Hoppa yfir valmynd

Ofanflóðavarnir - Patreksfjörður - Urðargata, Hólar og Mýrar.

Málsnúmer 1903141

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

2. júlí 2019 – Bæjarráð

Lagt fyrir minnisblað dags. 28. júní sl. unnið af Rebekku Hilmarsdóttur bæjarstjóra Vesturbyggðar þar sem farið er yfir stöðu við vinnu við ofanflóðavarnir á Patreksfirði - Mýrargarð og Urðargarð.

Fyrirhugaður er kynning fimmtudaginn 4. júlí þar sem fulltrúar Eflu, Ofanflóðasjóðs og Landmótunar munu funda með bæjarstjórn og í kjölfarið kynna framkvæmdina á íbúafundi sem fram fer í félagsheimili Patreksfjarðar klukkan 18:00 sama dag.




1. október 2019 – Bæjarráð

Lagt fyrir tilboð í ofanflóðavarnir á Patreksfirði. Lægsta tilboð í verkið átti Suðurverk, tilboðið er 1.311.684.930 en kostnaðraáætlun hljóðaði uppá 1.209.954.500.
Bæjarráð leggur til að tilboði Suðurverks verði tekið.




16. október 2019 – Bæjarstjórn

Tilboð í ofanflóðavarnir á Patreksfirði áður tekið fyrir á 880 fundi bæjarráðs Vesturbyggðar.
Lægsta tilboð í verkið átti Suðurverk, tilboðið er 1.311.684.930 en kostnaðraáætlun hljóðaði uppá 1.209.954.500.
Bæjarráð lagði til að tilboði Suðurverks yrði tekið.

Til máls tóku: Forseti og RH.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar staðfestir bókun bæjarráðs.

Samþykkt samhljóða.




23. júní 2020 – Bæjarráð

Bæjarstjóri fór yfir stöðu framkvæmda við ofanflóðavarnir á Patreksfirði.