Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #884

Fundur haldinn í ráðhúsi Vesturbyggðar, 12. nóvember 2019 og hófst hann kl. 09:00

Nefndarmenn
  • Magnús Jónsson (MJ)
  • Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) aðalmaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
  • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Almenn erindi

1. Fjárhagsáætlun 2019 - Viðaukar

Lagður fram viðauki 6. við fjárhagsáætlun 2019 vegna viðhaldsframkvæmda við ekjubrú við Brjánslækjarhöfn. Viðaukinn hljóðar uppá 7.043.000 og er mætt með framlagi frá Vegagerðinni uppá 7.043.000.
Viðaukinn hreyfir ekki handbært fé né hefur hann áhrif á rekstrarniðurstöðu A og B hluta.

    Málsnúmer 1903392 13

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Erindisbréf nefnda - Bæjarráð

    Lögð fram drög að erindisbréfi fyrir bæjarráð til kynningar. Samkvæmt 2. mgr. 5. gr. samþykktar um stjórn Vesturbyggðar nr. 317/2014 staðfestir bæjarstjórn erindisbréfið. Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við drögin.

      Málsnúmer 1911073

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. Tilnefning í samstarfshóp um undirbúning friðlýsingar

      Lagt fram bréf dags. 25. október 2019 frá Umhverfisstofnun þar sem óskað er tilnefningu frá Vesturbyggð í samstarfshóp um undirbúning friðlýsingarhugmynda á Vestfjörðum innan marka Vesturbyggðar og Ísafjarðarbæjar.
      Bæjarráð tilnefnir Rebekku Hilmarsdóttur, bæjarstjóra Vesturbyggðar sem fulltrúa sveitarfélagsins í samstarfshóp sem mun vinna að undirbúningi friðlýsingarinnar. Bæjarstjóra falið að tilkynna um tilnefninguna til Umhverfisstofnunar.

        Málsnúmer 1911058

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        4. Fjárbeiðni Stígamóta fyrir árið 2020

        Lagt fram bréf dags. 10. október 2019, sem móttekið var 21. október 2019 þar sem Stígamót leita til sveitarstjórna landsins til þess að óska eftir samstarfi um rekstur.
        Bæjarráð vísar málinu til sviðsstjóra fjölskyldusviðs Vesturbyggðar

          Málsnúmer 1910235

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          5. Rekstarstyrkur fyrir ár 2020 - Samtök um kvennaathvarf

          Lagt fram bréf Kvennaathvarfsins dags. 20. október 2019, þar sem óskað er eftir rekstrarstyrk að fjárhæð 50.000 kr. fyrir árið 2020.
          Bæjarráð samþykkir styrkveitinguna.

            Málsnúmer 1910231

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            6. Ósk um styrk vegna Leikhópsins Lotta 27.02.2020

            Lagt fram bréf dags. 31. október 2019 frá Foreldrafélagi Patreksskóla þar sem óskað er eftir styrk vegna sýningar Leikhópsins Lottu á Hans Klaufa þann 27. febrúar 2020 á Patreksfirði. Óskað er eftir styrk vegna afnota félagsheimilisins á Patreksfirði, greidd verði gisting fyrir leikhópinn og hópurinn geti notið aðstoðar menningar- og ferðamálafulltrúa og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa við verkefnið.

            Bæjarráð vísar styrkbeiðninni til menningar- og ferðamálaráðs.

              Málsnúmer 1911001 2

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              7. Aðstoð við húsnæði

              Lagt fram bréf dags. 17. október 2019 frá félagi Pólverja á sunnanverðum Vestfjörðum, Póloníu, þar sem óskað er eftir aðstoð Vesturbyggðar við að útvega húsnæði fyrir starfsemi félagsins en hlutverk þess er að styrkja og bæta samfélag Pólverja á sunnanverðum Vestfjörðum. Félagið hefur séð um fermingarfræðslu fyrir kaþólsk börn, leikjadaga í íþróttahúsinu, samstarf með grunnskólum, pólskukennslu fyrir pólsk börn og fleira.

              Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara í samræmi við umræður á fundinum.

                Málsnúmer 1910188

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                8. Ósk um styrk fyrir jólaballi fyrir pólsk börn og fjölskyldur

                Lagt fram bréf dags. 25. október 2019 frá félagi Pólverja á sunnanverðum Vestfjörðum, Póloníu, þar sem óskað er eftir afslætti af leiguverði á fundarsal í félagsheimili Patreksfjarðar vegna jólaballs fyrir pólsk börn og fjölskyldur þeirra 7. desmeber 2019.
                Bæjarráð samþykkir beiðnina.

                  Málsnúmer 1911008

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  9. Krúttmaginn 2019, ósk um styrk vegna leigu á FHP

                  Lagður fram tölvupóstur dags. 1. nóvember 2019 frá Krúttmagafélaginu, þar sem óskað er eftir niðurfellingu á leigu fyrir Félagsheimili Patreksfjarðar og leigu á hljóðkerfi vegna Krúttmagakvöldsins 26. október sl. en hluti af kvöldinu fór til góðgerðamála á svæðinu.
                  Bæjarráð hafnar erindinu.

                    Málsnúmer 1910227

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    10. Sjávarútvegsskóli 2020 fyrir grunnskólakrakka

                    Lagður fram tölvupóstur dags. 4. nóvember 2019 frá Davíð Jónssyni, þar sem kynnt er verkefnið Sjávarútvegsskóli 2020 fyrir grunnskólanemendur. Markmið skólans er að auka áhuga og efla þekkingu á sjávarútvegi og að auki kynna nemendum þá menntunarmöguleika sem tengdir eru sjávarútvegi og bjóðast í framhalds- og háskólanámi. Þá er skólinn hugsaður sem tæki til að benda grunnskólanemendum á framtíðarmöguleika sem þau kunna að eiga í sinni heimabyggð.

                    Bæjarráð fagnar verkefninu og vísar málinu til fræðslu- og æskulýðsráðs til afgreiðslu.

                      Málsnúmer 1911050 2

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      11. Umsagnarbeiðni vegna árshátíðar Arnarlax í Baldurshaga Bíldudal

                      Lagt fram bréf Sýslumannsins á Vestfjörðum dags. 8. nóvember 2019 þar sem óskað er umsagnar um umsókn um tímbabundið áfengisleyfi í tilefni árshátíðar í Baldushaga á Bíldudal.
                      Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins.

                        Málsnúmer 1911064

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        Til kynningar

                        12. Styrkir úr húsfriðunarsjóði 2020, umsókn

                        Lögð fram til kynningar auglýsing Minjastofnunar Íslands þar sem auglýst er eftir umsóknum um styrki úr húsafriðunarsjóði vegna ársins 2020.

                          Málsnúmer 1910216

                          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                          13. Breytingar á póstnúmerum, réttindi og þjónusta þegna sveitarfélagsins

                          Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Þjóðskrá Íslands dags. 6. nóvember 2019 þar sem vakin er athygli sveitarfélaga á viðtækum breytingum á póstnúmerum sem tóku gildi 1. október 2019.

                            Málsnúmer 1911053

                            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                            14. Tilkynning um aflúsun í Patreksfirði, Tálknafirði og Arnarfirði

                            Lögð fram til kynningar tilkynning Arnarlax um aflúsun í samvinnu við Matvælastofnun á eldisstöðvum fyrirtækisins við Tjaldanes í Arnarfirði, Laugardal í Tálknafirði og Þúfneyri í Patreksfirði dagana 30. október til 8. nóvember 2019.

                              Málsnúmer 1910229

                              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                              15. Sameiningar sveitarfélaga

                              Lagt fram til kynningar bréf Capacent um sameiningar sveitarfélaga dags. 28. október 2019, þar sem kynnt er aðstoð fyrirtækisins varðandi undirbúning sameininga sveitarfélaga.

                                Málsnúmer 1910232

                                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                16. Mál nr. 66 - Breyting á sveitarstjórnarlögum, nr. 138-2011

                                Lagður fram til kynningar tölvupóstur dags. 4. nóvember 2019 frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn).

                                  Málsnúmer 1911051

                                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                  17. Mál nr. 328 - ávana- og fíkniefni

                                  Lagður fram til kynningar tölvupóstur dags. 6. nóvember 2019 frá velferðarnefnd Alþingis þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni nr. 65/1974 (neyslurými).

                                    Málsnúmer 1911054

                                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                    18. Mál nr. 230, grunnskólar (ritfangakostnaður)

                                    Lagður fram til kynningar tölvupóstur dags. 25. október 2019 frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um grunnskóla nr. 91/2008 (ritfangakostnaður).

                                      Málsnúmer 1910226

                                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                      19. Mál nr. 29, um jarðalög (forkaupsréttur sveitarfélaga)

                                      Lagður fram til kynningar tölvupóstur dags. 22. október 2019 frá atvinnuveganefnd Alþingis þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á jarðalögum nr. 81/2004 (forkaupsréttur sveitarfélaga).

                                        Málsnúmer 1910214

                                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                        20. Mál nr. 49, Breyting á sveitarstjórnarlögum nr. 138-2011

                                        Lagður fram til kynningar tölvupóstur dags. 22. október 2019 frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 (íbúakosningar um einstök mál).

                                          Málsnúmer 1910215

                                          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                          21. Mál nr. 148 - Stefnumótandi áætlun sveitarfélaga 2019-2033 og aðgerðaráætlun 2019-2023

                                          Lagður fram til kynningar tölvupóstur dags. 15. október 2019 frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019-2033 og aðgerðaráætlun fyrir árin 2019-2033.

                                            Málsnúmer 1910180

                                            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                            22. Mál UMH19110026 - Breyting á reglugerð um mat á umhverfisáhrifum og framkvæmdaleyfi

                                            Lagður fram til kynningar tölvupóstur dags. 4. nóvember 2019 frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu þar sem vakin er athygli á drögum að breytingu á reglugerð um mat á umhverfisáhrifum og reglugerð um framkvæmdaleyfi sem eru til umsagna í samráðsgátt stjórnvalda.

                                              Málsnúmer 1911052

                                              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                              23. Nr. 875 fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

                                              Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga af 875. fundi þann 25. október 2019.

                                                Málsnúmer 1910230

                                                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                                Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:40