Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #917

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 23. mars 2021 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • María Ósk Óskarsdóttir (MÓÓ)
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) skrifstofustjóri

Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Almenn erindi

1. Skólaakstur - skólaárið 2021 og 2022

Sviðsstjóri fjölskyldusviðs kom inn á fundinn og ræddi um fyrirkomulag skólaaksturs skólaárið 2021/2022 og mögulegar breytingar sem óska þarf eftir á reglugerð vegna vetrarþjónustu. Bæjarstjóra falið að óska eftir viðræðum við Vegagerðina.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Sameining sveitarfélaga - könnun á hagkvæmni

Bæjarráð skipar Iðu Marsibil Jónsdóttur, Friðbjörgu Matthíasdóttur, Þórkötlu Soffíu Ólafsdóttur og Rebekku Hilmarsdóttur í verkefnahóp vegna vinnu við greiningu og könnun á hagkvæmni sameininga.

Málsnúmer6

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Fjárhagsáætlun 2021 - viðaukar

Lagður fram viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2021 áamt minnisblaði byggingafulltrúa. Viðaukinn er vegna vinnu við fornleifaskráningu tengslum við afgreiðslu aðalskipulags Veturbyggðar. Kostnaður vegna vinnunnar við fornleifaskráninguna er áætlaður 3,5 milljónir og er viðaukanum mætt með lækkun á handbæru fé í A hluta.
Viðaukinn hefur þau áhrif á rekstrarniðurstöðu A og B hluta að hún fer úr 31 milljón króna tap í 34,5 milljón króna tap. Handbært fé lækkar um 3,5 milljónir í A og B hluta.

Bæjarráð samþykkir viðaukann og vísar honum til bæjarstjórnar til staðfestingar.

Málsnúmer15

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Tryggingar Vesturbyggðar

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir mögulega endurskoðun á tryggingum sveitarfélagsins.
Bæjarráð felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að fara yfir tryggingar sveitarfélagsins, gera verðkönnun og meta hvort þörf sé á breytingum.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

5. Þjóðskógur í Vesturbyggð

Lagt fram til kynningar drög að bréfi þar sem Vesturbyggð óskar eftir formlegum viðræðum við Skógræktina um stofnun þjóðskógar í Vestur-Botni við Ósafjörð í botni Patreksfjarðar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Aðalfundur Lánasjóðsins 26 mars 2021 - Fundarboð

Lagt fram til kynningar fundarboð á aðalfund Lánasjóðs sveitarfélaga sem haldinn verður föstudaginn 26. mars nk. klukkan 15:30.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Landvarsla við Breiðafjörð sumarið 2020 - Lokaskýrsla

Lögð fram til kynningar skýrsla Umhverfisstofnunar dags. í febrúar 2021 þar sem farið er yfir landvörslu við Breiðafjörð árið 2020.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Áskorun um endurákværðun álagningar stöðuleyfisgjalda

Lagt fram til kynningar erindi Samtaka iðnaðarins dags. 15.mars 2021 þar sem skorað er á sveitarfélög að endurákarða álagningu stöðuleyfisgjalda.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


9. Tilkynning til sveitarfélaga - Áhrif nýrrar jafnréttislöggjafar á sveitarfélög

Lagt fram til kynningar erindi Jafnréttisstofu dags. 2. mars 2021 þar sem vakin er athygli á áhrifum nýrrar jafnréttislöggjafar á sveitarfélög.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


10. Mál nr. 273 um Stjórnartíðindi og Lögbirtingarblaðið og aukatekjur ríkissjóðs ( gjaldfrjáls rafræn útgáfa). Ósk um umsögn

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis dags. 8. mars 2021, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablaðið og aukatekjur ríkissjóðs (gjaldfrjáls rafræn útgáfa), 273. mál.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


11. Mál nr. 561 um greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins ( samþætting þjónustu,hlutverk o.fl.). Ósk um umsögn

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis dags. 8. mars 2021, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins (samþætting þjónustu, hlutverk o.fl.), 561. mál.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


12. Mál nr.470 um brottfall laga um Kristnisjóð o.fl., nr 351970 með síðari breytingum. Ósk um umsögn.

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis dags. 8. mars 2021, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins (samþætting þjónustu, hlutverk o.fl.), 561. mál.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


13. Mál nr. 563 um breytingu á lögum um réttindi sjúkinga, nr.74-1997 ( beiting nauðungar). Ósk um umsögn

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis dags. 15. mars 2021, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um um breytingu á lögum um réttindi sjúklinga, nr. 74/1997 (beiting nauðungar), 563. mál.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


14. Mál nr. 585 um beytingu á ýmsum lögum vegna laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Ósk um umsögn

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis dags. 16. mars 2021, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018, 585. mál

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


15. Mál nr. 496 um breytingu á lögum um kostningar til Alþingis (fjölgun jöfnunarsæta). Ósk um umsögn

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis dags. 16. mars 2021, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til Alþingis, nr. 24/2000 (fjölgun jöfnunarsæta), 496. mál.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


16. Mál nr. 491 um breytingu á sveitarstjórnarlögum ( borgarafundir, íbúakostningar um einstök mál). Ósk um umsögn

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis dags. 16. mars 2021, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum (borgarafundir, íbúakosningar um einstök mál), 491. mál.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


17. Mál nr. 602 um breytingu á lögum um útlendinga og lögum um atvinnuréttindi útlendinga ( alþjóðleg vernd,brottvísanir,dvalar- og atvinnuleyfi). Ósk um umsögn

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis dags. 18. mars 2021, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga og lögum um atvinnuréttindi útlendinga (alþjóðleg vernd, brottvísanir, dvalar- og atvinnuleyfi), 602. mál

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


18. Mál nr. 495 um breytingu á ýmsum lögum vegna stuðnings til smærri innlendra áfengisframleiðenda. Ósk um umsögn

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis dags. 16. mars 2021, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna stuðnings til smærri innlendra áfengisframleiðenda og heimildar til sölu áfengis á framleiðslustað (áfengisgjald, sala áfengis á framleiðslustað), 495. mál

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:06