímsson fulltrúar atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins og Valgeir Æ. Ingólfsson, ATVEST um innviðauppbyggingu í Vesturbyggð.




19. apríl 2017 – Bæjarráð

Bæjarráð Vesturbyggðar leggur til við bæjarstjórn Vesturbyggðar að farið verði í innviðagreiningu og staðarvalsgreiningu fyrir framtíðaruppbyggingu atvinnustarfsemis í sveitarfélaginu, sem og greiningu á þjónustuþörf o.fl. miðað við mögulega fjölgun íbúa og ennfremur að horft verði samhliða til uppbyggingar í ferðaþjónustu. Nú þegar hefur verið leitað til Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða um gerð samfélagsgreiningar og ennfremur hefur verið leitað til atvinnuvegaráðuneytis og innanríkisráðuneytis um samstarf um verkefnið.




28. ágúst 2017 – Bæjarráð

Lagt fram minnisblað frá verkfræðistofunni EFLU þar sem fram kemur tillaga að vinnulagi og drög að kostnaði vegna vinnu EFLU við greiningu á uppbyggingu innviða og mat á aðstöðusköpun í Vesturbyggð.
Bæjarstjóra falið að vinna áfram að verkefninu.




12. desember 2018 – Bæjarstjórn

Eva Dís Þórðardóttir, skipulagsfræðingur hjá Eflu verkfræðistofu kynnti skýrslu um Innviðagreiningu fyrir atvinnulíf í Vesturbyggð sem unnin var í samstarfi við sveitarfélagið. Meginmarkmið verkefnisins var að meta hver staða innviða er m.t.t. atvinnulífsins og þeirra breytinga sem hafa orðið innan Vesturbyggðar á síðustu árum. Áfram verður unnið að tillögum að aðgerðum/úrlausnum ásamt grófri kostnaðargreiningu. Aðgerðir verða aðlagaðar fyrir skipulagsvinnu sveitarfélagsins og aðgerðaráætlun sett fram samhliða því.