Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #811

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 20. september 2017 og hófst hann kl. 09:00

    Fundargerð ritaði
    • Þórir Sveinsson skrifstofustjóri

    Almenn erindi

    1. Rekstur og fjárhagsstaða 2017.

    Lagt fram yfirlit rekstrar fyrstu sjö mánuði ársins, janúar-júlí 2017. Lagt fram minnisblað formanns bæjarráðs dags. 15. september sl. um rekstrar- og fjárfestingarverkefni; þjónustumiðstöð við Kamb, íbúðir aldraða, sparkvöll við grunnskólann á Patreksfirði, umferðaröryggi í þéttbýli í sveitarfélaginu og vaðlaug við Byltu. Lögð fram áætlun um kostnað vegna breytinga á opnunartíma íþróttamiðstöðvarinnar Byltu á Bíldudal. Rætt um snjómokstur í Arnarfirði í samstarfi við Vegagerðina.
    Mættur til viðræðna við bæjarráð Lúðvík E. Gústafsson, verkefnistjóri Sambandi ísl. sveitarfélaga um gerð svæðisáætlunar og samþykkta um meðhöndlun úrgangs. Elfar St. Karlsson, forstm. tæknideildar sat fundinn undir þessum lið.
    Bæjarráð vísar minnisblaði formanns bæjarráðs til gerðar fjárhagsáætlunar 2018.
    Bæjarráð samþykkir breyttan opnunartíma íþróttamiðstöðvarinnar Byltu og vísar viðbótarkostnaði til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun 2017.
    Bæjarráð samþykkir heimild að leitað verði tilboða í snjómokstur á milli Bíldudals og Bakkadals í samstarfi við Vegagerðina.

      Málsnúmer 1701012 19

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið - byggðakvóti fiskiveiðiárið 2017-2018.

      Lagt fram bréf dags. 11. september sl. frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu þar sem auglýst er til umsóknar byggðakvóti fiskveiðiársins 2017-2018.
      Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja um byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2017-2018.

        Málsnúmer 1709015 4

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Kristján Torfi Einarsson - byggðakvóti.

        Lagður fram tölvupóstur dags. 14. september sl. frá Kristjáni Torfa Einarssyni með hugmyndum um framtíðarskipan byggðakvóta.
        Bæjarráð vísar erindinu til atvinnu- og menningarráðs.

          Málsnúmer 1709010 2

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Samband ísl. sveitarfélaga - fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2017.

          Lagt fram bréf dags. 18. september sl. frá Sambandi ísl. sveitarfélaga þar sem tilkynnt er að fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2017 verður haldin 5. og 6. október nk. á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu í Reykjavík.
          Bæjarráð hvetur bæjarfulltrúa að sækja ráðstefnuna.

            Málsnúmer 1709020

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            Til kynningar

            5. Fjórðungssamband Vestfirðinga - samgönguáætlun 2018-2029, endurskoðun stefnu.

            Lögð fram umsögn Fjórðungssambands Vestfirðinga dags. 31. ágúst sl. um Samgönguáætlun 2018-2029 og endurskoðun stefnu í samgöngumálum.
            Lagt fram til kynningar.
            Lagt fram tölvubréf dags. 19. september sl. frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga með drög að ályktun sem lögð verður fram á borgarfundi haldinn á Ísafirði 24. september nk.
            Bæjarráð Vesturbyggðar styður ályktunina.

              Málsnúmer 1709013

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða - sýnataka vatns á Patreksfirði og Bíldudal.

              Lögð fram eftirlitsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða um neysluvatnssýnatöku á Patreksfirði og Bíldudal. Sýnin standast gæðakröfur.
              Lagt fram til kynningar.

                Málsnúmer 1709016

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                7. Samband íslenskra sveitafélaga - fundargerð stjórnar nr. 852.

                Lögð fram fundargerð 852. stjórnarfundar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 1. september sl.
                Lagt fram til kynningar.

                  Málsnúmer 1709012

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  8. Landsamtök skógareiganda - Aðalfundur Landsamtaka skógareiganda

                  Lagt fram bréf ódags. frá Landssamtökum skógareigenda þar sem boðað er til aðalfundar félagsins haldinn 13. og 14. október nk. í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp.
                  Lagt fram til kynningar.

                    Málsnúmer 1709009

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00