Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 24. júlí 2018 og hófst hann kl. 09:00
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) aðalmaður
- Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Fundargerð ritaði
- Gerður Björk Sveinsdóttir starfandi bæjarstjóri
Fundargerðir til staðfestingar
Almenn erindi
2. Fræðslumál á Barðaströnd
Tvö tilboð bárust í skólaakstur á Barðaströnd fyrir komandi skólaár. Á síðasta fundi bæjarráðs var bæjarstjóra falið að afla frekari gagna. Báðir bjóðendur sendu inn gögn. Er það niðurstaða bæjarráðs að samið verði við Ísak Jansson á grundvelli innsendra gagna.
Bæjarstjóra falið að ganga frá samningi við Ísak.
Samþykkt samhljóða
3. Ráðning bæjarstjóra
Meirihluti bæjarráðs leggur til að Rebekka Hilmarsdóttir verði ráðinn bæjarstjóri Vesturbyggðar kjörtímabilið 2018 - 2022. Formanni bæjarráðs og forseta falið að ganga frá ráðningarsamningi við Rebekku.
Samþykkt með tveimur atkvæðum. Ásgeir Sveinsson sat hjá.
4. Fjárhagsáætlun 2018 - viðaukar.
Lagðir fyrir viðaukar 6,7 og 8 við fjárhagsáætlun 2018.
Viðauki 6 að fjárhæð kr. 13 milljónir vegna kostnaðar við hönnun og ráðgjöf við þjónustumiðstöð við Kamb. Viðaukanum er vísað til stjórnar Vestur-botns og einnig til stjórnar Fasteigna Vesturbyggðar.
Viðauki 7 að fjárhæð kr. 18,2 milljónir vegna kostnaðar við Tjarnarbraut 3 á Bíldudal. Viðaukinn er fjármagnaðar með lækkun fjárfestinga á fjárhagsáætlun, Vatneyrarbúð 10 milljónir og vaðlaug á Bíldudal 8 milljónir.
Viðauki 8 að fjárhæð kr. 4,5 milljónir við fjárhagsáætlun 2018 vegna sáttar í máli Sigríðar Guðbjartsdóttur. Viðaukinn er fjármagnaðar með lántöku.
Til kynningar
6. Bíldudalshöfn - uppbygging hafnarsvæðisins á Bíldudal.
Lagðar fram tillögur og kostnaðaráætlun hafnarframkvæmda á Bíldudal unnið í maí 2018 af Vegagerðinni.
Lagt fram til kynningar
7. Fjórðungssamband Vestfirðinga - umsögn FV um drög að Kerfisáætlun 2018-2027
Lögð fram til kynningar umsögn Fjórðungssambandsins um drög að kerfisáætlun Landsnets 2018-2027.
8. Umhverfis og auðlindaráðuneytið - Skipulag haf og strandsvæða
Bréf frá umhverfis og auðlindaráðuneytinu þar sem vakin er athygli á lögum nr. 88/2018 um skipulag haf- og strandsvæða sem tóku gildi þann 28. júní sl. Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:50