Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #890

Fundur haldinn í ráðhúsi Vesturbyggðar, 11. febrúar 2020 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
 • Magnús Jónsson (MJ)
 • Jón Árnason (JÁ)
 • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Starfsmenn
 • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
 • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
 • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Jörundur Garðarsson sat fundinn sem áheyrnafulltrúi.

Almenn erindi

1. Upplýsingagjöf - verkferlar í eineltismálum

Sviðsstjóri Fjölskyldusviðs Vesturbyggðar mætti inn á fundinn og fór yfir meðferð eineltismála í stofnunum Vesturbyggðar og svaraði spurningum bæjarfulltrúa.

  Málsnúmer 2002021

  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


  2. Riftun á þinglýstum leigusamningi Hnjótur 2

  Lagt fram erindi dags. 17. desember 2019 frá Kristni Þór Egilssyni eiganda Hnjóts I, þar sem óskað er eftir riftun á þinglýstum leigusamningi frá 15.mars 1977. Jafnframt er óskað eftir því að fá að taka yfir þá fasteign sem er á lóðinni. Einnig er lagður fram tölvupóstar dags. 21.janúar 2020, frá Inga Boga Hrafnssyni eiganda Hnjóts 2 þar sem einnig er óskað er eftir riftun á þinglýstum leigusamningi frá 15.mars 1977. Jafnframt er óskað eftir því að fá að taka yfir þá fasteign sem er á lóðinni.

  Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við landeigendur um mögulega nýtingu eignarinnar.

   Málsnúmer 2001029

   Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


   3. Efnahagsþróun á norðurslóðum - starfshópur Utanríkisráðherra

   Lagt fram bréf utanríkisráðuneytisins dags. 31. janúar 2020, vegna vinnu starfshóps um efnahagsþróun á norðurslóðum, en hópnum er ætlað að greina þann efnahagsuppgang sem fyrirséð að muni eiga sér stað á norðurslóðum á komandi árum.

   Bæjarráð vísar erindinu til Hafna- og atvinnumálaráðs.

    Málsnúmer 2002016 2

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    4. Húsnæðisáætlanir sveitarafélaga

    Lagt fram bréf Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar dags. 20. janúar 2020 vegna uppfærslu á Húsnæðisáætlun Vesturbyggðar.

    Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara bréfinu.

     Málsnúmer 2001041

     Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


     5. Ástand vega í Vesturbyggð

     Bæjarráð Vesturbyggðar lýsir yfir miklum áhyggjum af ástandi vega í Vesturbyggð og krefst þess að Vegagerðin grípi til tafarlausra aðgerða til að tryggja öryggi vegfarenda í sveitarfélaginu. Bæjarráð ítrekar að nauðsynlegt sé að bregðast við úttekt Vegagerðarinnar frá 2019 þar sem Bíldudalsvegur sem liggur frá Patreksfirði til Bíldudals er metinn ónýtur með öllu. Mikil umferð er um vegina og fara þungaflutningar vaxandi.

      Málsnúmer 2002094 4

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      6. Samningur um styrki 2020-2022

      Lögð fram drög að styrktarsamningi við björgunarsveitina Blakk. Samningurinn gerir ráð fyrir 1.400.000 kr. framlagi árlega til sveitarinnar næstu þrjú árin. Í samningnum er einnig kveðið á um þau verkefni sem björgunarsveitin mun sinna fyrir Vesturbyggð.

      Bæjarráð samþykkir samninginn.

       Málsnúmer 1910074

       Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


       Til kynningar

       7. Mál nr. 50 - Lög nr. 35-1970, um Kristnisjóð

       Lagður fram til kynningar tölvupóstur allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis dags. 30. janúar 2020, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um Kristnisjóð o.fl.

        Málsnúmer 2002015

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        8. Mál 457. Málefni innflytjenda, nr. 116-2012

        Lagður fram til kynningar tölvupóstur velferðarnefndar Alþingis dags. 24. janúar 2020, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni innflytjenda.

         Málsnúmer 2001043

         Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


         9. Mál nr. 64. - Heilmils sveitarfélaga um innheimtu á umhverfisgjöldum

         Lagður fram til kynningar tölvupóstur umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis dags. 30. janúar 2020, þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um heimild sveitarfélaga til að Innheimta umhverfisgjöld.

          Málsnúmer 2002013

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00