Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #887

Fundur haldinn í ráðhúsi Vesturbyggðar, 17. desember 2019 og hófst hann kl. 09:00

Nefndarmenn
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • María Ósk Óskarsdóttir (MÓÓ) varamaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
  • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Almenn erindi

1. Úttekt á rekstri og skipulagi leik- og grunnskóla í Vesturbyggð

María Ósk Óskarsdóttir vék af fundi undir þessum lið.

Tekin fyrir fimm tilboð í úttekt á rekstri og skipulagi leik- og grunnskóla Vesturbyggðar m.a. út frá áherslum í skólasefnu Vesturbyggðar.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Háskólans á Akureyri - Miðstöð skólaþróunar. Gert er ráð fyrir að vinna við úttektina hefjist í janúar 2020.

    Málsnúmer 1911002 3

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Úttekt á Slökkviliði Vesturbyggðar 2019

    Lagt fram bréf dags. 25. nóvember 2019 frá Mannvirkjastofnun þar sem farið er yfir athugasemdir stofnunarinnar við brunavarnaáætlun Vesturbyggðar.

    Bæjarstjóra falið að svara bréfi Mannvirkjastofnunar í samvinnu við slökkviliðsstjóra.

      Málsnúmer 1910024 2

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. Samningur um veghald á þjóðvegum innan þéttbýlismarka

      Lagður fyrir samningur Vegagerðarinnar og Vesturbyggð um veghald á þjóðvegum innan þéttbýlismarka, þ.e. Ketildalavegur (619) frá vegamótum Bíldudalsvegar (63) við Litlu-Eyri, um Dalbraut og Tjarnabraut að Lönguhlíð, 1,71 km. á árinu 2019.

      Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd Vesturbyggðar.

        Málsnúmer 1912031

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        4. Breytingar á samþykktum um mat á umhverfisáhrifum

        Lagður fyrir tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 2. desember 2019 þar sem vakin er athygli sveitarfélaga á birtingu reglugerða á grundvelli laga um mat á umhverfisáhrifum, nr. 106/2000. Reglugerðirnar gera ráð fyrir að í samþykkt sveitarfélaga sé skipulagsnefnd eða öðrum aðila innan stjórnsýslu sveitarfélags veitt vald til að taka fullnaðarákvörðun um matsskyldu framkvæmdar þegar sveitarfélagið er sjálft framkvæmdaraðili, sbr. 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

        Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirbúa breytingu á samþykkt um stjórn Vesturbyggðar til samræmis við reglugerðinar og leggja fyrir á næsta fundi bæjarráðs.

          Málsnúmer 1912004

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          Til kynningar

          5. Breyting á gjaldskrá Sorpurðurna Vesturlands 01.01.2020

          Lögð fram til kynningar tilkynning frá Sorpurðun Vesturlands dags. 24. nóvember 2019 um breytingu á gjaldskrá fyrir árið 2020.

            Málsnúmer 1912041

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            6. Erindi vegna mengunar á Garðstöðum í Súðavíkurhreppi

            Lagt fram til kynningar tölvupóstur Hafliða Halldórssonar, dags. 3. desember 2019 til Heilbrigðisnefndar Vestfjarða vegna mengunar á Garðstöðum í Súðavíkuhreppi.

              Málsnúmer 1912008

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              7. Mál nr. 436, hollustuhættir og mengurnarvarnir, nr. 7-1998

              Lagður fram til kynningar tölvupóstur umhverfs- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 9. desember 2019 þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998, með síðari breytingum (viðaukar). 436. mál

                Málsnúmer 1912034

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                8. Aðalskipulag Reykhólahrepps, ósk um umsögn og athugasemdum vegna breytingatillögu

                Lagt fram til kynningar bréf Reykhólahrepps dags. 27. nóvember 2019, ásamt fylgigögnum vegna breytingar á aðalskipulagi Reykhólahrepps 2006-2018, viðbrögð við umsögnum og athugasemdum.

                  Málsnúmer 1906111 2

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  9. Mál nr. 383, málefni aldraðra, nr. 125-1999 (öldungaráð)

                  Lagður fram til kynningar tölvupóstur velferðarnefndar Alþingis dags. 4. desember 2019, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp um tillögu að breytingu á lögum um málefni aldraðra, nr. 125/1999 (öldungaráð), 383. mál.

                    Málsnúmer 1912006

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    10. Mál nr. 391, tekjustofnar sveitarfélaga og sveitarstjórnarlög

                    Lagður fram til kynningar tölvupóstur umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 29. nóvember 2019, þar sem er óskað eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga og sveitarstjórnarlögum (forsendur úthlutana úr Jöfnunarsjóði), 391. mál.

                      Málsnúmer 1912003

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      11. Fundargerðir stjórnar Vestfjarðastofu 2019

                      Lögð fram til kynningar fundargerð 21. fundar stjórnar Vestfjarðastofu.

                        Málsnúmer 1907115 2

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        12. Fjarskiptalög, ósk um umsögn

                        Lagður fram til kynningar tölvupóstur samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis dags. 10. desember 2019 þar sem vakin er athygli á drögum að frumvarpi til nýrra fjarskiptalaga sem birt hafa verið í Samráðsgátt stjórnvalda.

                          Málsnúmer 1912039

                          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                          Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:05