Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #837

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 18. júní 2018 og hófst hann kl. 09:00

Fundinn sátu
 • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
 • Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) aðalmaður
 • María Ósk Óskarsdóttir (MÓÓ) varamaður
Fundargerð ritaði
 • Gerður Björk Sveinsdóttir

Almenn erindi

1. Ósk um uppýsingar hvort hægt sé að kaupa Hliðskjálf

Lagður fram tölvupóstur dagss. 3. júní 2018, þar sem spurst er fyrir um hvort hægt sé að fá Aðalstræti 105 (Hlíðskjálf) keypt. Húsið er ekki til sölu sem stendur. Byggingafulltrúa falið að undirbúa gerð nýs lóðaleigusamnings þar sem lóðin er endurskilgreind og minnkuð. Bæjarstjóra falið að ræða við fyrispyrjanda.

  Málsnúmer 1806004

  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


  2. Aron Ingi Guðmundsson - Verbúðin og vínveitingaleyfi

  Lagt fram bréf ásamt fylgiskjölum dags. 18. maí sl. frá Sýslumanninum á Vestfjörðum með beiðni um umsögn vegna umsóknar Arons Inga Guðmundssonar fyrir hönd Sköpunarhússins 72 ehf. um að reka veitingastað í flokki II í Húsinu/Creative space, Eyrargötu Patreksfirði. Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis að reka veitingarstað Húsinu/Creative space, Eyrargötu, Patreksfirði, samkvæmt flokki II, fastanr. 212-4162
  Jákvæð umsögn Vesturbyggðar er þó skilyrt þannig að rekstraraðili sýni fram á að hann hafi samið við Gámaþjónustu Vestfjarða ehf. eða aðra sambærilega aðila um förgun á sorpi sem fellur til við starfsemi veitingarstaðarins.
  Rekstraraðili sýni einnig fram á að nægjanlegur fjöldi bílastæða fylgi starfseminni.

   Málsnúmer 1804023 2

   Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


   3. Skipulagsstofnun - Beiðni um umsögn á frummatskýrslu um framleiðslu á 4000 tonnum af laxi í kynslóðaskiptu eldi í Arnarfirði

   Lagt fram bréf tölvupóstur dags. 3. apríl sl. frá Skipulagsstofnun þar sem óskað er umsagnar um frummatsskýrslu um framleiðslu á 4.000 tonnum af laxi í kynslóðaskiptu eldi í Arnarfirði. Sveitarfélagið Vesturbyggð gerir ekki athugasemd við frummatsskýrsluna. Bæjarráð Vesturbyggðar bendir á að hafa ber í huga samfélagsleg áhrif af slíkri uppbyggingu svo og mikilvægi þess að opinberar eftirlitsstofnanir sinni hlutverki sínu af alúð í þágu umhverfis og lífríkis sjávar m.a. með því að hafa fasta starfsstöð á sunnanverðum Vestfjörðum þar sem á landssvæðinu er eitt umfangsmesta sjókvíaeldi í landinu.

    Málsnúmer 1804015

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    4. Samband íslenskra sveitarfélaga - skyldur sveitafélagsins vegna akstursþjónustu.

    Lögð fram ódags. sáttartillaga unnin af Lex lögmönnum í samráði við Vesturbyggð í máli Sigríðar Guðbjartsdóttur frá Láganúpi vegna aksturþjónustu á árunum 2012-2017.
    Bæjarstjóra falið að vinna að áframhaldandi sátt í málinu í samvinnu við Samband Íslenskra sveitarfélaga og Lex lögmenn.

     Málsnúmer 1801038 4

     Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


     5. Íslensk orkumiðlun - Fyrirspurn um raforkukaup

     Lögð fram fyrispun dags. 4. júní sl. frá Íslenskri orkumiðlun ehf. um raforkukaup sveitarfélagsins. Bæjarstjóra falið að svara erindinu og leggja það fyrir fund bæjarráðs.

      Málsnúmer 1806014

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      6. Samband íslenskra sveitarfélaga - Kostning fulltrúa á landsþing SÍS 2018-2022

      Lagt fram bréf frá Sambandi íslanskra sveitarfélaga dags. 4. júní sl. þar sem óskað er eftir tilnefningu fulltrúa á landsþing sambandsins fyrir árin 2018 - 2022. María Ósk Óskarsdóttir og Þórkatla Soffía Ólafsdóttir verða fulltrúar Vesturbyggðar og Iða Marsibil Jónsdóttir og Jón Árnason til vara.

       Málsnúmer 1806012

       Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


       Til kynningar

       7. Landskerfi bókasafna - Skýrsla og fundargerð aðalfundar Landskerfa

       Skýrsla og fundargerð aðalfundar Landskerfa lögð fram til kynningar.

        Málsnúmer 1806005

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        8. Jafnréttisstofa - Skyldur sveitafélaga samkvæmt jafnréttislögum

        Bréf dags. 29. maí sl. frá Jafnréttisstofu um skyldur sveitarfélaga samkvæmt jafnréttislögum lagt fram til kynningar.

         Málsnúmer 1806006

         Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


         9. Aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands - Aldarafmæli

         Lagt fram til kynningar bréf dags. maí 2018 frá Afmælisnefnd um aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldi Íslands

          Málsnúmer 1805038

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:50