Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #875

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í Ráðhúsi Vesturbyggðar, 25. júlí 2019 og hófst hann kl. 09:00

Fundinn sátu
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslu
  • María Ósk Óskarsdóttir (MÓÓ)
  • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Almenn erindi

1. Lás ehf. Reikningar vegna gatnagerðar, Járnhóll.

Lagt fram tilboð Lás ehf. dags. 16. júlí 2019 um afslátt af reikningum vegna gatnagerðar við Járnhól.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara bréfritara á grundvelli umræðna á fundinum.

    Málsnúmer 1906041 6

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Mötuneyti - Patreksskóli og Araklettur - útboð

    Lögð fram útboðsgögn dags. 3. júlí 2019 í "Matseld fyrir mötuneyti Patreksskóla og Arakletts á Patreksfirði. Eitt tilboð barst í verkið upp á tæpar 106,7 milljónir króna. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslu fór yfir tilboðið og bar saman við kostnaðaráætlun.

    Bæjarráð frestar afgreiðslu og felur bæjarstjóra að ræða við tilboðsgjafa.

      Málsnúmer 1906112 3

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. Vegna fyrirhugaðra varnagarða

      Lagt fram erindi frá Lionsklúbbs Patreksfjarðar dags. 18. júlí 2019 þar sem fram koma ábendingar um útfærslu bílastæða við Skjaldborgarbíó í tengslum við gerð ofanflóðagarða.
      Bæjarráð þakkar erindið og mun kanna hvort hægt sé að fjölga stæðum og bæta aðkomuna að Skjaldborgarbíói í tengslum við gerð ofanflóðamannvirkja.

        Málsnúmer 1907101

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        4. Fífustaðadalur - Tilkynning um framkvæmdir, Votlendissjóðurinn

        Lagður fram tölvupóstur frá votlendissjóði dags. 11.júní 2019 þar sem tilkynnt er um fyrirhugaðar framkvæmdir við endurheimt votlendis í Fífustaðadal á 57 ha svæði. Jafnframt er óskað eftir afstöðu sveitarfélsgisns til endurheimtar í Selárdal. Bæjarráð frestar afgreiðslu erindisins og vísar því til skipulags- og umhverfisráðs til frekari umfjöllunar og felur ráðinu að leggja mat sitt á það hvort framkvæmdin geti talist leyfisskyld í skilningi skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

          Málsnúmer 1906038 2

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          5. Styrkur vegna Blús milli fjalls og fjöru

          Lögð fyrir styrkbeiðni dags. 16. júlí 2019 frá Páli Haukssyni fyrir hönd félagsins Blús milli fjalls og fjöru þar sem óskað er eftir stuðningi sveitarfélagsins í formi afnota af félagsheimilinu á Patreksfirði dagana 6. og 7. september nk.
          Bæjarráð samþykkir erindið.

            Málsnúmer 1907102

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            6. Beiðni um tilnefningu í samstarfshóp - Surtabrandsgil

            Lagt fram erindi frá Umhverfisstofnun dags. 2. júlí 2019 þar sem óskað er eftir tilnenfingu sveitarfélagsins í samstarfshóp vegna endurkoðunar á auglýsingu um friðlýsingu Surtarbrandsgils.
            Bæjarráð tilnefnir Friðbjörgu Matthíasdóttur.

              Málsnúmer 1907041

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              7. Bíldudalur. Umsókn um lóðir

              Lagt fyrir erindi frá Bernódus ehf. dags. 28. maí 2019. Í erindinu er sótt um 30 lóðir á Bíldudal til byggingar á ein- og tvíbýlishúsum. Umsækjandi hefur lýst yfir áhuga á að koma að deiliskipulagsgerð fyrir svæði sem henta myndi undir fyrirhugaða íbúabyggð.

              Erindið var tekið fyrir á fundi skipulags og umhverfisráðs 24. júlí 2019 þar sem eftirfarandi var bókað: "Á Bíldudal er ekki á lausu svæði sem rýma myndi byggð líkt og umsækjandi sækir um. Skipulags- og umhverfisráð fagnar þó erindinu enda fyrirhuguð áframhaldandi aukning í laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum með tilheyrandi íbúafjölgun. Skipulags- og umhverfisráð vísar erindinu áfram til bæjarráðs og leggur til að hafnar verði viðræður við landeigendur að ákjósanlegu byggingarlandi sem er til staðar við bæjarmörkin."

              Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir því við landeigendur að Litlu - Eyri að þeir tilnefni fulltrúa sinn til viðræðna um ákjósanlegt byggingarland á Bíldudal.

                Málsnúmer 1907098 2

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                Til kynningar

                8. Áskorun til sveitastjórnarmanna á Vestfjörðum

                Lagt fram erindi dags. dags. 9. júlí 2019 frá Verkalýðsfélagi Vestfirðinga með áskorun til sveitarstjórnarmanna á Vestfjörðum í tengslum við kjarasamningaviðræður Starfsgreinasambands Íslands, sem Verkalýðsfélag Vestfirðinga á aðild að, við Samband íslenskra sveitarfélaga vegna félagsmanna sem starfa hjá sveitarfélögum.

                Samningsumboð Vesturbyggðar til kjarasamningagerðar er hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og getur því ekki orðið við áskoruninni.

                  Málsnúmer 1907100

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  9. SEV, fundargerð ársfundar auk ársskýrslu og ársreiknings

                  Lögð fram til kynningar fundargerð ársfundar starfendurhæfingar Vestfjarða auk ársskýrslu ársins 2018 og ársreikningi sama árs.

                    Málsnúmer 1907069

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00