Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #921

Fundur haldinn í fjarfundi, 20. maí 2021 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
 • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
 • Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) aðalmaður
 • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Starfsmenn
 • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) skrifstofustjóri
 • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
 • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Almenn erindi

1. Ársreikningur Vesturbyggðar 2020

Lagður fram til seinni umræðu ársreikningur Vesturbyggðar og stofnana hans fyrir árið 2020.

Bæjarráð vísar ársreikningi 2020 til seinni umræðu í bæjarstjórn.

  Málsnúmer 2104041 4

  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


  2. Fjárhagsáætlun 2021 - viðaukar

  Lagður er fyrir viðauki 4 við fjárhagsáætlun ásamt minnisblaði sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs um kaup á bíl fyrir áhaldahúss á Patreksfirði í stað eldri bifreiðar og minnisblað sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs vegna breytinga á lántökum ársins 2021. Í minnisblaði sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs er lagt til að keypt verði ný bifreið fyrir áhaldahúss á Patreksfirði í stað eldri bifreiðar sbr. bókun bæjarráðs á 920. fundi ráðsins. Bifreiðin kostar 5.3 m.kr. og mætt með lækkun á fjárfestingu í vatnsveitu á Patreksfirði uppá 1 m.kr, lækkun á viðhaldsfé vatnsveitu á Patreksfirði um 1.7 m.kr. og lækkun á viðahaldsfé fráveitu á Patreksfirði um 2.7 m.kr.

  Í minnisblaði sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs sem lagt var fyrir á 920. fundi bæjarráðs er lagt til að lántaka til Lánasjóðs sveitarfélaga sé lækkuð í 259 m.kr. og sótt verði um lán til ofanflóðasjóðs vegna útlagðs kostnaðar uppá 107,2 m.kr., handbært fé í A hluta verði lækkað um 49,8 m.kr.

  Viðaukinn hefur jafnframt þau áhrif að vaxtakostnaður lækkar um 4.5 m.kr. í A hluta og afskriftir í A hluta lækka um 1.8 m.kr. Afskriftir í A og B hluta lækka afskriftir um 1.8 m.kr.

  Viðaukinn hefur þau áhrif að rekstrarniðurstaða A hluta fer úr því að vera neikvæð uppá 147.2 m.kr. í það að vera neikvæð uppá 140,9 m.kr. Handbært fé í A hluta lækkar um 51,8 m.kr. Rekstrarniðurstaða A og B hluta fer úr því að vera neikvæð uppá 34,5 m.kr. í það að vera neikvæð uppá 23,9 m.kr. Handbært fé í A og B hluta lækkar um 47,5 m.kr.

   Málsnúmer 2103010 15

   Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


   3. Sumarlokun 2021 - Ráðhús Vesturbyggðar

   Lagt fram minnisblað bæjarstjóra dags. 19. maí 2021, með tillögu að sumarlokun í ráðhúsi Vesturbyggðar 2021. Í minnisblaðinu er lagt til að afgreiðsla ráðhússins verði lokuð í tvær vikur í sumar, frá og með 26. júlí til og með 6. ágúst 2021. Tilkynnt verði um lokunina á heimasíðu sveitarfélagsins og þar leiðbeint hvernig unnt er að hafa samband við sveitarfélagið á meðan lokun stendur.

   Bæjarráð samþykkir lokunina og vísar áfram til staðfestingar bæjarstjórnar.

    Málsnúmer 2105037 2

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    4. Verbúð, Patrekshöfn - sala á eign.

    Lögð fram tvö tilboð í Verbúðina á Patreksfirði ásamt bókun hafna- og atvinnumálaráðs frá 31. fundi ráðsins 18. maí sl. Hafna- og atvinnumálaráð hafnaði báðum tilboðum en leggur til við bæjarráð að tekið verði upp samtal við bjóðendur um samstarf um eignarhald og rekstur í verbúðinni og þeim kynnt gagntilboð.

    Bæjarráð felur hafnarstjóra og bæjarstjóra að ræða við tilboðsgjafa.

     Málsnúmer 2102030 7

     Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


     Til kynningar

     5. Þjóðgarður á sunnanverðum Vestfjörðum

     Lagt fram til kynningar bréf Orkubús Vestfjarða dags. 11. maí 2021 vegna friðlýsingu þjóðsgarðs á Vestfjörðum ásamt umsögn Orkubús Vestfjarða dags. 31. desember 2020 um áform um friðlýsingu á sunnanverðum Vestfjörðum.

      Málsnúmer 2001009 7

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      6. Ársyfirlit slökkviliðanna 2020

      Lagt fram ársyfirlit slökkviliðanna í Vesturbyggð og Tálknafirði fyrir árið 2020.

      Bæjarráð þakkar slökkviðliðsstjóra fyrir greinagott yfirlit og vísar því til kynningar hjá bæjarstjórn.

       Málsnúmer 2105018 2

       Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


       7. Fundargerð auka aðalfundar 2021

       Lögð fram til kynningar fundargerð auka aðalfundar Félags skógarbænda á Vestfjörðum sem haldinn var 13. maí 2021.

        Málsnúmer 2105028

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        8. Kall til sveitarfélaga um að taka Bonn-áskoruninni

        Lagt fram til kynningar bréf Landgræðslunnar og Skógræktarinnar um verkefni til útbreiðslu birkiskóga og birkikjarrs.

         Málsnúmer 2105021

         Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


         9. Mál nr. 612 um aðgerðir til að auka framboð og neyslu grænkerafæðis. Ósk um umsögn

         Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis dags. 18. maí 2021, þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um aðgerðir til að auka framboð og neyslu grænkerafæðis, 612. mál.

          Málsnúmer 2105033

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          10. Mál nr. 597 um fjöleignarhús. Ósk um umsögn

          Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis dags. 12. maí 2021, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga umfjöleignarhús, 597. mál.

           Málsnúmer 2105025

           Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


           11. Mál nr. 762 um barnvænt Ísland - framkvæmd barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Ósk um umsögn

           Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis dags. 12. maí 2021, þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um barnvænt Íslands - framkvæmd barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, 762. mál.

            Málsnúmer 2105024

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            12. Ársreikningur 2020 Landskerfi bókarsafna hf ásamt aðalfundarboði

            Lagður fram til kynningar ársreikningur Landskerfis bókasafna hf. fyrir árið 2020 ásamt fundarboði fyrir aðalfund dags. 11. maí 2021 og samþkktum félagsins frá júní 2020.

             Málsnúmer 2105023

             Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


             Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:50