Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #838

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 9. júlí 2018 og hófst hann kl. 09:00

Fundinn sátu
  • Magnús Jónsson (MJ)
  • Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) aðalmaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir starfandi bæjarstjóri

Almenn erindi

1. Skipan í almannavarnarnefnd

Davíð Rúnar Gunnarsson, slökkviliðsstjóri sat fundinn undir liðnum og kynnti mögulegt fyrirkomulag um skipun nefndar fyrir bæjarráði, Afgreiðslu máls frestað.

    Málsnúmer 1806020

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    9. Neðri-Rauðsdalur - Umsagnarbeiðni og umsókn um rekstarleyfi í flokki 2

    Lagt fram bréf ásamt fylgiskjölum dags. 29. júní sl. frá Sýslumanninum á Vestfjörðum með beiðni um umsögn vegna umsóknar Gísla A. Gíslasonar um leyfi til að reka gististað í flokki II að Neðri - Rauðsdal, Vesturbyggð.

    Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfisins.
    Jákvæð umsögn Vesturbyggðar er þó skilyrt þannig að rekstraraðili sýni fram á að hann hafi samið við Gámaþjónustu Vestfjarða ehf. eða aðra sambærilega aðila um förgun á sorpi sem fellur til við starfssemina.

      Málsnúmer 1807007

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      10. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða - Beiðni um not á bíl með rampi fyrir hjólastóla

      Lagt fram erindi dags. 20. júní sl. frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða þar sem farið er þess á leit við sveitarfélagið að stofnunin geti fengið lánaðan bíl með rampi fyrir hjólastóla til að koma skjólstæðingum stofnunarinnar á milli staða innan sveitarfélagsins þegar við á.
      Bæjarráð tekur vel í erindið og felur félagsmálafulltrúa sveitarfélagsins að setja sig í samband við bréfritara.

        Málsnúmer 1807010

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        11. Vestfjarðastofa - Skipan í svæðisráð strandsvæðaskipulag Vestfjarða

        Lagður fyrir tölvupóstur dags. 4. júlí frá Vestfjarðarstofu varðandi skipan í svæðisráð strandsvæðaskipulag Vestfjarða.

        Á fundi stjórnar Vestfjarðastofu þann 26. júní s.l. var til umfjöllunar ný samþykkt lög um strandsvæðaskipulag. Stjórn samþykkti eftirfarandi tillögu.

        "Vestfjarðastofa sendi erindi til viðkomandi sveitarfélaga þar sem gert er að tillögu að sveitarfélög á norðanverðum Vestfjörðum, skipi einn fulltrúa, sveitarfélög á sunnanverðum Vestfjörðum skipi einn fulltrúa og sveitarfélög á Ströndum og Reykhólahreppi einn fulltrúa. Leitað verði til Sambands íslenskra sveitarfélaga um að skipa sinn fulltrúa úr héraði."

        Bæjarráð vísar erindinu til Samráðsnefndar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps.

          Málsnúmer 1807014 2

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          12. Rekstur og fjárhagsstaða 2018.

          Lagt fram yfirlit rekstrar fyrir fyrstu fimm mánuði ársins, janúar-maí.
          Lagt fram til kynningar.

          Rætt um gjaldskrá gatnagerðargjalda. Bæjarráð samþykkir að gefinn verði 50% afsláttur af gatnagerðargjöldum á þegar tilbúnum lóðum vegna atvinnuhúsnæðis. Bæjarráð samþykkir að gefinn verði 75% afsláttur vegna bygginga á þegar tilbúnum íbúðarhúsalóðum, afslátturinn gildir fyrir íbúðarhúsnæði og byggingaleyfisskyldar viðbyggingar í Vesturbyggð. Afsláttarfyrirkomulagið gildir frá upphafi núverandi kjörtímabils til 31.05.2020.
          Samþykkt samhljóða.

          Viðaukar sem samþykktir voru á 836. fundi bæjarráðs þann 07.06.2018 og vísað var aftur í bæjarráð á 324. fundi bæjarstjórnar þann 20.06.2018 eru teknir sérstaklega fyrir á þessum fundi undir málsnúmerum 1802001 - Þjónustumiðstöð Kambi, 1807023 - Boltagerði, Patreksskóli og 1807024 - Aðalstræti 75 framkvæmdir.

            Málsnúmer 1804001 10

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            13. Persónuverndarfulltrúi

            Lagður fram tölvupóstur dags. 5. júlí sl. þar sem fram kemur að tilkynna þarf til Persónuverndar fyrir 15. júlí nk. hver persónuverndarfulltrúi sveitarfélagsins er. Vesturbyggð tilnefnir Nönnu Sjöfn Pétursdóttur sem persónuverndarfulltrúa og felur starfandi bæjarstjóra að tilkynna það til Persónuverndar.

              Málsnúmer 1807016

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              14. Samband íslenskra sveitarfélaga - skyldur sveitafélagsins vegna akstursþjónustu.

              Lögð fram sátt dags. 03.07.2018 í máli Sigríðar Guðbjartsdóttur frá Láganúpi vegna aksturþjónustu á árunum 2012-2017. Starfandi bæjarstjóra falið að ganga frá málinu fyrir hönd Vesturbyggðar. Bæjarráð samþykkir 4,5 milljón króna kostnað við sáttina og vísar fjármögnun til viðauka í fjárhagsáætlun.

                Málsnúmer 1801038 4

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                15. Umhverfisstofnun - Rusl við Flókatóftir við Brjánslækjarhöfn

                Lagður fram tölvupóstur frá Umverfisstofnun þar sem gerð er athugasemd við rusl við Fólkatóftir og spurst fyrir um hvort flotbryggja sem sem liggur á landi sé í eigu Vesturbyggðar og hvort standi til að fjarlægja hana af svæðinu.
                Málinu vísað áfram til Hafnar- og atvinnumálanefndar.

                  Málsnúmer 1807002 2

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  16. Araklettur - Breytingar innanhúss á Arakletti

                  Elfar Steinn Karlsson sat fundinn undir þessum lið. Lagður fram tölvupóstur dags. 25.júní 2018 frá Hallveigu Ingimarsdóttur, leikskólastjóra á Arakletti. Í póstinum fer Hallveig yfir framkvæmdir sem fyrirhugað var að fara í, í sumar.

                    Málsnúmer 1807006

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    17. Uppkaup á lóð á Patreksfirði

                    Lagður fram tölvupóstur ásamt fylgiskjali dags. 6. júlí sl. frá forstm. tæknideildar þar sem lagt er til að kaupa lóðina Aðalstræti 51a á Patreksfirði af skipulagsástæðum.
                    Bæjarráð samþykkir kaupin og vísar fjármögnun kaupanna til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun 2018.

                      Málsnúmer 1807025

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      18. Aðalstræti 75 - framkvæmdir

                      Lögð fram minnisblöð unnin af Geir Gestssyni og Elfari Steini Karlssyni vegna endurbóta við Ráðhús Vesturbyggðar, Aðalstræti 75 Patreksfirði. Gert var ráð fyrir 8.500.000 í fjárhagsáætlun 2018. Fyrir liggur að kostnaður við framkvæmdir það sem af er árinu 2018 er 29 milljónir og þarf 16,6 milljónir til að ljúka verkinu. Bæjarráð samþykkir 37,1 milljónir í framkvæmdina og vísar fjármögnun til viðauka í fjárhagsáætlun.

                        Málsnúmer 1807024

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        19. Tjarnarbraut 3. Framkvæmdir

                        Lagt fram minnisblað unnið af Elfari Steini Karlssyni vegna framkvæmda við Tjarnarbraut 3 á Bíldudal. Þar kemur fram að heildarkostnaður við verkið er 18.2 millj.kr. Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi kostnaðaráætlun og vísar fjármögnun til viðauka í fjárhagsáætlun.

                          Málsnúmer 1807022

                          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                          20. Boltagerði, Patreksskóli.

                          Elfari Steini Karlssyni forstöðumanni tæknideildar falið að vinna að uppbyggingu svæðis við hlið Patreksskóla í samræmi við umræður á fundinum. Elfari Steini einnig falið að gera úttekt á skólalóð og láta vinna nauðsynlegar lagfæringar á lóð fyrir upphaf nýs skólaárs.

                            Málsnúmer 1807023

                            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                            21. Þjónustumiðstöð Kambi

                            Lagður fram verksamningur að fjárhæð 12,4 millj.kr. við Verkís hf. um hönnun og ráðgjöf vegna nýrrar þjónustuálmu við Aðalstræti 4, íbúðir aldraða Patreksfirði. Heildarkostnaður hönnunar er nú 13 millj.kr. og er það kostnaður vegna vinnu Verkís og Arkís. Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi kostnað og vísar fjármögnun til viðauka í fjárhagsáætlun.

                              Málsnúmer 1802001 3

                              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                              Til kynningar

                              2. Vestfjarðastofa - Fundargerð stjórnar nr. 6

                              Fundargerð 6. fundar stjórnar Vestfjarðastofu lagður fram til kynningar.

                                Málsnúmer 1807019

                                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                3. Náttúrustofa Vestfjarða - fundargerð 108. fundar stjórnar.

                                Fundargerð 108. fundar stjórnar Náttúrustofu Vestfjarða lagður fram til kynningar.

                                  Málsnúmer 1807017

                                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                  4. Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerð nr. 861 stjórnar SÍS

                                  Fundargerð 861. fundar stjórnar Sambands Ísl. sveitarfélaga lagður fram til kynningar.

                                    Málsnúmer 1807008

                                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                    5. Samband íslenskra sveitafélaga - Fundargerð nr. 860 stjórnar Sambands ísl.sveitafélaga

                                    Fundargerð 860. fundar stjórnar Sambands Ísl. sveitarfélaga lagður fram til kynningar.

                                      Málsnúmer 1805039

                                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                      6. Íbúðalánasjóður - Opið fyrir umsóknir um úthlutun stofnframlaga fyrir árið 2018

                                      Tölvupóstur dags. 5. júlí þar sem vakinn er athygli á því að opnað hefur verið fyrir umsóknir um úthlutun stofnframlaga fyrir árið 2018 lagður fram til kynningar.

                                        Málsnúmer 1807021

                                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                        7. Skipulagsstofnun - Framleiðsluaukning á laxi um 4500 tonn á vegum Arnarlax

                                        Tölvupóstur dags. 5. júlí frá Skipulagsstofnun lagður fram til kynningar. Í honum kemur fram að framleiðsluaukning á laxi um 4.500 tonn á vegum Arnarlax í Arnarfirði sé háð mati á umhverfisáhrifum.

                                          Málsnúmer 1807020

                                          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                          8. Samband íslenskra sveitarfélaga - Persónuvernd, nýjar kynningar

                                          Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga þar sem vakinn er athygli á glærukynningum á heimasíðu sambandsins vegan nýrra laga um persónuvernd sem taka gildi þann 15. júlí nk.

                                            Málsnúmer 1807018

                                            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                            Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:10