Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #850

Fundur haldinn í Aðalstræti 75, fundarsalur nefnda, 30. október 2018 og hófst hann kl. 09:00

Fundinn sátu
  • Magnús Jónsson (MJ)
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) ritari
  • María Ósk Óskarsdóttir (MÓÓ)
  • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir verkefnastjóri

Almenn erindi

1. Tálknafjörður - Patreksfjörður - morgunferðir

Rætt um morgunferðir Tálknafjörður - Patreksfjörður og farið yfir hugmyndir að kostnaðarskiptingu. Gerði Björk Sveinsdóttur, verkefnastjóra falið að ræða við forsvarsmenn Odda hf. um framhaldið í samræmi við umræður á fundinum. Bæjarráð samþykkir jafnframt að halda verkefninu áfram á meðan að unnið er að breytingum á fyrirkomulagi.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Viðtalstimar bæjarstjóra

Lagt fyrir minnisblað unnið af Rebekku Hilmarsdóttur bæjarstjóra þar sem lagt er til að viðtalstími bæjarstjóra verði alla miðvikudaga frá kl. 10-12:30. Bæjarráð samþykkir tillöguna.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Atvinnuveganefnd - Umsögn um frumvarp til laga um veiðigjöld

Lagt var fram erindi frá nefndarsviði Alþingis þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um veiðigjald. Bæjarstjóra var falið að senda inn umsögn í samvinnu við bæjarfulltrúa. Umsögnin var send inn innan tilskilins frests.
Bæjarráð samþykkir innsenda umsögn.

https://www.althingi.is/altext/erindi/149/149-206.pdf

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Nefndarsvið Alþingis - Ósk um umsögn á þingsályktunartillögu um fimm ára samgönguáæltun fyrir árið 2019-2023, 172.mál

Lagt var fram erindi frá nefndarsviði Alþingis frá 12. október 2018 þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2019-2023, 172. mál. Bæjarstjóra var falið að senda inn umsögn í samvinnu við bæjarfulltrúa. Umsögnin var send inn innan tilskilins frests.
Bæjarráð samþykkir innsenda umsögn.

https://www.althingi.is/altext/erindi/149/149-300.pdf

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


9. Nefndarsvið Alþingis - Ósk um umsögn á þingsályktunartillögu um samgönguáætlun árið 2019-2033, mál 173

Lagt var fram erindi frá nefndarsviði Alþingis frá 12. október 2018 þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2019-2033, 173. mál. Bæjarstjóra var falið að senda inn umsögn í samvinnu við bæjarfulltrúa. Umsögnin var send inn innan tilskilins frests.
Bæjarráð samþykkir innsenda umsögn.

https://www.althingi.is/altext/erindi/149/149-300.pdf

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


10. Starfslok fráfarandi bæjarstjóra

Lagður fyrir starfslokasamningur við Ásthildi Sturludóttur fráfarandi bæjarstjóra Vesturbyggðar. Bæjarráð samþykkir samninginn.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


11. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - Auglýsing umsóknar um byggðarkvóta fiskveiðiársins 2018-19

Lagt fram bréf dags. 2. október sl. frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu þar sem auglýst er til umsóknar byggðakvóti fiskveiðiársins 2018-2019. Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja um byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2018-2019.

Málsnúmer6

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


12. Lagning ljósleiðara 2019

Mættur til viðræðna við bæjarráð, Davíð Rúnar Gunnarsson, þar sem hann fór yfir með ráðinu áætlun um lagningu ljósleiðara í sveitum ásamt því að farið var yfir gang verkefnis um lagningu ljósleiðara á Barðaströnd.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


13. Kolbrún Pálsdóttir - Ónýt geymluvara

Tekið fyrir erindi frá Kolbrúnu Pálsdóttur dagss. 22. okt.sl, þar sem óskað er eftir því við Vesturbyggð að sveitarfélagið bakfæri leigugreiðslur sem greiddar voru fyrir geymslupláss í Straumnesi. Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfrita í samræmi við umræður á fundinum.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


14. Rafstöðin, félagasamtök - Umsókn um þjónustu við salerni

Tekið fyrir erindi dagss. 23.10.2018 frá Rafstöðin, félagasamtök, þar sem óskað er eftir því við Vesturbyggð að sveitarfélagið taki að sér rekstur salerna við gömlu rafstöðina á Bíldudal. Erindinu vísað til menningar- og ferðamálaráðs til afgreiðslu.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


15. Rauðhetta - styrkur vegna sýningar 28. mars 2019 á Patreksfirði

Tekið fyrir erindi dagss. 18.10.2018 frá Leikhópnum Lottu þar sem óskað er eftir styrk í formi aðstöðu til sýningar og gistingu fyrir aðstandendur sýningarinnar. Bæjarráð samþykkir erindið og felur Páli Vilhjálmssyni íþrótta- og tómstundarfulltrúa að vera í sambandi við hópinn.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


16. Landssamband slökkvilið og sjúkrfl. - Ósk um styrk vegna árlegs Eldvarnarátaks LSS

Tekin fyrir styrkbeiðni frá Landsamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna þar sem leitað er eftir styrk vegna eldvarnaátaks sem fellst í eldvarnafræðslu grunnskólabarna. Bæjarráð samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 25.000,-.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


17. Pólónía - Umsókn um styrk

Tekið fyrir erindi frá Pólóníu, félags Pólverja á sunnanverðum Vestfjörðum þar sem óskað er eftir styrk í formi niðurfelldrar leigu á stóra sal FHP í tilefni 100 ára sjálfstæðis Póllands. Bæjarráð samþykkir erindið.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


18. Araklettur - niðurfelling leikskólagjalda

Skráð í trúnaðarbók.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


19. Samtök um kvennaathvarf - Umsókn um rekstarstyrk fyrir árið 2019

Lagt fram bréf dags. 2. október sl. frá Samtökum um kvennaathvarf með ósk um rekstrarstyrk fyrir félagið á árinu 2019. Bæjarráð samþykkir 50.000 kr. styrk til reksturs félagsins 2019. Styrkurinn bókist á 02089-9990.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

2. Úttekt Deloitte á rekstri sjávarútvegs á Norð-Vesturlandi

Úttekt Deloitte á rekstri sjávarútvegs á Norð-Vesturlandi lögð fram til kynningar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerð stjórnar SÍS nr 864

Fundargerð 864. fundar stjórnar Sambands Íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Guðmundur Halldórsson - Vestfirðingabann

Erindi frá Guðmundi Halldórssyni lagt fram til kynningar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Náttúrustofa Vestfjarða - Fundargerð nr. 110

Fundargerð 110 fundar stjórnar NAVE lögð fram til kynningar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:40