Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #880

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í Ráðhúsi Vesturbyggðar, 1. október 2019 og hófst hann kl. 09:30

Fundinn sátu
  • Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) aðalmaður
  • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Ásgeir Sveinsson boðaði forföll.
Formaður bæjarráðs óskaði eftir því að tekin verði á dagskrá nýr fundarliður. Viljayfirlýsing um fjölgun íbúða í Vesturbyggð í gegnum tilraunaverkefni Íbúðalánasjóðs. Dagskrárliðurinn verður númer 6 á dagskrá. Aðrir liðir færast niður um einn.
Samþykkt samhljóða.

Almenn erindi

1. Fjárhagsáætlun 2020

Sviðsstjórar kynntu tillögur að breytingum í rekstri sem miða að því að auka tekjur eða draga úr kostnaði.
Tillögunum vísað til fjárhagsáætlunar 2020.

    Málsnúmer 1904046 18

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Fjárhagsáætlun 2019 - Viðaukar

    Lögð fyrir tillaga að viðauka 5 við fjárhagsáætlun 2019. Um er að ræða rekstrarkostnað við Patrekshöfn að fjárhæð 1.500.000 vegna viðhalds á krana, dekkjunar við trébryggju ofl. Viðhald á Bíldudalshöfn 1.500.000 vegna færslu á kalkgirðingu ofl. og Brjánslæknarhöfn 500.000 vegna vinnu við landtenginu smábáta ofl. Viðaukanum er mætt með lækkun á handbæru fé þar sem tekjur af lestargjöldum og bryggjugjöldum vegna komu skemmtiferðaskipa hafa reynst hærri en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun 2019. Viðaukinn hefur ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu A og B hluta.

      Málsnúmer 1903392 13

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. Ofanflóðavarnir - Patreksfjörður - Urðargata, Hólar og Mýrar.

      Lagt fyrir tilboð í ofanflóðavarnir á Patreksfirði. Lægsta tilboð í verkið átti Suðurverk, tilboðið er 1.311.684.930 en kostnaðraáætlun hljóðaði uppá 1.209.954.500.
      Bæjarráð leggur til að tilboði Suðurverks verði tekið.

        Málsnúmer 1903141 4

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        4. Ósk um niðurgreiðslu frá Vesturbyggð vegna námskeiðs í söng og framkomu

        Lögð fyrir beiðni Elínar Bergljótardóttur um niðurgreiðslu Vesturbyggðar á námskeiði í söng og framkomu á sem fyrirhugað er að verði á Bíldudal í vetur. Sviðsstjóra fjölskyldusviðs er falið að óska eftir nánari upplýsingum um námskeiðið.

          Málsnúmer 1909063

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          5. Skýrsla bæjarstjóra

          Bæjarstjóri fór yfir helstu verkefni síðustu vikna og þau verkefni sem framundan eru.

            Málsnúmer 1904047 4

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            6. Viljayfirlýsing um fjölgun íbúða í Vesturbyggð í gegnum tilraunaverkefni Íbúðalánsjóðs

            Lögð fyrir viljayfirlýsing um fjölgun íbúða í Vesturbyggð í gegnum tilraunaverkefni Íbúðalánasjóðs. Bæjarráð fagnar fyrsta skrefi samstarfs Vesturbyggðar og íbúðalánsjóðs sem miðar að því að fjölga íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu.

              Málsnúmer 1910004

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              Til kynningar

              7. Drög að reglugerð um gerð strandsvæðisskipulagsmáls

              Lögð fyrir til kynningar drög að reglugerð um gerð strandsvæðisskipulags.

                Málsnúmer 1909064

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                8. Fundargerð stjórnar félags skógarbænda á Vestfjörðum 11-12 okt 2019

                Fundargerð stjórnar félags skógarbænda lögð fram til kynningar.

                  Málsnúmer 1909062

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00