Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #832

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 18. apríl 2018 og hófst hann kl. 09:00

    Fundargerð ritaði
    • Þórir Sveinsson skrifstofustjóri.

    Almenn erindi

    1. Ársreikningur 2017.

    Lagt fram drög að ársreikningi bæjarsjóðs Vesturbyggðar og stofnana hans fyrir árið 2017 ásamt fylgigögnum.
    Bæjarráð vísar ársreikningi 2017 til fyrri umræðu í bæjarstjórn sem verður mánudaginn 23. apríl nk.

      Málsnúmer 1804003 4

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Hafnarkranar í Vesturbyggð.

      Rætt um hafnarkrana fyrir hafnir Vesturbyggðar, en hafnarstjórn hefur samþykkt að endurnýja einn krana.
      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tilboð í hafnarkrana að upphæð 4.475.000 kr. frá Framtak-Blossa ehf og vísar fjármögnun til viðauka við fjárhagsáætlun 2018.

        Málsnúmer 1804011

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Lýðháskólinn á Flateyri - styrkumsókn.

        Rætt um starfsemi lýðháskólans á Flateyri og stuðning sveitarfélaga á Vestfjörðum við skólann.
        Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra og félagsmálastjóra.

          Málsnúmer 1804012

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Golfklúbbar í Vesturbyggð.

          Lagður fram tölvupóstur dags. 13. apríl sl. frá forsvarsmönnum golfklúbba Patreksfjarðar og Bíldudals með ósk um viðræður bæjarráð um rekstur félaganna.
          Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að ræða við forsvarsmenn félaganna.

            Málsnúmer 1804013 2

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Elva Björg Einarsdótir - Seftjörn, umsögn um landakaup.

            Lagt fram tölvubréf ásamt fylgigögnum dags. 25. janúar sl. frá Elvu Björgu Einarsdóttur vegna umsagnar á fyrirhugaðri sölu ríkisins á jörðinni Seftjörn, Barðaströnd til ábúanda, sbr. jarðalög nr. 81/2004.
            Bæjarráð samþykki jákvæða umsögn um erindið á 827. fundi sínum 5. febrúar sl. og felur bæjarstjóra að semja ítarlegri umsögn.

              Málsnúmer 1711022 3

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Safnaðarheimili í Vesturbyggð.

              Rætt um rekstur safnaðaheimila í Vesturbyggð og afnot stofnana sveitarfélagsins af þeim vegna skólatengdrar starfsemi.
              Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera samning um afnot stofnana sveitarfélagsins í umræddum eignum.

                Málsnúmer 1804021

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                7. Félagsmiðstöðin á Patreksfirði.

                Rætt um húsnæði félagsmiðstöðvarinnar Vest-End á Patreksfirði.
                Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við S. Hermannsson ehf varðandi leigu á húsnæði fyrir félagsmiðstöðina á Patreksfirði við Aðalstræti 73, Patreksfirði. Með nýju húsnæði fyrir félagsmiðstöðina mun skapast aukið rými á Patreksfirði fyrir tónlistarskólann.

                  Málsnúmer 1804022 2

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  8. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið - fjárhagsáætlun 2016 og viðaukar.

                  Lagt fram bréf dags. 26. mars sl. frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu með beiðni um upplýsingar um breytingar á fjárhagsáætlun 2016 með viðaukum.
                  Bæjarráð felur skrifstofustjóra að svara erindinu.

                    Málsnúmer 1804005

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    Til kynningar

                    9. Lánasjóður sveitarfélaga - arðgreiðsla 2018.

                    Lagt fram bréf dags. 9. apríl sl. frá Lánasjóði sveitarfélaga þar sem tilkynnt er um arðgreiðslur til sveitarfélaga vegna rekstrarársins 2017. Arðgreiðsla til Vesturbyggðar er 4.097.280 kr. að afdregnum fjármagnstekjuskatti.
                    Lagt fram til kynningar.

                      Málsnúmer 1804004

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:20