Fundur haldinn í Aðalstræti 75, fundarsalur nefnda, 9. október 2018 og hófst hann kl. 09:00
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) aðalmaður
- Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri
- Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Fundargerð ritaði
- Gerður Björk Sveinsdóttir
Almenn erindi
1. Málefni HVEST á Patreksfirði
Gylfi Ólafsson forstjóri Hvest mættur til viðræðna við Bæjarráð Vesturbyggðar. Gylfi fór yfir hvernig má bæta þjónustuna á svæðinu og framtíðaráform heilbrigðisstofnunarinnar í fjarheilbrigðisþjónustu og uppbyggingu hjúkrunarrýma á svæðinu.
2. Framkvæmdir 2018
Mættur til viðræðna við bæjarráð Elfar Steinn Karlsson, forstm. tæknideildar um framkvæmdir á árinu 2018.
3. Fjárhagsáætlun 2018 - viðaukar.
Lagður fram viðauki 10 að upphæð 39,2 millj.kr millj.kr. við fjárhagsáætlun 2018 vegna framkvæmda við Aðalstræti 75, 38 millj,kr og uppkaupa á lóð Aðalstræti 51a 1,23 millj.kr.
Viðaukinn er fjármagnaður með lækkun eftirfarandi fjárfestinga:
Lækkun fjárfestinga 7.000.000 Sparkvöllur við PatreksskólaLækkun fjárfestinga 1.500.000 Tenging á milli Aðalstrætis og Króks, frestun framkvæmda til 2019
Lækkun fjárfestinga 1.000.000 Staðsetning tjaldsvæðis vegna aðalskipulagsvinnu.
Lækkun fjárfestinga 4.500.000 Kantsteinar við göngustíg á Strandgötu, Bala, Skor o.fl., frestun framkvæmda til 2019.
Lækkun fjárfestinga 3.000.000 Kantsteinar á Bíldudal við Strandgötu, íþróttahús o.fl., frestun framkvæmda til 2019.
Lækkun fjárfestinga 5.000.000 Gilsbakki-Arnarbakki o.fl.
Lækkun fjárfestinga 2.500.000 Endurnýjun klæðningar á Hóla.
Lækkun fjárfestinga 3.400.000 Langahlíð o.fl.
Lækkun fjárfestinga 9.030.000 Gangstéttir við Aðalstræti, Brunna, Bala, Sigtún o.fl., frestun framkvæmda til 2019
og hækkun tekna 2.300.000 Baldurhagi, skilrúm WC í félagsheimili
Bæjarráð samþykkir viðauka 10 við fjárhagsáætlun 2018.
4. Rekstur og fjárhagsstaða 2018.
Þórir Sveinsson skrifstofustjóri fór yfir stöðu rekstrar fyrir fyrstu átta mánuði ársins.
5. Fjárhagsáætlun 2019.
Þórir Sveinsson fór yfir vinnuferli við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019. Framundan eru fundir bæjarráðs með forstöðumönnum deilda sveitarfélagsinsins.
6. Sorphirða í Vesturbyggð - samningar.
Elfar Steinn Karlsson forstöðumaður tæknideildar og Þórir Sveinsson skrifstofustjóri fóru yfir með bæjarráði stöðu vinnu við útboð á sorphirðu fyrir sveitarfélagið.
7. Ársfundur Nave 2018
Lagt fram fundarboð á ársfund Náttúrustofu Vestfjarða sem haldinn verður á Náttúrugripasafni Bolungarvíkur, Vitastíg 3 miðvikudaginn 17. október nk. og hefst kl. 14:00.
Bæjarráð felur Friðbjörgu Matthíasdóttur að sækja fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.
8. Fyrirspurn vegna Dalbraut 50
Lagður fram tölvupóstur dags. 30. ágúst sl. frá Magnúsi Óskarssyni vegna Dalbrautar 50. Elfari Steini, forstöðumanni tæknideildar falið að vinna að lausn mála í samræmi við umræður á fundinum.
9. Iðnaðarrými fyrir stofnanir sveitarfélagsins
Undir liðnum sátu Davíð Rúnar Gunnarsson, slökkviliðstjóri og Elfar Steinn Karlsson, yfirmaður tæknideildar. Farið var yfir þörf sveitarfélagsins á geymsluplássi. Í byggingu er skemma á hafnarsvæði Patreksfjarðar þar sem möguleiki er að fá keypt bil. Bæjarstjóra falið að senda erindi á eigendur byggingarinnar þar sem spurst er fyrir um verð og fyrirkomulag, endanlegri ákvörðun vísað til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019.
10. Samskip hf. Bíldudalshöfn - aðstaða.
Lagðir fyrir tölvupóstar frá Samskip dags. 24.09.2018 og 01.10.2018 þar sem farið er yfir aðstöðu sem þarf vegna fyrirhugaðra millilandasiglinga frá Bíldudalshöfn sem áformað er að hefjist í byrjun nóvember 2018.
Erindinu er vísað til Hafna- og atvinnumálaráðs.
Til kynningar
11. Nefndarsvið Alþingis - Ósk um umsögn á frumvarpi til laga til að heimila skráningu lögheimilis barna hjá báðum forsjárforeldrum, 25. mál.
Lagður fram tölvupóstur Hildar Edwald f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 28. september sl., þar sem Vesturbyggð er sent til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum til að heimila skráningu lögheimilis barna hjá báðum forsjárforeldrum, 25. mál. Umsagnarfrestur er til 26. október nk.
Bæjarráð vísar frumvarpinu til umsagnar í velferðarnefnd.
12. Nefndarsvið Alþingis- Ósk um umsögn á tillögu um stofnun ráðgafastofu innflytjenda, 19.mál
13. Ársfundur Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum
Lagt fram fundarboð á ársfund sveitarfélaga á köldum svæðum sem haldinn verður á Hilton Reykjavík NOrdica hóteli, Suðurlandsbraut 2, föstudaginn 12. október nk. klukkan 12:15
Bæjarráð felur Rebekka Hilmarsdóttir að sækja fundinn.
14. Samgöngu- og sveitastj.ráðuneytið - Yfirlit yfir lögmæt verkefni sveitarfélaga
15. Samgöngu- og sveitarst.ráðuneytið. Áætluð úthlutun framlags vegna sérþarfa fatlaðara nemenda í grunnskólum árið 2018.
Lagt fram til kynningar bréf frá samgöngu og sveitartjórnarráðuneytinu dags. 19. september sl. áætluð úthultun framlags vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í grunnkólum fjárhagsárið 2018.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:10