Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #840

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 24. júlí 2018 og hófst hann kl. 09:00

Fundinn sátu
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) aðalmaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir starfandi bæjarstjóri

Fundargerðir til staðfestingar

1. Skipulags og umhverfisráð - 49

Fundargerð 49. fundar skipulags og umhverfisráðs tekin til afgreiðslu.

Bæjarráð bókar sérstaklega um málsnr. 1705048, 1802022 og 1807033. Sjá bókanir hér að neðan.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Almenn erindi

2. Fræðslumál á Barðaströnd

Tvö tilboð bárust í skólaakstur á Barðaströnd fyrir komandi skólaár. Á síðasta fundi bæjarráðs var bæjarstjóra falið að afla frekari gagna. Báðir bjóðendur sendu inn gögn. Er það niðurstaða bæjarráðs að samið verði við Ísak Jansson á grundvelli innsendra gagna.
Bæjarstjóra falið að ganga frá samningi við Ísak.

Samþykkt samhljóða

Málsnúmer5

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Ráðning bæjarstjóra

Meirihluti bæjarráðs leggur til að Rebekka Hilmarsdóttir verði ráðinn bæjarstjóri Vesturbyggðar kjörtímabilið 2018 - 2022. Formanni bæjarráðs og forseta falið að ganga frá ráðningarsamningi við Rebekku.

Samþykkt með tveimur atkvæðum. Ásgeir Sveinsson sat hjá.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Fjárhagsáætlun 2018 - viðaukar.

Lagðir fyrir viðaukar 6,7 og 8 við fjárhagsáætlun 2018.

Viðauki 6 að fjárhæð kr. 13 milljónir vegna kostnaðar við hönnun og ráðgjöf við þjónustumiðstöð við Kamb. Viðaukanum er vísað til stjórnar Vestur-botns og einnig til stjórnar Fasteigna Vesturbyggðar.

Viðauki 7 að fjárhæð kr. 18,2 milljónir vegna kostnaðar við Tjarnarbraut 3 á Bíldudal. Viðaukinn er fjármagnaðar með lækkun fjárfestinga á fjárhagsáætlun, Vatneyrarbúð 10 milljónir og vaðlaug á Bíldudal 8 milljónir.

Viðauki 8 að fjárhæð kr. 4,5 milljónir við fjárhagsáætlun 2018 vegna sáttar í máli Sigríðar Guðbjartsdóttur. Viðaukinn er fjármagnaðar með lántöku.

Málsnúmer8

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Umhverfisstofnun - Ólögleg skilti í náttúru landsins

Lagður fyrir tölvupóstur frá Umhverfisstofnun þar sem því er beint til sveitarfélagsins að vera vakandi fyrir ólöglegum skiltum í náttúru landsins.
Vísað til Skipulags- og umhverfisráðs.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

6. Bíldudalshöfn - uppbygging hafnarsvæðisins á Bíldudal.

Lagðar fram tillögur og kostnaðaráætlun hafnarframkvæmda á Bíldudal unnið í maí 2018 af Vegagerðinni.
Lagt fram til kynningar

Málsnúmer6

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Fjórðungssamband Vestfirðinga - umsögn FV um drög að Kerfisáætlun 2018-2027

Lögð fram til kynningar umsögn Fjórðungssambandsins um drög að kerfisáætlun Landsnets 2018-2027.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Umhverfis og auðlindaráðuneytið - Skipulag haf og strandsvæða

Bréf frá umhverfis og auðlindaráðuneytinu þar sem vakin er athygli á lögum nr. 88/2018 um skipulag haf- og strandsvæða sem tóku gildi þann 28. júní sl. Lagt fram til kynningar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


9. Erindisbréf Bæjarráðs - drög

Lagt fram til kynningar.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:50